22.4.2025 | 00:01
Brexitflokkur Farage stærstur. Bretar sjá sízt eftir að yfirgefa ESB samkvæmt þessu
Þjóðernishyggjuhreyfingin sem byrjaði kannski einna fyrst 2016 með kjöri Trumps var endurnýjun á gömlum en klassískum gildum. Á sama tíma byrjaði wókið, en átti sér vissulega kommúnískar rætur í fortíðinni.
Bakslög verða í sjálfstæðisbaráttu þjóðanna þegar svikaflokkar venjulegir komast til valda, en fólkið fær nóg, og svonefndir hægriöfgaflokkar, venjulegir þjóðernishyggjuflokkkar, mjakast æ hærra í vinsældum, sem þó eru hófsamir miðað við fyrri hluta 20. aldarinnar
Ég vil óska Gunnari Rögnvaldssyni og öðrum stuðningsmönnum réttu sjálfstæðisstefnunnar til hamingju með að hafa spáð rétt fyrir um það að veröldin er þrátt fyrir allt að þokast í rétta átt. Reform UK, stærsti flokkurinn sem mælist nú í Bretlandi, fylgir um það bil öllu sem vel hefur verið boðað á þeim myrku wók-tímum sem við þolum þessi árin, þetta mannkyn.
Nigel Farage gagnrýndi Covid-19 lokanir. Hann vill lækka skatta. Hann vill hagvöxt en ekki kommúnisma. Þetta er nú stærsti brezki flokkurinn í könnunum. Þetta er aðal Brexit-flokkurinn. Hver er svo að tala um að Bretar sjái eftir því að hafa farið út úr ESB? Ekki er það að sjá á þessum könnunum.
Þessi flokkur er kallaður hægriöfgaflokkur, því hann er eins og venjulegir hægriflokkar voru áður en þeir sýktust af wók-veirunni.
En hvað segja kjósendur?
Af hverju vilja þeir í hverju landinu á fætur öðru fá svona fólk til að stjórna, en ekki wók-trúðana til hægri og vinstri? Eða eins og annar bloggari segir, okkar Sjálfstæðisflokkur er kommúnistaflokkur ef hann tekur sig ekki á og leitar í upphaflega stefnu og rætur, eða lengra til hægri.
![]() |
Flokkur Farage stærstur í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 17
- Sl. sólarhring: 115
- Sl. viku: 552
- Frá upphafi: 142964
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 433
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning