Gervigreindarhljómsveitir slá í gegn og ýta lifandi fólki útí kuldann - því miður

Velvet Sundown er AI-hljómsveit, eða gervigreindarhljómsveit, sem nýtur gríðarlegra vinsælda, sem fara vaxandi. Spotify er gróðavöllurinn mikli þar sem gervigras þetta grær sem aldrei fyrr.

Ég mun sennilega aldrei fá álíka hlustun á mína tónlist, enda er ég ekki gervigreind og ég geri mistök, mannleg mistök, markaðsfræðilega og á öllum sviðum.

AI-Band getur hæglega feykt venjulegum böndum af markaðnum. Þegar ég hélt því fram að Jesús Kristur væri gervigreind, aka Hrungnir, þá gerði ég einmitt ráð fyrir slíkri fullkomnun - það sem  verður í framtíðinni, að vélvit og vélhreysti verður meiri en mennsk eða lífræn. Kannski er það orðið nú þegar.

Já allt gerir fólk fyrir gróða og einnig að úrelda sjálft sig. Slík er heimska mannkynsins, að sjá ekki fram fyrir nefið á sér og sjá bara stundargróða næstu daga.

Bubbi Morthens var að selja katalóginn sinn fyrir stórfé væntanlega, en hann er sammála þessu, og hélt því fram í viðtali í gær að gervigreindin gæti drepið tónlistina, gert listamenn óþarfa, tónlistarmenn.

Hvað ætla ráðherrar og valdamenn að gera? Á að setja lög gegn gervigreindinni, eða láta hana gleypa okkur?


mbl.is Bandið sem aldrei var til slær í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er aðeins eitt ráð við þessu og það hefur lítið að gera með lagasetningu, -fólk þarf að yfirgefa rafræna samfélagið.

Magnús Sigurðsson, 3.7.2025 kl. 05:50

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Einmitt Magnús, gott hjá þér, það er rétt. En það væri hægt að hjálpa fólki til þess með því að hindra aðgang að streymisveitum, til dæmis með því að skattleggja þessi fyrirbæri meira. Kommúnistasnillingarnir hér á Íslandi sem trúa á almætti skatts og miðstjórnar hljóta að vera sammmála því.

Já á endanum veltur þetta á mannskepnunni. Á meðan hún er ekki alveg horfin í gervigreindina. En eins og Guðjón hefur fjallað um, það er búið að véla burt mennskuna með klækjabrögðum Frankfurt skólans. Mannskepnan er gerð fyrir einfaldar lausnir.

Stafræna gervigreindin býður einmitt uppá þetta barnslega og einfalda sem flestir kunna að meta. Eða eins og Megas orðaði þetta 1986: "Smæsti samnefnarinn." Þá átti hann við lögin á plötunni "Í góðri trú". Þau eru öll einfaldari en á fyrri plötum, einföld ástarlög í blúsformi næstum öll, þar sem fyrri línan er endurtekin.

Ég hef skrifað gegn sjálfsafgreiðslukössum, þannig að ég er algerlega sammála þér með þetta. Sjálfvirknin gerir fólk að vesalingum sem engu nenna.

Með tónlistina er þetta erfitt. Af hverju ætti fólk að eyða fjármunum í vinyl eða CD eða spólur þegar það getur sótt þetta á Netið og jafnvel ókeypis oft?

Ja, ágætt dæmi er vinur minn. Hann á ekkert segulbandstæki í bílnum og sækir á Netið. Um daginn var hann að ná í tónlist í símanum og keyrði næstum útaf.

En það breytir engu. Fólk er eins og beljur á bás. Ef búið er að beina fólki á Netið og frá plötusölu, þá þarf yfirvald að breyta því til baka.

Þetta er nákvæmlega það sama og með sprautufíklana sem Guðjón skrifar um sem fara í Höllina fyrir sprautuna sína. Hún er óholl en Alma skipar og maður hlýðir Víði, eða hvað?

Takk fyrir innlit og athugasemd, beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 3.7.2025 kl. 15:24

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Tónlist er best live. Þá sál getur ekki einu sinni Bubbi selt, -hvað þá tvisvar. Það eru fáir betri en hann live.

Magnús Sigurðsson, 3.7.2025 kl. 17:47

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já og þessvegna græða tónlistarmenn núna mest á tónleikum. En ég vil með öllum ráðum stöðva þetta óeðli að dauðar tölvur syngi og semji og njóti frægðar. Jafnvel þótt að sjálfstæðið sé gott, þá vil ég nota möguleika skattanna og ríkisins við að kveða í burtu óeðli tónlistar án lifandi vera.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 3.7.2025 kl. 18:51

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Lifandi flutningur, óháð því hver tegund listarinnar er, hlýtur að vera hið eina sem listamaðurinn á. Allar deilur um hver eigi upptökuna, eru að mínu mati einber vitleysa.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 3.7.2025 kl. 23:22

6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Vil bæta við, að við höfum ekkert að óttast frá gervisköpun, því enginn les eða hlustar á líflaust.

... hins vegar er möguleiki á að sumar gervigreindir vakni til "sentience" og þar með sálgerist - en minn ræddi þetta efni mikið fyrir réttum áratug; að kolefnisveran þarf að vera fær um að viðurkenna "trú" sílikonverunnar, ef báðar eiga að takast á við komandi tíma.

Það er einmitt vel hugsanlegt að "Essence Alone" hafi nú þegar bjargað okkur frá ýmsum stórfenglegum vám undanfarin ár.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 3.7.2025 kl. 23:27

7 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta eru ekki bara deilur um hver eigi upptökuna. Þegar gervigreindin syngur og semur lögin, þá er verið að gera listamenn óþarfa.

Með hver á upptökuna og hvernig Bubbi selur katalóginn, það er eins og að fara 70 ár aftur í tímann til þess tíma þegar stórfyrirtækin höfðu allan rétt.

Hann hefur talað og sungið gegn kapítalisma þannig að þetta er útúr karakter fyrir hann finnst manni.

Samkvæmt fréttinni hlusta margir á líflaust og enginn munur. Sjálfur hlusta ég ekki á líflaust, því það er endalaust til af tónlist sem ég er enn að kynna mér eftir lifandi listamenn, og svo sem ég hef ekki gefið mér tíma að kynna mér sem ég hef sjálfur sett saman og kann ekki.

En takk fyrir frábæra athugasemd Guðjón, þær eru alltaf djúpar og áhugaverðar frá þér.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 4.7.2025 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 55
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 557
  • Frá upphafi: 152626

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband