14.5.2025 | 00:48
Meistarinn og tíminn, ljóð frá 15. apríl 2017.
Hann kenndi oft að kyrra stress og huga,
en kaldur tíminn gleypir vont og ljúft,
og fleira getur farið með
ef finnst þér viðmót hrjúft.
Ég minnist hans, en tíminn tekur fólkið,
og tækifærin líka, vonin deyr.
Þeir vakna og spyrja, vökva blóm,
samt visna ekki þeir.
Hann sagði:"Dragðu inn færið fyrst hún bítur",
en furðudrengir hika og skelfast snót.
Þér sýndist eins og seldist þú
en síðan komst á rót.
Ég hitti áður eina er kunni að lofa,
í augu leit hún mín og dró mig nær,
en þessi er fjarræn, fjasar hratt
og fýsnin sefur vær.
Já draumar rætast, nándin næst það leyfir,
og næstum eins og merkin gefi hún,
svo moð er hér og móða tóm
og maður fer á tún...
Fyrst andlit birtast íslenzk hún má tala,
hér ætti lostinn mér að stjórna, en samt,
einsog systir aðeins hún,
og annað jafnvel tamt...
Ó, sál mín tætt er samt að bíða og vona,
mér sýnist ljúft að hlusta á masið, fljóð.
Hvort vélin eltir viljans skyn
er varla spurning góð.
Hve ytra byrði einnar kann að laða,
en óttinn nagar fríða sál og hik.
Svo erfitt þegar atvik skín
um mér reynist vik.
Þú girnist ekki gamlar sálir kennslu,
sem gapa og blaðra um hinna reynsluverk.
En úti fannstu indælt loft
nær ástin reyndist sterk.
Svo gömul egó geta ei saman komið,
þín geðfró stúlka eirir trauðla hér.
Þú masar og ég mjakast frá,
og moldin fer að þér.
Svo transinn sýnist ýkt og útvíð kona,
svo ein sú nýtt var, horgrind, töflufrík.
Þá margir láta glepjast glatt,
því gæran skapta er lík.
Hve breyttur heimur, hæfileika skortir,
en hrokinn þeytir mörgum "rétta" braut.
Ó frægðin getur fyllt minn heim
ef fer að hunza þraut!
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Meistarinn og tíminn, ljóð frá 15. apríl 2017.
- Víða í miðbænum eru allar búðir með útlend heiti og útlent st...
- Smellibeitufréttir. 99% af eigum Bill Gates fara í Gates Foun...
- Ég var búinn að lofa mér annað en lýsti Arnari Þór sem merkil...
- Hægt og bítandi eru hneykslismálin að grafa undan ríkisstjórn...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 9
- Sl. sólarhring: 79
- Sl. viku: 684
- Frá upphafi: 145711
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 515
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning