1.7.2025 | 01:16
Stöðnunarland, afturfararland, þróunarland?
50 ár síðan Ísland var skilgreint sem þróunarland sagði Þorgerður Katrín í fréttum, eða það held ég að hún hafi sagt.
En er þetta neikvætt orð, að vera þróunarland? Ég var fæddur fyrir 50 árum, og mín skoðun er sú að ástandið hafi verið gott á Íslandi þá. Mamma og stjúppabbi minn keyptu sér íbúð við Álfhólsveg 145 árið 1975, þar sem Sema Erla býr víst núna á efri hæðinni, en þar bjó Alli rakari og kona hans, þegar við bjuggum þarna, og ég hef hugleidd hversu skondið það er að nafn hans minnir á Allah, en sennilega hét hann Aðalgeir, Aðalsteinn eða eitthvað slíkt.
Mamma og hennar maður keyptu sér neðri hæðina og samt voru þau ekki rík, hún kennari í barnaskóla og hann kennari við Stýrimannaskólann.
Allir eru sammála um það að í nútímanum er MIKLU erfiðara að kaupa sér þak yfir höfuðið og eignast íbúð heldur en fyrir 50 árum, árið 1975. Hvað er Þorgerður Katrín þá að láta líta út fyrir að það hafi verið verri tímar á Íslandi fyrir 50 árum? Hvaða mark er á slíku takandi? Fólk er nú ekki alveg að gleypa það svona hrátt þegar margir muna eftir þeim tímum.
Flest Evrópulönd eru núna STÖÐNUNARLÖND EÐA AFTURFARARLÖND!
Fólk slær um sig með hugtökum, en hvað býr á bakvið hugtökin?
Er það úreltur veruleiki eða okkar íslenzki veruleiki?
Þegar orðið þróunarland var saman sett fyrst á Íslandi, kannski einmitt fyrir 50-60 árum, þá var það fegrunarorð yfir "vantþróuðu löndin", "fátæku löndin", "fátæku börnin í Afríku".
Þá var nefnilega Evrópa ekki á fallandi fæti, í þessari miklu afturför.
Ég segi, í ljósi þessa ástands Evrópu, þá er BETRA AÐ VERA ÞRÓUNARLAND EN STÖÐNUNARLAND OG AFTURFARARLAND!!!
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 32
- Sl. sólarhring: 165
- Sl. viku: 712
- Frá upphafi: 150586
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 447
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning