Nútíð "Made in China.". Fortíð "Made in Iceland."

Perlur kvikmyndasafnsins - atvinnuhættir, var góður þáttur í gær á RÚV. Þar voru sýndar gamlar kvikmyndir frá fyrri hluta 20. aldarinnar og eitthvað fram yfir miðja 20. öldina af atvinnuháttum sem þekkjast ekki lengur.

Það var unaðslegt að horfa á þennan þátt. Minningarnar um Digró, heimilið hjá afa og ömmu vöknuðu ljóslifandi á ný.

Þegar ég sá konurnar vinna við rokkana við ullarvinnuna þá rifjuðust upp sögurnar frá Hrauni og Stóru Ávík, um dyggðugu mæðurnar, sem voru svo elskaðar.

En svo var sýnt stutt myndbrot sem tekið var í eldsmiðju, málmsmíði, afli, hamar og steðji, þannig var þetta hjá afa. Eldsmiðjan var áföst verkstæðinu hans afa að Digranesheiði 8, og hafði verið reist 1955, þegar nauðsynlegt var að vinna málminn með þessum hætti, en ekki raforku meira og minna. Þannig að þegar ég sá þetta myndbrot frá Sigurjóni í Hvammi frá 20. öldinni, þá fannst mér þetta næstum nákvæmlega eins og hjá afa.

Merkilegt myndefni hefði verið hægt að taka upp á verkstæðinu hans afa í gegnum tíðina, en það var ekki gert, nema það sem ég sjálfur tók upp rétt áður en allt var rifið, því miður. Þá var hann látinn og hætt að nota eldsmiðjuna, búið að endurinnrétta hana á nútímalegri máta, en það hafði verið gert 1990 til 2000 að allmestu leyti.

Ég man eftir gluggunum á loftinu, sem afi notaði sem verkstæði, það var í raun efri hæð hússins og hefði verið hægt að innrétta fyrir fólk að búa í, en þarna var notalegt verkstæði fyrir afa.

Þar sá maður yfir Kópavoginn og svo til Hafnarfjarðar langleiðina og á fjöll í kring og enn lengra. Maður sá yfir Smáralindina og til Reykjavíkur allnokkuð, þar sem brekkan skyggði ekki á.

En eiginlega allt við þennan þátt úr Kvikmyndasafni Íslands fannst mér kunnuglegt, tunnurnar, afi notaði oft tunnur, og hestarnir, sem mér var sagt frá í sveitinni, en kom ekki þangað sjálfur.

Svo voru það hreyfingarnar í fólkinu. Engin leti heldur sterkleg tök og hröð vinnuhandtök. Þetta hafði ég fyrir skilningarvitunum stóran hluta ævinnar.

Eða bækur með reikningum og viðskiptaupplýsingum en ekki tölvur, yndislegt að rifja þetta upp!

Afi þekkti forstjórann í ORA verksmiðjunni í Kópavogi. Hann var viðskiptavinur. Frændi okkar var einn af forstjórunum í OPAL sælgætisgerðinni.

Það voru gamlir menn sem vildu gera verkstæðið hans afa að safni. Það voru hinsvegar ungar konur held ég sem höfnuðu þeirri hugmynd og sem höfðu völd hjá bænum.

Þannig er nú það. Fortíðin er þurrkuð út. Í staðinn kemur nútíð sem er "Made in China."


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 57
  • Sl. sólarhring: 142
  • Sl. viku: 926
  • Frá upphafi: 144380

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 663
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband