2.5.2025 | 01:04
Fréttin um hópnauðgun á 16 ára stúlku um páskana er dregin í efa, en hvar er nú slagorðið um að "trúa alltaf þolendum"?
Á Fésbókarstreymi í dag sá ég að Margrét Friðriksdóttir á Fréttinni birti upplýsingar um heimildirnar fyrir fréttunum um nauðgunina á 16 ára stúlkunni um páskana sem hælisleitendur eru sakaðir um, sem sumir efast um, en í ljós kemur (maður hlýtur að trúa skjáskotinu sem hún sýndi og opinberaði) að fólkið var beitt hótunum og þrýstingi af gerendum og aðstandendum þeirra. Það skýrir þá hversvegna málið er ekki til hjá lögreglu.
Ýmsir hafa hag að því að efast um réttmæti svona frétta og kasta rýrð á Margréti. Það eru pólitískir andstæðingar og aðrir óvinir.
En það má spyrja sig, hvar er nú slagorð vinstrimanna um að "trúa þolendum alltaf?"
Ef það hentar ekki að bendla útlenda aðila við þetta, þá er reynt að gera lítið úr því?
Hægt er að lesa um það í Heimildinni og á DV að þar er reynt að draga þetta mjög í efa og kalla þetta falsfrétt hjá Margréti.
Vissulega má taka undir það að ein Fésbókarfærsla frá meintum þolenda er ekki traust sönnun, ef málið er ekki opinbert á borði yfirvaldanna. En það er þá allt í einu lítil samúð með þolendum ofbeldis af þessu tagi, sem þetta sama fólk hefur fjallað mest um, ef gerendur hafa verið íslenzkir og karlkyns.
Umfjöllun Fréttarinnar er til skoðunar hjá Fjölmiðlanefnd. Eru þar hlutlausir rannsakendur? Til eru þeir sem efast um það, ég hef lesið pistla eftir marga sem efast um hlutleysi blaðamanna á þessu landi.
Stærstur hluti íslenzkra fjölmiðlamanna þekkist og er úr sama vinahópnum, og deilir svipuðum stjórnmálaskoðunum, sem flokkast til vinstri frekar en hægri. Þar er Margrét Friðriksdóttir ein fárra að berjast gegn ofureflinu.
Lýsingarnar á því sem átti að hafa gerzt þær eru bara mjög svipaðar eins og maður hefur lesið um önnur svona mál. Það þykir mér heldur ótrúlegt ef þetta á að vera uppspuni, en allt getur svosem gerzt og er ekki ómögulegt, en ég vil frekar trúa þolendum, hér að minnsta kosti.
Þegar ég reyni að komast inná Frettin.is þá lendi ég í því að hjól snýst að eilífu þegar reynt er að athuga hvort ég sé vélmenni eða mennskur!!!
Er þetta ein af aðferðunum til að eyðileggja fyrir fréttaveitum eins og Fréttinni, að senda róbóta til að þyngja vefslóðina? Það myndi þá flokkast sem tölvuárás á Fréttina!!!
Það er hágrætilegt að svona mál skuli verða hápólitísk, þegar fólk leitar réttar síns.
Ísland er ekki eins gott þjóðfélag og það var fyrir nokkrum árum eða áratugum.
Að grafa sig í sandinn, það þýðir ekkert.
Allir geta verið vissir um það með 100% vissu að allt svona er pólititískt, hverjir eru gerðir sekir og hverjir ekki, og hverjir eru grunaðir og hverjir ekki.
Það eru aðilar sem hafa hag af því að blása svona upp á báða bóga, eða efast, allt eftir því hverjir eru grunaðir.
Þessi orð mín eru hlutlaus, þótt ég taki afstöðu hér að ofan til fréttarinnar yfirleitt sem ég er að fjalla um. Að atburðir séu ýktir og faldir af mismunandi pólitískum öflum, það er staðreynd, því þannig virkar bara pólitíkin og það vita allir eldri en tvævetur.
Ef í raun og veru fréttir eru þaggaðar niður, á hvaða stað erum við þá komin í þessu þjóðfélagi?
En ég verð að leyfa mér að efast eins og aðrir, fyrst margir telja þetta falsfrétt hjá Margréti og Fréttinni, en það finnst mér heldur ótrúlegt samt.
![]() |
Konur fremstar í göngunni og flytja öll ávörp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 56
- Sl. sólarhring: 145
- Sl. viku: 925
- Frá upphafi: 144379
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 662
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning