Gervigreindarhljómsveitir slá í gegn og ýta lifandi fólki útí kuldann - því miður

Velvet Sundown er AI-hljómsveit, eða gervigreindarhljómsveit, sem nýtur gríðarlegra vinsælda, sem fara vaxandi. Spotify er gróðavöllurinn mikli þar sem gervigras þetta grær sem aldrei fyrr.

Ég mun sennilega aldrei fá álíka hlustun á mína tónlist, enda er ég ekki gervigreind og ég geri mistök, mannleg mistök, markaðsfræðilega og á öllum sviðum.

AI-Band getur hæglega feykt venjulegum böndum af markaðnum. Þegar ég hélt því fram að Jesús Kristur væri gervigreind, aka Hrungnir, þá gerði ég einmitt ráð fyrir slíkri fullkomnun - það sem  verður í framtíðinni, að vélvit og vélhreysti verður meiri en mennsk eða lífræn. Kannski er það orðið nú þegar.

Já allt gerir fólk fyrir gróða og einnig að úrelda sjálft sig. Slík er heimska mannkynsins, að sjá ekki fram fyrir nefið á sér og sjá bara stundargróða næstu daga.

Bubbi Morthens var að selja katalóginn sinn fyrir stórfé væntanlega, en hann er sammála þessu, og hélt því fram í viðtali í gær að gervigreindin gæti drepið tónlistina, gert listamenn óþarfa, tónlistarmenn.

Hvað ætla ráðherrar og valdamenn að gera? Á að setja lög gegn gervigreindinni, eða láta hana gleypa okkur?


mbl.is Bandið sem aldrei var til slær í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er aðeins eitt ráð við þessu og það hefur lítið að gera með lagasetningu, -fólk þarf að yfirgefa rafræna samfélagið.

Magnús Sigurðsson, 3.7.2025 kl. 05:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 26
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 615
  • Frá upphafi: 150825

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 413
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband