Ég gleðst þegar konur eins og Jóhanna Jakobsdóttir, höfundur góðrar Vísisgreinar vaknar af uppvakningastefnu wóksins.

"Þeir vökulu og tungumálið" er snjöll og góð grein um wók-sýkinguna sem herjað hefur á heimsbyggðina allnokkuð lengi, og mætti telja þá heimsfarsótt ekki skárri en cóvíðshryllinginn.

Höfundurinn er Jóhanna Jakobsdóttir MPM verkefnastjóri með meiru og greinin birtist á Vísi, en ég frétti um hana þegar DV fjallaði um þau hörðu viðbrögð sem hún fékk, bæði stuðning og óánægju þeirra sem enn hengja sig í þessa hugmyndafræði.

Eins og Jóhanna fjallar um þá á wók uppruna sinn í "bakherbergjum félagsfræðideilda bandarískrar akademíu" og er um 50-60 ára gömul. Bloggarinn og sálfræðingurinn ágæti Arnar Sverrisson hefur þó skrifað enn meira og jafnvel betur um þetta efni, en grein Jóhönnu er þó alveg prýðileg og tekur mjög vel á þessu líka.

En eins og stendur í grein Jóhönnu þá átti þessi vitleysa aldrei að sleppa útúr háskólunum bandarísku, það stóð ekki til, en gerðist út af því að Netið kemur ýmsu á flot sem átti ekki að fljóta upphaflega.

Já, wók er mikið stjórnlyndi, Jóhanna fjallar vel um það.

En ég hef þó samúð með Hallgrími Helgasyni rithöfundi og öðrum sem hafa tekið ástfóstri við wókið, því það var auðvitað í góðri trú. Það er alltaf svo óþægilegt þegar maður uppgötvar að það sem maður hélt að væri rétt það byggðist á einhverri vitleysu eða hafði miður góðar afleiðingar og er því ekki réttlætanlegt við nánari skoðun.

Ég held að ég hafi þroskazt með aldrinum. Það merki ég á því að mér finnst ég minna dómharður en áður, en samt er ég reiðigjarn og get verið hvass.

En ég merki þetta á því að ég vil ekki lengur taka harða afstöðu þegar stríðsátök geisa, ég er farinn að átta mig á að það breytir voðalega litlu þótt maður tjái sig, og maður vissulega ekkert betri einstaklingur fyrir vikið.

En finnst engum það skrýtið að fleiri en 100 hafa fallið í Íran en einungis rúmlega 10 í Ísrael, ef RÚV hefur réttar tölur á hreinu? Er þá rétt að tala um stríðsátök? Er hér ekki um að ræða yfirgang Ísraels? Nema er hægt að sanna þessa kjarnorkuhættu frá Íran?

En aftur að wókinu.

Skyldi það vera rétt sem margir halda fram að wókið hafi komið Donald Trump til valda, því demókratar hafi wókað yfir sig?

Já, ég held að ýmislegt sé hæft í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 99
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 735
  • Frá upphafi: 151407

Annað

  • Innlit í dag: 86
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 77
  • IP-tölur í dag: 74

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband