Mannréttindi eru ekki meitluð í stein. Þau eru þrætuepli

Hvað segir viðhorfsbreyting Keirs Starmer um hann sjálfan og um þennan málaflokk? Úr því að hann, formaður Verkamannaflokksinsog forsætisráðherra landsins telur ekki lengur að transkonur séu konur, og þó er Verkamannaflokkurinn einna lengst til vinstri þar í landi, þá hlýtur viðhorfsbreyting í öllu landinu að eiga sér stað í þá átt að kynin séu bara tvö og ekki fleiri. Þessi skoðanaskipti hans hljóta að vera tilkomin út af einhverjum utanaðkomandi þrýstingi, og það bendir til ósigurs harða vinstrisins, eða ósigurs þessara hinseginmála í Bretlandi. Auðvitað var kannski dómurinn sem er nýfallinn sem sagði til um þetta einhverskonar lokahnykkur eða afsökun til að skipta um skoðun.

Eins og lesa má um í fréttinni var Keir Starmer áður fyrr nokkuð harður á þessu að transkonur væru konur og gagnrýndi aðra fyrir að vera ósammála.

En síðan er annað fróðlegt við þetta, og það er hvernig tízkusveiflur breyta svona málefnum, og það sem á að vera meitlað í stein sem heilög og óumbreytanleg mannréttindi, það verður allt í einu bull seinna.

Þetta kennir manni svo sem ýmislegt um það að það sem stendur í Biblíunni eða öðrum trúarritum það er traustara en svona mannasetningar, þótt þær séu settar í landslög eða alþjóðalög eða kölluð mannréttindi eða öðrum nöfnum.

Þegar kvenfrelsarar á umliðnum áratugum vildu gera alla karlmennsku tortryggilega og mannlegar hvatir, þá fannst mér nóg boðið. Enda hef ég samið dægurlög gegn femínismanum.

Ég keypti bók í Góða hirðinum sem heitir "Konur og vígamenn". Hún er frá 1995 og fjallar um kvenfrelsara sem lítur á stöðu konunnar fyrr á öldum. Undirtitillinn er viðamikill:"Sagnfræðirannsóknir Studia historica, 12. bindi, staða kynjanna á Íslandi á 12. og 13. öld".

Sumt í þessari bók minnir mig á fróðlega pistla Arnars Sverrissonar um öfga menningarinnar, nema í bókinni er ekki háðskur tónn heldur þetta boðað eins og mikilvæg kvenfrelsun.

Já, þegar háskólar heimsins leggjast í þessa ósvinnu, þá er ekki skrýtið að margt eyðileggist í samfélaginu.

Þegar maður les svona bækur þá er það eins og að lesa bækur eftir geimverur sem skoða mannkynið eins og pöddur. Konur eru teknar út fyrir sviga eins og þær séu æðra kynið og yfir öll dýr jarðarinnar hafin, og karlkynið þar með. Undarleg er þess viðleitni, en kynjahyggjan er vissulega böl okkar samtíma eins og margir töldu kynþáttahyggjuna áður vera.

Nazistarnir boðuðu sín fræði eins og mannkynsfrelsun, og svipfræðin var kennd víða í Evrópu. Svipfræðin fjallar um það að eftir útliti fólks megi túlka hvort það hafi gott eða vont innræti, og eftir kynþáttum að sjálfsögðu líka. Síðan voru til hauskúpufræðigreinar og fleira slíkt, og lágvaxið og þétt fólk var jafnvel talið glæpsamlegt. Með nákvæmum mælingum á stærð og vexti líkama og andlits var talið unnt að dæma og sýkna.

Þetta var álitin hámenning á fyrri hluta 20. aldarinnar, eins og þjóðfélagsverkfræði og femínismi voru og eru enn á okkar tímum.

Kommúnisminn var einnig stórskrýtinn. Eftirlit var haft með öðru fólki, og því refsað ef það sagði eða gerði eitthvað ljótt gegn yfirvöldunum. Samyrkjubúin voru ekki alltaf sælureitur, eða gúlögin. Einnig voru gefnar út bækur þar sem Stalín var hylltur sem frelsari og Maó einnig. Fátæktin var mikil og fólk svalt en varð að hlýða.

Aðrar bækur voru víst jafnvel bannaðar á tímabili.

Wók og femínismi hafa þessi sömu einkenni. Reynt er að banna og slaufa listafólki sem er af röngu kyni, röngum kynþætti, á röngum aldri eða með rangar skoðanir.

En alþjóðalög sem sveiflast þau eru ekki trúverðug.

Eins og margir hafa gert sér grein fyrir, wókið fór útí slíkar öfgar að fólk fékk meira en nóg.


mbl.is Telur trans konur ekki vera konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 567
  • Frá upphafi: 143162

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 422
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband