24.5.2025 | 18:00
Glassúrinn á kökunni hjá íhaldinu
Ég vil minna á DV frétt: "Enn tapar Sjálfstæðisflokkurinn fylgi". Könnun sýnir hann með um 19% fylgi.
Það er víst nokkuð ljóst að það hífir ekki upp fylgið að fá kvenkyns formann, Guðrúnu. Þessi frétt fjallar um Áslaugu Örnu og orðróm um að hún hafi verið slompuð á Alþingi. Það er ekki hátt risið á þessu valdamikla liði að þetta séu einu málin sem áhugi er á.
Áslaug Arna er falleg kona og ásetningurinn hjá henni er oft góður, en margt sem eftir hann liggur kannski síður úthugsað og hefur verið harðlega gagnrýnt. Ég held að dúkkulísunafnið hafi komið til vegna hennar og sumra annarra kvenkyns ráðherra af mjög yngsta taginu.
Því miður er það svo að ásýndarbreyting með lélegt innihald skilar alls ekki árangri, nema vondum árangri.
Ég hef oft haldið því fram, og ég held að það sé rétt, að Sjálfstæðisflokkurinn er karlrembuflokkur í grunninn.
Netanyahu í Ísrael, Trump í Bandaríkjunum, þarna gengur dæmið 100% upp og er trúverðugt, og harða gagnrýnin frá vinstrinu bara partur af sigrinum.
Þetta er alveg eins og með hægristjórnmál yfirleitt. Kristilegir öfgar, íhald, hörð innflytjendastefna, frelsi í markaðsmálum, lágir skattar, þetta er hægristefna, en ekki femínismi settur ofaná.
Núverandi Sjálfstæðisflokkur er hrærigrautur af mörgu, með femínískum glassúr ofaná tertunni og fólki verður óglatt af öllu saman.
Aðrar fréttir herma að Sósíalistaflokkurinn lenti í hallarbyltingu og hundahreinsun nýlega þar sem Gunnarssmáraliðið var flæmt út, og við tók hefðbundnari sósíalísk forusta.
Já, ætli Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki einmitt það sama?
![]() |
Var ekki slompuð á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.5.): 111
- Sl. sólarhring: 112
- Sl. viku: 632
- Frá upphafi: 146805
Annað
- Innlit í dag: 94
- Innlit sl. viku: 515
- Gestir í dag: 75
- IP-tölur í dag: 75
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning