Undarlegir titlar á RÚV og undarleg fræði þeirra

Jón Ólafsson prófessor við heimspeki og hugvísindi í Háskólanum var titlaður sem sérfræðingur í málefnum Rússlands í Silfrinu í gær. Mér finnst til dæmis Gunnar Rögnvaldsson bloggari hér meiri sérfræðingur í málefnum Rússlands en hann. Það eina sem Jón þessi Ólafsson er sérfræðingur í hvað Rússland varðar er að Pútín sé einræðisherra og allt ranglátt sem hann segir og gerir. Jón Ólafsson húmanisti er sérfræðingur í hatri á Rússlandi og Pútín, en titlarnir sem RÚV gefur þeir eru kostuglegir.

Þessi Jón Ólafsson sem RÚV notar sem álitsgjafa er alveg dæmigerður Elítudaðrari, úr marxíska jafnaðarfasismahreyfingunni sem er mjög öflug á Vesturlöndum, (en er kennt við lýðræði, mannúð og allt það) hefur plantað sér niður í flestum skólum, og menningarmafíunni, og eyðilagt allar vinstrihreyfingar, og jafnvel hægrihreyfingar líka.

En ég skil þetta fólk. Við það er varla að sakast, heldur eigendurna. Maður fær laun fyrir að aðhyllast jafnaðarfasisma og maður fær viðurkenningu, þjóðfélagsstöðu þannig. Þannig var þetta líka í Þriðja Ríkinu, og á Stalínstímanum, Maótímanum og Francotímanum.

Þegar hann sagði að þetta væri "tími Evrópu", þá vitnaði hann í hernaðaruppbygginguna í Þýzkalandi. Rétt var það samt hjá honum að Pútín hefði tekizt að "vekja Þýzkaland", til vígvæðingar á ný.

En ég er ekki jafn viss og hann um að Evrópa verði auðveldlega það drottnandi stórveldi sem hann lét í veðri vaka.

Það eru svo margir málsmetandi menn núna, bæði í ríkisstjórninni og utan hennar, sem tala digurbarkalega um sigurgöngu Evrópu og ESB, og hvað vald Evrópu sé mikið og dýrð hennar.

Auðvitað sannleikskorn í þessu, en aðallega á þetta við um fortíðina.

Hnignun Evrópu ætti öllum að vera ljós.

Örlítil vígvæðing í Evrópu breytir ekki niðurrifi margra áratuga, allt frá 1945.

Mér fannst mjög sérkennilegt að "Jón Ólafsson sérfræðingur í Rússlandi" samkvæmt RÚV skyldi ekki segja að þetta sé "tími Rússlands", heldur "tími Evrópu".

Síðan voru þessir tveir sérfræðingar í málefnum Rússlands að segja að það væru órar í Trump að vilja viðskiptasambönd við Rússa.

Sérfræðingar á RÚV neita að viðurkenna BRICS löndin, nema sem sundurlaust bandalag. Þar er Evrópa töluð upp en BRICS samvinnan niður. Ekki alveg veruleikatengt.

 


mbl.is Segir greinilegt að Pútín vilji ekki frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 69
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 742
  • Frá upphafi: 146444

Annað

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 558
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband