Sóleyjarkvæði

var til á hljómplötu á mínu æskuheimili. Þessa hljómplötu fann ég í Góða hirðinum nýlega. Aftaná hljómplötunni eru myndir af því fjölmenni sem tók þátt í mótmælum gegn NATÓ, nokkur hundruð manns sýnist manni.

Það er mjög gott að Sólveig Anna Jónsdóttir sé að endurskilgreina vinstrið og benda á upprunalegar áherzlur og reyna að hreinsa wókið burt, sem þó er erfitt á meðan margir ríghalda sér enn í það. Kannski er hún þessi huldumey og bjargvættur sem kvæðið lýsir.

Hér er brot úr kvæðinu sem á við um okkar sofandi nútíma sem hirðir lítt um að mótmæla Bókun 35:

 

"Sóley sólufegri

situr við marinn breiða

og vill nú riddarann sinn

til vökunnar aftur neyða

að megi hann enn með ódáinssöngvum

oss ærumeiða." (Jóhannes úr Kötlum).

 

Í þessu kvæði sem var ort um 1951 eða 1952 má segja að margt sé sem eigi betur við okkar samtíma en þann kaldastríðssamtíma sem það var ort inní. Þar er fjallað um sofandahátt þjóðarinnar, gróðafíknina og að láta sér ekki annt um það sem heilagt er.

Hér er einnig snilld, hluti af kvæðinu:

 

"Eitt sinn var boðorðið eitt í landi:

eigi að víkja -

nú er öldin önnur

og önnur boðorð sem ríkja

- fyrsta boðorðið er:

að svíkja."

 

Vil ég nú aðeins leggja út af fyrra erindinu. Hægt er að dæma fólk fyrir ærumeiðingar og meiðyrði og hitt og þetta samkvæmt lýgveldisreglum okkar og jafnaðarfasískum reglum okkar, en skáldið hinsvegar setur slíkt í jákvætt ljós og telur það nauðsynlegt, þegar slíkt dugar til að gera baráttufólk úr hlýðnistjörfum skríl.

Sóley sólufegri er nokkurskonar hafmey í kvæðinu eða vættur, verndarvættur, sem vekur hugdjarfa menn og konur til ærumeiðinga og uppreisnartals, gegn sofandi menningu og kúgaðri.

Mér sýnist á myndinni aftaná plötunni að mótmælendur hafi fyllt Austurvöll, "Ísland úr NATÓ og herinn á brott."

Skömmin má ekki eyðileggja góðar hugsjónir, skömmin yfir síðustu ríkisstjórn og ömurlegum verkum hennar, en einhverjum sæmilegri.

Vinstri menn þurfa aftur að rísa upp og Sjálfstæðismenn.

Ef allt væri með felldu þá væri risin upp hér sterk mótmælaalda gegn Bókun 35, en hvort sem það mál er stórt eða lítið þá skiptir það máli, og er enn ein steinvalan í átt að inngöngunni endanlegu í ESB.

Það er hægt að telja upp þrennt sem Vinstri grænir beittu sér fyrir í samstarfi við Framsókn og Sjálfstæðisflokk:

1) Að útvíkka fóstureyðingalöggjöfina.

2) Að standa með minnihlutahópum.

3) Að berjast gegn hvalveiðum.

 

Hagur almennings var varla eða alls ekki bættur.

Þetta var óþarft, með þessum rökum:

 

1) Fóstureyðingar voru leyfðar og óþarfi að hrófla við þeirri löggjöf sem ríkti.

2) Bæði hvað varðar opin landamæri og hinseginmál má segja að gagnrýni hafi komið fram sem rétt er að taka mark á.

3) Hvalveiðar leggja ekki stofnana í hættu. Móðursýki stjórnar andstöðunni gegn hvalveiðum.

 

Vinstrimenn eru í tætlum og hægrimenn líka eftir síðustu ríkisstjórn. Þessu má líkja við skilnað hjóna og þjóðin í hlutverki barnanna. Góð hjón sem skilja halda sambandi og sínum sérkennum. Þau tala saman og reyna að efla sig að nýju. Þau jafnvel ná saman um atriði til að ala börnin betur upp.

Nú þurfa vinstrimenn og hægrimenn aftur að koma sér saman um þjóðrækni og íhald.

Já, vinstrimenn og hægrimenn þurfa að koma sér saman um að vera Á MÓTI BÓKUN 35!


mbl.is Sigríður: „Það er bara gargað og gólað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 24
  • Sl. sólarhring: 118
  • Sl. viku: 657
  • Frá upphafi: 145863

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 502
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband