Pútín ætti að læra að sigra með afþreyingu, rússneskri Hollywoodframleiðslu, í stað stríðsreksturs

Um Rússa má segja að þeir séu eitt mesta herveldi okkar tíma og 20. aldarinnar. Um þá þarf ekki endilega að segja margt fallegt eða gott miðað við framferði þeirra gagnvart Úkraínumönnum.

Ég stóð með Rússum í upphafi innrásarinnar 2022 af ýmsum ástæðum. Ég skildi að búið var að ögra þeim. Ég skildi að Biden feðgar og Obama stjórnin hafði átt þátt í valdaráninu 2014 og kannski hófst stríðið þá, eða undirbúningur þess. Ég hafði slíkt ógeð á femínisma að mér fannst rétt að Rússar fengju meiri áhrif, og gamaldags feðraveldiskirkjuáhrif kristileg, í gegnum rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna.

Nú er samúð mín með Rússum umþaðbil alveg þorrin. Það er ljóst að Pútín ætlar sér að ná allri Úkraínu og á sama hátt vilja Ísraelsmenn hrekja alla Gazabúa í burtu eða útrýma þeim.

Yfirgangshrottar geta stundum átt sér áhugaverðar málsbætur ef maður hefur samúð með málstað þeirra, en ógeðfelldir verða þeir að teljast.

Af vinum og dindlum Rússa hér á blogginu finnst mér einn ákafastur í stuðningi við þá, Rúnar Kristjánsson. Af skrifum hans að dæma held ég að hann sé gamall kommúnisti eða krati sem aldrei hefur þurrkað af sér þann stimpil almennilega.

Síðan eru fleiri kommar til sem styðja Rússa af gömlum vana. Einnig styðja þá nokkrir af kristilegum ástæðum, því Rússar eru fyrir þeim tákn um gömlu og góðu kirkjuna eins og hún var áður, og kristilega siðferðið fyrir sigur kvennakirkjunnar á Vesturlöndum og wóksins.

Aðdáendur Rússa sumir vilja gera hlut þeirra sem mestan í seinni heimsstyrjöldinni. Það er svo margt merkilegt við menningu Rússa að hernaðarmáttur þeirra og grimmd er kannski ekki endilega það sem þeim er helzt að hrósa fyrir.

Margt er líkt með Rússum og islömskum stríðsvélum. Þar er hernaðarhyggjan ríkjandi, eins og sést á því að Rússar fagna sigri sínum í seinni heimsstyrjöldinni alveg sérstaklega með hátíðahöldum. 

Alvöru stríð eru háð af illri nauðsyn. Að fagna þeim og kalla sigurhátíðir er tvíeggjað sverð, það æsir til frekari stríða, þegar stríð eru upphafin sem hetjudáðir og eitthvað sem beri að keppa að hvað sem það kostar.

Rúnar Kristjánsson sem gefur sig út fyrir að vera mikill kærleiksflytjandi og friðarsinni fellur þó í þá gryfju að lýsa aðdáun sinni á Rússum og sögu þeirra þrátt fyrir að hún sé eins blóðug og ljóst er, ekki sízt núna þessi allra síðustu ár, í Úkraínustríðinu.

Maður er alveg hættur að treysta Pútín. Hans vopnahlé eru lygavopnahlé til að rugla í ríminu.

Eitt sinn las ég viðtal við Pútín í Morgunblaðinu, eða Fréttablaðinu. Það gæti hafa verið 2005 eða um það leyti. Þá sagði hann að Gandhi væri ein af fyrirmyndum sínum.

Gandhi náði sínu fram með mótmælum og hungurverkföllum, með algjörlega friðsamlegum hætti. Pútín gæti lært margt af honum enn.


mbl.is Drónaárásir trufla sigurhátíð Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þú ert haldinn alvarlegum misskilningi eins og fleiri, félagi.
Eins og þú sennilega veist þá er tilurð þessa stríðs 100% NATO ríkjunum að kenna.
Allir innan NATO vissu strax 2008 að NATO aðild Úkrainu þýddi stríð.
Valdaránin tvö 2002 0g 2014 voru gerð til að koma Nasistum í áhrifastöður þannig að þetta stríð gæti hafist.

Það er ekkert meiri hernaðarhyggja í Rússlandi en gengur og gerist meðal annarrra stórvelda nema síður sé.
Til dæmis komast þeir ekki með tærnar þar sem Bretar og Bandaríkjamenn hafa hælana.
Þeir hafa hinsvegar töluvert stórann her ,enda með lang lengstu landamæri í heimi. 
Rússar eru varnasinnaðir og flestar stórstyrjaldir sem þeir hafa tekið þátt í hafa farið fram innan landamæra Rússlands. Það ætti að segja eitthvað. 
Úkrainustríðið er líka varnarstríð vegna þess að blóðugasta herveldi samtímans ætlaði að koma fyrir kjarnorkuflaugum nánast inn í kartöflugarðinum í Kreml. Rússar geta að sjálfsögðu ekki unað þvi.
Vert er að hafa í huga að Putin  reyndi ítrekað að semja um málið ,nokkrum sinnum áður en étök brutust út og einu sinni eftir að þau brutust út. Skilmálr hans voru afar réttlátir svo ekki sé meira sagt.
NATO vildi hinsvegar ekki semja. Þeir vildu stríð. Og nú höfum við fengið stríðið sem ráðaamenn okkar óskuðu eftir en afleiðingarnar eru að venju ekki mjög hagstæðar fyrir Evrópu.

Nú er NATO að tapa stríðinu og vill vopnahlé. Þeir vilja ekki friðarsamninga heldur vopnahlé. Það er alls ekki sami hluturinn.
Bandaríkin og Evrópa neita algerlega að ræða friðsamlega lausn málsins. Þaðan hefur engin tillaga komið um slíkt
Vopnahlé er bara aðferð til að vinna tíma til að endurreysa Úkrainska herinn svo hann geti haldi stríðinu áfram fyrir hönd NATO.
Nákvæmlega eins og Minsk eitt og tvö var aðferð til að bjarga Úkrainska hernum frá tortímingu og vinna tíma til að gera hann bardagafærann að nýju.
Þetta vilja Rússar að sjálfsögðu ekki. Þeir vilja semja um frið og framtíðarfyrirkomulag öryggismála í Evrópu.
Rússar munu halda áfram að berjast þangað til NATO sýnir friðarvilja.

Ég get ekki séð að Rússar vilji leggja undir sig alla Úkrainu,enda er hún skítabæli dauðans.
Þeir ætluðu að taka Donbass og í ljósi síðustu atburða taka þeir væntaanlega Odessa og Nikolaiev.
Það sem þeir vilja er Úkraina utan NATO,her Úkrainu verði minnkaður niður í 80 þúsund manns og að áhrif Nasista verði afmáð í Úkrainska stjórnkerfinu og hernum.
Allt eru þetta hógværar og skynsamlegar kröfur og koma öllum til góða. Nema  Nasistum og Neokonum auðvitað.


Varðandi níunda maí
Þú skilur greinilega ekki hvað níundi maí gengur út á.
Skilaboðin eru ekki :við erum með ógeðslega stórann her og við ætlum að drottna yfir heiminum.
Skilaboðin eru : Við erum með ógeðslega stórann her og þið ættuð ekki að ráðast á okkur.
Þetta er ekki hernaðarhyggja.
Skilaboð Bandarríkjanna eru hinsvega :við erum með ógeðslega stórann her og við eigum að ráða yfir heiminum af þvi við erum "exeptional nation" "We are the becon of democracy"
Það er hernaðarhyggja og í raun einskonar rasismi.
Síðari heimstyrjöldin er sennilega stærsti atburður í sögu mannkyns. Þetta stríð fór að mestu fram innan landamæra Sovétríkjanna. Sovétmenn unnu stríðið gegn Nasismanun nánast einhendis þó að mörgum reynist erfitt að viðurkenna það.
Fyrstu fjögur ár stríðsins var mannfall Þjóðverja 93% af hendi Rauða hersins.
Bandaríkin ,Bretar og fleiri þjóðir tóku svo virkann þátt í stríðinu síðustu þrettán mánuðina ,en  þrátt fyrir það var mannfall Þjóðverja um 75% af hendi Rauða hersins á því tímabili.
Þegar Þýskir hermenn voru  sendir til vesturvígstöðvanna þá töluðu þeir gjarnan um að þeir væru að far í sumarfrí.
Um þetta eru ritaðar heimildir.
Annar þáttur í 9. mai er sorgin.Fólk er að minnast þeirra sem féllu.
Ég á vin í litlu þorpi í Síberíu sem sendir mér myndir af  minningarathöfn um þorpsbúa sem féllu í stríðinu.
Þessi minningarathöfn fer fram við minnisvarða sem ber nöfn allra þeirra sem féllu.
Í sumum tilfellum er sama fjölskildunafnið upp í fimm sinnum.
Allir þorpsbúar eiga ættingja sem lét lífið,sumir marga.Þetta er ekker fjarlægt fólk. Faðir,afi eða í einstka tilfelli bróðir.
Það er ekkert skrýtið að þessu fólki séu þessir atburðir hugleiknir. 
Það er ekki ríkið sem á þessar minningar. Það er fólkið sjálft.
Það sem mér finnst kannski merkilegast er að þetta fólk hatar ekki þjóðverja eða talar illa um þá.
Þeir eru einfaldlega að syrgja ástvini.

Eins og eðlilegt er þá er til  mikið af söngvum og ljóðum um þessa atburði.
Það heyrir til undantekningatilfella að innihald  þessara ljóða eða söngva sé   "Sástu hvernig  ég tók hann"
Þessi ljóð eru nánast alltaf um þjáninguna og sorgina.
Rússar eru ekki stríðsóð þjóð.
Þetta er að öllum líkindum mesta menningarþjóð Evópu. Þar er gríðarlega fjölskrúðug menning,enda ekki skrýtið þar sem Rússland samanstendur af meira en 100 þjóðum sem mjög margar halda einkennum sínum

Borgþór Jónsson, 9.5.2025 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 41
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 739
  • Frá upphafi: 145156

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 448
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband