"Í upphafi var Kaos." "Í upphafi var Esus." "Í upphafi var Ginnungagap".

"Í upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð; það var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og án þess varð ekkert til, sem til er orðið. Í því var líf, og lífið var ljós mannanna: og ljósið skín í myrkinu, og myrkrið hefir ekki tekið á móti því."

Þetta er upphaf Jóhannesarguðspjalls í Biblíunni, í útgáfunni frá 1968, sem ég á.

Þeir félagarnir Magnús og Guðjón hafa vakið áhuga minn á þessari tilvitnun enn frekar en þann áhuga sem ég hafði fyrir.

Hér eru athugasemdir sem geta útskýrt mínar skoðanir:

Ég er mjög sammála þessum pistli, hann er skrifaður af mikilli vizku. Ég trúi heldur ekki á tilviljunina. Dr. Helgi Pjeturss nefndi guð "hinn mikla verund" og "hinn mikla verðund", það er hugmyndin um að skaparinn hafi fórnað sér fyrir sköpunarverkið, að Guð felist í efni og anda samhliða og komi fram á mjög löngum tíma. Eftir margar kollsteypur eins og við verðum vitni að hér í okkar lífi.

Guð er því bæði ófullkominn og fullkominn samkvæmt þessu.

Ennfremur geri ég mér vel grein fyrir göllunum á kenningunni um manngert loftslag.

Árni Waag heitinn gekk aldrei svo langt að tala um manngert loftslag, hann kenndi mér um 1980. Hann talaði um áhrif mannsins á loftslagið.

Það eru mjög mörg atriði sem hafa áhrif á loftslagið, eins og uppgufun úr freðmýrum, eldfjöll, loftsteinahröp (þótt sjaldgæf séu), gróðureldar, maðurinn... vafalaust miklu fleira.

Í fortíðinni áttu sér kollsteypur á veðurfari. Ekki vitum við til þess að hámenning hafi þá ríkt og átt sök á því.

Nei, hvort sem maður er alveg sammála Biblíubeltinu eða ekki í Bandaríkjunum þá er þar fólk á nokkuð réttri leið. Fínstilltar tilviljanir í tuga eða hundraðatali gera okkur kleift að lifa á þessari jörð.

Enn fremur annað:

Öll atriðin sem hefði getað valdið heimsendi þau eru of mörg til að hægt sé að flokka þau sem tilviljanir. Verndandi kraftur eða guð kannski.

En allavega: Ég tel líklegt að jörðin sé tilraunastofa, við séum eins og rottur í búri sem gert er tilraunir á.

Ég stenzt ekki mátið að bæta hér við.

Af öllu í Biblíunni er varla hægt að finna grískari eða heimspekilegri texta en það sem Magnús vitnaði í "Orðið var guð..." osfv.

Logos getur þýtt lögmál, orð, fyrirætlun, skipulag, uppröðun, skynsemi (reason).

Aristóteles notaði það í vísindalegum tilgangi, í merkingunni ástæða.

Grísku heimsspekingarnir notuðu það til að tákna samræðu, rökræðu, til að komast að niðurstöðu.

Það var tengt rökræðu strax í upphafi.

Þessi setning á að merkja að Jesús Kristur hafi verið til frá upphafi og verið guð frá upphafi. Það er samt guðfræði, það er að segja túlkun á þessum orðum með sértækum hætti.

Ég er nokkuð viss um að svona texti á sér heiðinn uppruna, en ég finn það ekki á netinu. Það er sennilega eitt af því sem var viljandi eyðilagt, frumtextinn heiðni og upphaflega samhengið.

"And the word was a god" vilja sumir þýða þetta á ensku. Á íslenzku er það"Og orðið var einhver guð".

En þegar ég fór að skrifa pistilinn um orð Maríu Rutar í Kastljósi um "kaos" á leigubílamarkaði, þá fór að rifjast ýmislegt upp um tengslin á milli Esusar og Jesúsar Krists.

Esus er talinn Kaos og Ginnungagap.

Orðin í upphafi Jóhannesarguðspjalls virðast því hafa verið skrifuð um Esus en ekki Jesúm Krist. Þá hef ég fundið guðinn heiðna sem þetta var skrifað um.

En Esus er einnig talinn svipaður og Baldur og Ósíris, sólarguð og kornguð. Það útskýrir enn frekar um "líf og ljós mannanna", hver raunveruleg og upprunaleg merking er.

En ég veit að ég tala fyrir daufum eyrum. Hér eru flestir kristnir og hafa því lítinn áhuga á þessu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góðir punktar Ingólfur, -mér hefði þeir samt mátt eiga heima hjá Guðjóni, svona til að fullkomna þráðinn.

Trúarbrögðin eru margslungin og alls ekki einhlýt eins og þú kemur vel inn á í þessum pistli.

Svona til að gæta orðstírs Krists þá er fátt sem bendir til að hann hafi gefið sig út fyrir trúarbrögð, -það voru meira þeir sem á eftir fóru.

Takk fyrir hugvekjuna.

Magnús Sigurðsson, 30.4.2025 kl. 05:32

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já kristnin varð gerð að pólitík. Ef Jesús Kristur væri á lífi myndi hann sennilega einmitt berjast gegn þannig kerfi. Hann var á móti faríseum sem kerfisvæddu trúna. 

Gaman að þú skulir kommenta á þetta.

Já, vel að merkja ætlaði ég að taka þátt í umræðunum meira hjá Guðjóni með þetta.

En ég hélt að það væri móðgandi fyrir ykkur, því þetta er spurning um túlkun á orðinu logos. Kristnir túlka að það merki Kristur, margir en svo eru fleiri túlkanir.

Já trúarbrögðin eru margslungin og ekki einhlít, tek undir það með þér.

Já þetta hefði vel átt heima inná þræðinum hjá Guðjóni. En það var ekki fyrr en ég var búinn með "Kaos" á leigubílamarkaði sem ég kláraði þennan pistil, og alla þrjá, rétt eftir miðnætti í nótt. Þá fannst mér smekklegast að láta lítið fyrir þessu fara hér, sem guðlasti fyrir mjög sannkristna. En þið eruð fræðimenn og opnir fyrir ýmsu og ekki mjög móðgunargjarnir. Hefði átt að setja þetta þar.

Takk fyrir innlitið og beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 30.4.2025 kl. 14:59

3 Smámynd: Guðni Björgólfsson

Sæll Ingólfur.

Það er blátt áfram fjarstæðukennt að orðið logos merki Krist heldur er það minni heiðinna gilda samankomin á einum stað.

Guðni Björgólfsson, 30.4.2025 kl. 17:43

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Nákvæmlega Guðni. Já, orð þrungið af heiðinni speki aldirnar á undan áður en kristnir fóru að tákna Krist með því, alveg rétt. En ef þú segir þetta meðal frelsaðra og sanntrúaðra þá áttu ekki lengur mikla samleið með þeim, kannski færðu vorkunn eða það er beðið fyrir þér eða andúð. 

En fyrir mér má fólk nota þessi orð eins og það vill. En maður er eiginlega farinn að vorkenna kirkjunni núna, það saxast af henni fylgið og hún er gjörsamlega úr takti við nútímann. 

Ágætt fólk þarna og allt það.

En eftir því sem maður lærir meira og grúskar meira, þá er þetta rómverskur áróður og svo vestrænn stríðsáróður fyrir menningu sem maður vill ekki endilega taka þátt í - því það hangir svo margt annað en kærleikur á spýtunni, einsog að ráðast inní lönd.

Magnús og Guðjón eru ágætir. Þeir eru sanntrúaðir en með áhuga á að fræðast og fróðir báðir tveir. 

Beztu kveðjur og takk fyrir ágætt innlegg.

Ingólfur Sigurðsson, 30.4.2025 kl. 20:34

5 Smámynd: Guðni Björgólfsson

Sæll Ingólfur.

Fari það í hurðarlaust helvíti að ég láti þetta hyski vaða yfir mig!

Guðni Björgólfsson, 30.4.2025 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.5.): 43
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 744
  • Frá upphafi: 146667

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 565
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband