"Kaos" á leigubílamarkaði, sagði María Rut í Kastljósi

Það var áhrifamikið að heyra Maríu Rut Kristinsdóttur nota orðið "kaos" um leigubílamarkaðinn í Kastljósi í gær, því allan tímann reyndi hún að kaffæra Þorstein Sæmundsson andmælanda sinn úr Miðflokknum í wók orðræðu og rökum um jöfnuð og mannúð og að láta ekki uppruna brotamanna getið. María Rut Kristinsdóttir, sem talaði við Þorstein í Kastljósinu skrifar mjög beitta wók-pistla reglulega í DV, og heldur þar uppi vörnum fyrir mannréttindi og mannúð í breiðum skilningi, og finnst sumum þar vera öfgar en öðrum ekki. Þannig að manni finnst þetta áhugaverð uppstilling, að fá hana og Þorstein Sæmundsson til að deila, en hann er rótgróinn Miðflokksmaður, og þeir eru með því íhaldssamasta sem er til á þessu landi okkar.

Þó mátti sjá glitta í efann hjá henni og ósigursmerki wók-stefnunnar, einnig hér á Íslandi, einsog þegar hún notaði orðið "kaos" um leigubílamarkaðinn eftir breytingarnar frá 2023 illræmdu og óvinsælu, sem nú er reynt að vinda ofanaf, sem betur fer.

En María þessi Rut hefur verið áberandi í hinseginumræðunni ásamt eiginkonu sinni Ingileif Friðriksdóttur, en sú síðarnefnda bjó til þætti um hinseginleikann, held ég fyrir RÚV frekar en Stöð 2, en allavega, þær eru áberandi í þjóðfélaginu og önnur komin í pólitíkina, ef ekki báðar.

Hvort sem fólk ákveður að fara inní þennan lífsstíl sjálft eða að þessar hneigðir eru því meðfæddar þá leiðir það af sjálfu sér að flokkar eins og Viðreisn hljóta að vera þeirra heimavígstöðvar frekar en Framsókn, Sjálfstæðisflokkur eða aðrir íhaldsflokkar.

Þannig að maður hlustar með nokkurri athygli hvað þetta mjög svo frjálslynda fólk segir, og áhugavert er þegar maður heyrir að sannfæringin um þessi mál getur stundum verið brothætt. Sérstaklega þegar sumir hrúga öllu á sama vagninn, samúð með útlendingum, opin landamæri, hinseginmál, kynhlutlaust mál, og fleira og fleira.

Aumingja Katrín og Vinstri grænir reyndu að draga wók vagninn í síðustu ríkisstjórn, sem var mikil óheillaríkisstjórn, fyrir alla flokkana sem að henni stóðu og fólkið í landinu líka. Vinstri grænir voru á sjálfseyðileggingarför, og eyðileggingarför almennri eins og nú er vitað og viðurkennt, eftir síðustu kosningar, þegar VG þurrkaðist nánast alveg út.

Sjálfsblekking fór saman við fjölblekkingar og alþjóðablekkingar wókmúgæsingarinnar á síðasta kjörtímabili.

Jóhannes Ragnarsson lýsir þessu mjög vel, sem hefur bloggað fyndna og merkilega pistla, að Vinstri grænir hafi frá upphafi verið vonlaus flokkur, vegna femínismans sem reið honum á slig frá upphafi. Hann vill fá ekta gamaldags kommúnistaflokk í staðinn, eða sósíalistaflokk. Já, ég er sammála honum. Þannig stéttabarátta er heiðarleg og hrein, ómenguð og á rétt á sér.

En þótt núna sé reynt að byrja á að vinda ofanaf hryllilegum verkum síðustu stjórnar á sumum sviðum, þá er eftir að koma hvalveiðum í gott gengi og herða reglur um fóstureyðingar á ný og margt fleira misjafnt sem Katrínarstjórnin skildi eftir sig.

En bæði það sem María Rut sagði og svo einnig Þorsteinn og einnig þáttastjórnandinn, þá sannfærðist maður um það að ekki eru það ýkjur sem Geir Ágústsson hefur verið að blogga um, að hópnauðgunarfaraldur sé kominn á Íslandi. Manni skildist af því sem kom fram í Kastljósþættinum að leigubílstjórar án ökuréttinda hefðu nauðgað farþegum, en maður undrast að slíkt hafi ekki orðið að forsíðufréttum í öllum fjölmiðlum!

Notað var orðalagið að bílstjórar hefðu "ráðizt á" farþega, eitthvað slíkt felst í því orðalagi eins og nauðgun, því einnig var talað um að þeir hefðu áreitt farþegana og oftar.

Enda fer maður þá að skilja hversvegna konur eru að biðja um íslenzka bílstjóra og kvenkyns bílstjóra og vilja ekki sitja í bíl með hverjum sem er. Fyrst fannst mér það bera keim af einhverju karlahatri, að þær vildu ekki karlkyns bílstjóra, en ég skil að það sé réttlætanlegt ef um nauðganir hefur verið að ræða af hendi bílstjóranna, eða eitthvað sem nálgast slíkt.

En þetta hefur farið furðulega hljótt og ekki komið í fjölmiðla fyrr en nú. Ríkir einhver þöggun í fjölmiðlum um þetta? Er það í samræmi við að þjóðerni afbrotamanna er yfirleitt aldrei gefið upp, fyrr en seint og um síðir?

Þótt reynt verði að bæta fyrir mistökin með ömurlegri lagabreytingu fyrir tveimur árum þá er ég anzi hræddur um að seint eða aldrei muni þetta verða tekið til baka að öllu leyti.

Fólk hefur í sér kynslóðaminni. Kjaftasögur fara á kreik. Hegðun fólks breytist. Fólk sem hafði ekki í sér útlendingaandúð eða kynþáttahatur getur farið að finna fyrir slíkum tilfinningum eftir annaðhvort kjaftasögur sem það heyrir miður skemmtilegar eða lífsreynslu frá eigin hendi, samkvæmt þessum lýsingum í Kastljósi í gær.

Já, Katrínarstjórnin kastar löngum skugga, ekki er hægt að segja annað. Ekki nóg með að hún hafi grafið sína eigin gröf, heldur stuðningskvenda og stuðningsmanna sinna einnig og af miklum dugnaði.

Sum verk síðustu stjórnar sem þarf að afturkalla leiða til ófrægingar á mannréttindum og mannréttindamálum almennt virðist manni. Því er vandratað meðalhófið, eins og löngum hefur verið sagt.


mbl.is „Meðan á þessu fer fram er enn yppt öxlum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 53
  • Sl. sólarhring: 121
  • Sl. viku: 712
  • Frá upphafi: 143864

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 527
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband