Hæfileikar einstaklinga. Að læra af einum meistara getur verið dýrmætara en að taka upp erlenda reglugerð

Selfyssingurinn Magnús Hlynur á Stöð 2 flytur mannlegri fréttir en aðrir og af meira sjálfstæði, þær eru allskonar um menningu og fólk sem fer framhjá öðrum.

Af öllum hans fréttum stendur ein uppúr, hann talaði við gamlan mann í vetur sem byggt hefur og hannað mörg hús en er nú seztur í helgan stein, en það sem er sérstakt við þessi hús er að mygla hefur aldrei farið í þau.

Fréttin birtist 16. apríl og finnst á Vísi. "Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi".

"Húsin þurfa að anda eins og mannfólkið", segir 93 ára byggingameistari á Selfossi, sem hefur byggt um tvö hundruð hús í bæjarfélaginu en mygla hefur aldrei greinst í þeim húsum."

Sigfús Kristinsson heitir þessi merkilegi byggingameistari.

Um rakaskemmdir segir hann:

"Það verður það svo lengi, sem þeir breyta ekki bygginaaðferðinni. Út með þetta helvítis plast því það lokar algjörlega rakann inni."

Um betri hús fyrri tíma segir hann:

"Það var bara allt annað vinnulag og timbrið var líka mikið, mikið betra þá en núna. Það var svo þétt vaxið, nú er það svo glúft og lélegt og drekkur í sig vatn."

Nú segir Þórunn Sigurðardóttir hjá HMS að hert eftirlit verði með byggingum, fleiri reglugerðir sennilega og harðari. En mun það duga? Um það má efast.

Við höfum glatað kannski því dýrmætasta í kommúnisma okkar daga sem við köllum lýðræði og jöfnuð. Í stórum kerfum fara hæfileikar forgörðum og hæfileikaleysi er upphafið til skýjanna sem mikil dýrð og dyggð.

Áður fyrr voru hæfileikar mikils metnir.

Hversvegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn tapað stærð sinni og forystu í landsmálum? Getur verið að búið sé að henda út upprunalegu stefnunni þar?


mbl.is Boðar hert eftirlit með byggingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Málið er, með húsin, að hér áður var Byggingameisturum, treyst til að byggja hús án reglugerða, og það var merking hugtaksins, Byggingameistari.

Því lofa ég að finna má fleiri menn en þennan sem getur sagt svipaða sögu með svipuðum árangri, og þetta gildir um alla Evrópu og Bandaríkin.

Það er sálarlaus kommunisminn og reglugerðafýsnin sem drepur menninguna og að lokum innfellur siðmenning undna eigin þúnga.

Guðjón E. Hreinberg, 4.5.2025 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 90
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 1002
  • Frá upphafi: 144615

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 695
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband