Útúr karlaskel, ljóð frá 9. júní 1995.

Draumarnir daga,

detta inn og meira vil.

Dýrð mun þó draga,

duflandi við...

Alltof mikið eflaust skil,

er það málið nú?

Komin kærri trú?

Körlum hentar þú.

Það er gott að lofa af lyst,

löngum varstu kysst.

Finn ég núna frið,

fráleitt annan vil ég sið.

 

Því er hún þetta,

þannig bíð og nærri dvel.

Skáeyga skvetta,

skilningur vex...

Komdu útúr karlaskel

konan segir blíð,

furðulega fríð,

finnum góða brú.

Ella þig ég elska nú,

er það manna trú.

Ertu annars hex?

ekki viltu bara sex.

 

Nóg er að nota

næstum túnið, bjóða heim.

Rýjurnar rota,

ræflana þó...

Er ég bara uppí þeim?

æ, ég hlýði þér.

Blíð og svona ber,

barmafríð og sver.

Ekki vil ég efast neitt,

elska bara heitt.

Segja sumir nóg?

Samt er hérna meiri ró.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað meina þau með píluna sem ýti nú á.

Helga Kristjánsdóttir, 5.5.2025 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 81
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 992
  • Frá upphafi: 144715

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 685
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband