15.6.2025 | 00:39
Að skima fyrir bönnuðum hugsunum er eins og að skima fyrir vondum veirum, eða hvað?
Aðferðir Ölmu Yfirgestapófasista eru einsog í kófinu. Ég hlustaði á viðtal við hana í Kastljósinu, eða fréttunum í vikunni, man ekki hvort það var.
En ég man að ég hugsaði hversu innilega firrt þetta væri, að ætla að uppræta ofbeldi áðuren það á sér stað.
Fyrst á að yfirheyra börnin og síðan á að senda útvalin í sálfræðimeðferð og endurhönnun. Jafnvel fannst mér vera ýjað að fjölskylduráðgjöf í gestapóskum stíl og frankfúrtskóluðum stíl.
Börn eru ekki vélar sem hægt er að endurprógrammera eins og tölvur, kannski næstum því, en þó ekki alveg. Þau eru dálítið flóknari og óútreiknanlegri.
Þessum fíflum dettur aldrei í hug að þau séu hluti af vandanum en ekki lausninni, þessum femínísku og fasísku greyjum.
![]() |
Skima fyrir ofbeldi í skólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 74
- Sl. sólarhring: 79
- Sl. viku: 710
- Frá upphafi: 151382
Annað
- Innlit í dag: 63
- Innlit sl. viku: 488
- Gestir í dag: 57
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já sæll! Ingólfur, -af því að ég horfi aldrei á sjónvarp né hlusta á fréttir veistu þá nokkuð hvort sú á seiðhjallinum var spurð um hvort það hefði komið til tals að skima fyrir gagnsemi covid bóluefnanna?
Það er sorglegt að sjá hér í þessari tengdu frétt hvernig veruleikafirrtar yfirgestapófasistar, eins og þú kallar þær, -ætla að nota sér minningu Bryndísar til að þjarma að drengjum á barnsaldri.
Velkominn til Helvítis hefði einhver tíman verið sagt af minna tilfelli.
Með bestu kveðju.
Magnús Sigurðsson, 15.6.2025 kl. 05:15
Já Magnús, þetta er allt hið sorglegasta mál. Síðan er hitt alveg dæmigert að þetta fólk sem hefði átt að fá skömm fyrir að vera með umdeilanlegar sóttvarnaraðgerðir, það fær stöðuhækkun og aukin völd! Þetta er svona nákvæmlega eins og nazistarnir gerðu, að þeir sem ekki voru dæmdir fengu góðar stöður innan Adenauerstjórnarinnar, og svo sagt að þeir hafi verið strengjabrúður og bara hlýtt skipunum.
Nei, það hefði átt að gera upp kóvídtímann eins og einhver sagði.
Sumir hér með völd hafa fengið útskrift úr Dýrabæ George Orwells, eða Stórabróðursríkinu hans í 1984 kannski heldur.
Með alla stimpla og öll réttindi úr þannig samtökum.
Já, það má aldrei líta á þann einfalda sannleika hjá svona fólki að drengir hafa orðið útundan í skólakerfinu og þjóðfélaginu í heild.
Beztu kveðjur og takk fyrir innlitið.
Ingólfur Sigurðsson, 15.6.2025 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.