Það er áhugavert sem kom fram hjá sérfræðingunum að orkuöryggi í heiminum fer minnkandi en ekki vaxandi. Þetta fer framhjá mörgu fólki sem er ekki með vakandi áhuga á fréttum. En málið er að orkuþörf á heimsvísu vex svo hratt að orkufyrirtækin hafa ekki undan að uppfæra kerfin og bæta innviðina. Það þýðir einfaldlega að þessi sjálfsagða þjónusta sem fólk gerir ráð fyrir er í hættu og ekki vegna hryðjuverkaárása nema að hluta til heldur skorti á uppbyggingu. Bloggarinn Bjarni Jónsson hefur fjallað um þessi mál betur en ég, enda með mikla þekkingu. Ég færi ekki að fjalla um þetta nema vegna þess að mér finnst þetta svo mikilvægt að benda á mikilvægi málsins, að sem flestir geri það, og vegna þess að atburðurinn á Spáni bendir á að þetta er víðar vandamál.
Annað mál þessu tengt er Kornaxverksmiðjan sem stóð til að rífa þannig að við Íslendingar yrðum fullkomlega háðir aðfluttri vöru, sem er algjörlega ótækt.
Fréttamenn hafa ekki fylgt því eftir hvernig varð um það mál, og til stóð að rífa verksmiðjuna í Sundahöfn. Ég veit að Hanna Katrín atvinnuvegaráðherra vildi finna lausn á þessu og hvatti forsvarsmenn fyrirtækisins til að sækja um aftur leyfi, en ég held að það síðasta sem ég frétti hafi verið að ekki hafi verið áhugi á því hjá fyrirtækinu.
Hversvegna fylgir fréttafólk þessu ekki eftir? Hvar eru fréttirnar af þessu máli og hvar er það statt núna? Af hverju gufa allar fréttir upp um þetta þegar þetta er brýnt og manni virtist ekki fundin lausn á því?
Ég held að óhætt sé að fullyrða að víðar sé pottur brotinn í mikilvægum málum á þessu landi.
Silfrið var hreinlega svæfandi, það var svo ömurlega lélegt. Þar gaggaði hver í kapp við annan, og mest konur, svo ekki heyrðist mannsins mál. Þáttastjórnandinn sýndi enga hæfileika til að stjórna, og valdi efnið ömurlega, og leyfði fólkinu að komast upp með hegðun eins og krakka í bekk sem vaða uppi með yfirgangi og innihaldslausum kjaftavaðli.
Egill Helgason kunni að þagga niður í fólki og hann kunni að brydda uppá ótal áhugaverðum málefnum í einum þætti, en þetta var hreinasta kaos í þessum hræðilega Silfursþætti og fullkomlega gagnslausa!
Mér virðist sem margt sé komið á sjálfstýringu í okkar þjóðfélagi. Allskonar reglur og allskonar fólk, og það vantar stefnu.
Ef atvikið á Spáni er til marks um hnignandi Evrópu og innviðina þar á meginlandinu, þá má segja að fleira sé að fara sömu leið, og líka hér á Íslandi.
![]() |
Lýsa yfir neyðarástandi á Spáni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 39
- Sl. sólarhring: 103
- Sl. viku: 714
- Frá upphafi: 143762
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 515
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning