1.5.2025 | 01:38
Bogi skilaði góðu ævistarfi á RÚV og hann var aufúsugestur
Sem betur fer er heimurinn breyttur og RÚV ekki eina sjónvarpsstöðin lengur. Sem betur fer höfum við Netið og samfélagsmiðlana og allskonar veitur til að gera fólk upplýstara. Bogi Ágústsson er viðkunnanlegur maður, en nú er hann risaeðla.
Tal hans um að þeir sem ekki eru sammála honum séu með falsfréttir er nú bara eins og hvert annað bergmálshellablaður sem ekki er rétt að taka trúanlegt.
Hann er Reuters-trúaður en sífellt færri held ég að séu þannig.
En mér þykir vænt um RÚV og mér finnst þau gera sumt vel og annað miður vel. RÚV er eina stöðin sem mun lifa af, ef allt fer á versta veg. Þá þarf hún að verða góð eins og hún var, og ekki bara fyrir vinstrisinnaða Íslendinga.
![]() |
Hægt að veðja á hvert síðasta orð Boga verður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.5.): 44
- Sl. sólarhring: 94
- Sl. viku: 802
- Frá upphafi: 146542
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 595
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan dag. RÚV myndi ekki lifa af einn dag í frjálsri samkeppni. Þú ert að tala um gamla RÚv....
Birgir Loftsson, 1.5.2025 kl. 10:36
Já ég er að tala um gamla RÚV að mestu, en það glittir í það stundum. Vil reyna að vera jákvæður og ekki alltaf nöldra.
Ingólfur Sigurðsson, 1.5.2025 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.