Leiðbeiningar fyrir fólk sem vill gera við hljómtækin sín sjálft

Ég sá kassettutæki til sölu í Góða hirðinum, og sá atriði sem gæti þurft að laga. Ég vildi skrifa þennan pistil sem leiðbeiningar fyrir allt það fólk sem gæti lagað slík tæki sjálft, þar sem erfitt er að fá viðgerð fyrir þetta, sem orðið er svona gamalt og fáir hafa reynslu eða varahluti.

Mig skortir ekki þessi segulbandstæki, en ég hef langa reynslu af því að gera við þau fyrir vini og kunningja og mig sjálfan.

Þannig að ef fólk er með svona biluð tæki þá má spyrja þessara spurninga:

A) Fer ekkert í gang? Heyrist ekkert?

B) Brakar í tökkum eða heyrist bara stundum?

C) Heyrist í öðrum hátalaranum og ekki hinum?

D) Krumpast spólur í segulbandstækjum?

E) Hreyfist ekki spólan en heyrist urg?

F) Spilar plötuspilarinn ekki á réttum hraða?

 

Ef ekkert heyrist og ef ekkert fer í gang, þá er algengast að snúrur séu bilaðar, eða þá takkinn sem kveikir á tækinu. Mikið slit kemst í þessa takka eftir mikla notkun.

Ef maður þekkir engan sem gerir við svona tæki og verkstæði taka ekki við tækinu getur maður oft lagað þetta sjálfur.

Maður þarf að finna heitið á tækinu og athuga hvort teikningar eru á netinu eða leiðbeiningar á Youtube. Ef svo er ekki getur maður oft lagað samt tækin sjálfur.

Maður þarf að athuga með sambandsleysi allsstaðar, slit í tökkum.

Hægt er að finna samskonar takka í mörgum tilfellum og eru bilaðir. Ef ekki eru til teikningar eða leiðbeiningar er hægt að finna sama hlutinn eftir útliti.

Ef ekki er hægt að "mixa", með borvél, skrúfum og slíku. Útlit tækjanna skiptir ekki öllu heldur virknin. Maður finnur eitthvað svipað sem virkar og hefst handa.

Afi kenndi mér að lítil takmörk eru á því hvað hægt er að laga. Maður finnur varahluti sem virka eins eða svipað, og málið er leyst með smá vinnu og lagni. Þó geta þetta ekki allir því sumir eru klaufalegir og hafa ekki næga þjálfun. Maður þarf einnig að hafa aðgang að skrúfstykki og slíku til að halda öllu föstu.

Ef það brakar í tökkum er nóg að sprauta hreinsiefni í rifuna sem er á þeim, og nær inní kolefnisviðnámið sem býr til kvarðann sem ræður hljóðstyrk eða öðru.

Í sumum tilfellum þarf alveg að skipta um takka, ef þeir eru mjög slitnir. Þá þarf varahluti. Ýmislegt er til af varahlutum ef vel er leitað.

Þegar ekki heyrist í báðum hátölurum er oft tenging farin úr sambandi. Maður þarf að hafa mæli til að mæla hvort einhversstaðar sé straumrof í rafrásinni.

Einnig getur það verið slit í tökkum.

Spólur sem krumpast í segulbandstækjum er algengt vandamál.

Þegar litið er niður í opið hólfið sem spólan er sett í blasa við tvö drifhjól, eitt gúmmíhjól, einn tónhaus og einn útþurrkunarhaus. Tónhausinn er allur úr málmi en útþurrkunarhausinn úr plasti, þannig má þekkja þá í sundur.

Spólur krumpast oft vegna þess að gúmmíhjólið er orðið óhreint og mettað af efnum sem koma úr tónbandinu, járnoxíði margskonar eftir innihaldinu í tónbandinu.

Þá þarf að opna gangverkið og skipta um gúmmíhjólið. Það er fest á málmhlut, og gengur um öxul mjög mjóan. Þennan öxul er hægt að reka út með því að þrýsta á hann öðrum megin, með skrúfjárni eða öðru og kannski þarf létt hamarshögg að auki ef þetta er mjög fast.

Að því loknu dettur gúmmíhjólið af. Passið að týna engu.

Samskonar gúmmíhjól er hægt að kaupa, á Netinu, Miðbæjarradíó seldi þetta og var með á lager, en þeir hættu rekstri í Kófinu 2020, því miður, eins og svo margir.

Ef spólan hreyfist ekki og urg heyrist þá er yfirleitt reimin slitin frá mótor og að málmhjólum eða plasthjólum sem hjálpa til við að drífa gangverkið áfram. Stundum þarf að gizka á rétta stærð, ef reimin er orðin að gúmmíleðju, eða ekki hægt að mæla hana.

Hægt er að kaupa svona reimar í settum, og þá þarf maður að prófa sig áfram, eina eftir aðra.

Ekki mega reimar vera of stífar. Það eyðileggur legurnar í mótornum og tækið gengur oft hægt vegna álagsins.

Ekki mega reimar vera of lausar. Þá verður hljómur falskur.

Þolinmæði og lagni þarf því í þetta verk og þekkingu sem kemur með tímanum.

Ef plötuspilarinn spilar ekki á réttum hraða er það oft nóg að sprauta hreinsiefni í hraðastillinn, eða setja í reim af réttri stærð, eða stilla með stilliskrúfum sem finnast inni í tækinu.

Mest af þessu hef ég lært í sjálfsnámi.

Þótt mikið sé af upplýsingum á Netinu, þá eru svona einfaldar grunnupplýsingar fyrir byrjendur ekki á lausu endilega á íslenzku.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég var lengi að hugsa mér að biðja fjölskyldu vin að krukka í gamalt dót,en sé að hann er að  taka upp og sýna skemmtileg efni t,d.Eddu Björgvins. Greinilega fullt að gera hjá þeim hjónum.  

Helga Kristjánsdóttir, 3.5.2025 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 35
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 924
  • Frá upphafi: 144452

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 675
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband