23.5.2025 | 00:18
Algengar bilanir í Panasonic tækjum, þéttar sem bila
Í nytjamarkaði keypti ég notað DVD tæki. Það reyndist bilað. Það er af Panasonic gerð og ég tel mig geta lagað það, en ég nenni því ekki því ég á önnur svipuð. Þá hirði ég bara drifin, hitt fer sína leið.
Þetta er frásagnarvert því ég er að segja frá því að bæði eru svona tæki orðin dýrari í nytjamörkuðum og svo lélegri en áður. Enda voru þau flest framleidd á svipuðu árabili, 1994-2016, bæði DVD og CD er á útleið eins og VHS.
Nýlega lenti ég á Philips tæki sem einnig var bilað.
Ég býst við að ég gæti lagað þessi tæki bæði, en ég held að ég nenni því ekki.
Hér kem ég þó með viðgerðarleiðbeiningar fyrir aðra sem vilja leggja þetta á sig.
Philips tækið sýnir engin viðbrögð þegar reynt er að kveikja á því.
Við nánari skoðun komst ég að því að spennugjafinn var orðinn ónýtur inni í því, eða nánar til tekið tveir eða þrír transistorar bræddir úr sér. Það gerist annaðhvort vegna ofhitnunar, eða framleiðslugalla.
Ég mældi hvar spennufall var á milli liða.
Til þess að laga svona bilun þarf maður að kaupa nákvæmlega eins transistora. Síðan þarf maður að kunna skil á lóðningu.
Þetta eru svonefndir álagstransistorar, sem eru nálægt spennubreytum. Þeir eru stórir og miklir.
Ástæðan fyrir því að þeir bila er ofhitnun oftast.
Viftur eru hafðar nálægt þeim.
Í tilfelli þessara Philips tækja þá fara vifturnar ekki í gang nema eftir ákveðinn tíma þegar hitaskynjari skipar þeim að snúast. Stundum bila hitaskynjararnir. Stundum eru þeir rangt stilltir. Viðnám stjórna því oft við hvaða hita vifturnar ræsa sig.
Panasonic tækið er bilað á svipaðan hátt.
Þar er reyndar annað sem hægt er að kenna fólki.
Þéttar bila MJÖG oft í svona Panasonic heimilstækjum.
Það er framleiðslugalli sem hrjáir þessi annars vönduðu tæki. Þetta hrjáir alls ekki öll Panasonic tæki, en DVD spilara og slík tæki oft sem voru frameidd 2005 - 2014 um það bil.
Kveður svo rammt að þessum bilunum að oft eru seldir varahlutir á Netinu sem eru sérhannaðir, sem bila í þessum tækjum, þéttar stórir og smáir einatt.
Hvernig stendur á þessum bilunum? Hvers vegna bila þéttar?
Jú, þéttar eiga það til að missa virknina eftir 10-20 ár, en mismikið. Oft kemur það ekki að sök ef rafrásin er þannig skipulögð að gert sé ráð fyrir spennufalli innan hennar, með því að hafa nærliggjandi eindir með þessi þolmörk, að geta virkað við minnkandi spennu eða ójafnari. Það er þá gert með því að transistorar og aðrar eindir haldi fullri virkni við minnkandi spennu eða mismunandi, en þó aðeins niður fyrir ákveðið mark sem gert er ráð fyrir.
Ástæðan fyrir því að 40 ára gömul hljómtæki geta virkað fullkomlega er að þar er gert ráð fyrir þessu.
Í þessum Panasonic tækjum hefur ekki verið gætt að þessu. Það er framleiðslugalli.
Þá þarf stundum á 5-10 ára fresti að skipta um þessa þétta.
Flest tæki hafa þannig veika punkta sem góðir viðgerðarmenn þurfa að þekkja til að flýta fyrir viðgerðum.
Pioneer DVD upptökutækin eru fremur sterkbyggð. Það er helzt eitt sem mætti nefna, en það er að ryk getur safnazt í gúmmíhjólið sem snýr disknum, og auk þess er vélvirkið ekki það bezta, ískur getur komið í það.
Panasonic spilararnir eru með gúmmíhjól sem festa hörðu diskana og ver það diskana fyrir skemmdum ef jarðskjálfti verður eða ef tækin detta eða verða fyrir öðru hnjaski hjá notendum.
Þannig er þetta ekki með Pioneer tækin, og yfirleitt fæst svona tæki. Því geta þau orðið óvirk ef hörðu diskarnir skemmast vegna höggs á tækin.
Það sem verra er, mikið vandamál er að finna harða diska sem ganga í Pioneer tækin. Þeir þurfa að vera af réttri stærð og rétt forsniðnir.
Einungis tölvuforrit getur forritað diskana frá sérhæfðum þjónustuaðila Pioneer. Sum tæki taka aðeins við diskum frá ákveðnum framleiðanda og af ákveðinni stærð.
Panasonic og Philips tæki geta sjálf forsniðið allskonar diska án vandræða.
Þannig að þetta er margslungið og margvíslegt.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.5.): 21
- Sl. sólarhring: 70
- Sl. viku: 722
- Frá upphafi: 146645
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 545
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning