Austrublót eða Austruhátíð hið upphaflega orð en ekki páskar?

Mér fannst ánægjulegt að Björn Bjarnason minntist á drúíða í páskapistli sínum í gær.  Þessi pistill hans er mjög fróðlegur eins og margt frá honum.

Mínar rannsóknir á trúarbrögðum hafa veitt mér þekkingu sem snertir einmitt þetta líka.

Orðið páskar er komið beint úr gyðingdómi og þeirra hefðir blandast inní germanskar og norrænar hefðir, þannig að páskarnir voru heiðnir upphaflega, en eru nú blendingshátíð margra trúarbragða en kölluð kristileg hátíð samt.

Gríska og rómverska orðið pascha er komið úr arameísku, pesach á hebresku, paskha á arameísku, hátíð sem gyðingar héldu til að fagna Exodus, flóttanum frá Egyptalandi, sem nú er kallaður mýta af flestum fræðimönnum, en Passover er þetta kalla á ensku.

En eins og með allar aðrar þjóðir má búast við að Pesachhátíðin sé upphaflega heiðin sólarhátíð og frjósemihátíð, því eitt sinn voru gyðingar einnig fjölgyðistrúar og heiðnir.

Austra tel ég að gyðjan heiti á norrænu sem nefnd var Ostara meðal Germana og hét svipuðum nöfnum meðal margra þjóða.

Þetta get ég stutt með því að vísa í Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal. Hann telur að orðið austur, sem vísar til áttar, sé samstofna við fjölmörg svona orð, hann nefnir til dæmis orðið "Ostara" á fornháþýzku, sem er einmitt gyðjuheitið sem notað var víða.

Einnig var til dvergur sem nefnist Austri, og styður það þetta, að orðið hafi verið notað um yfirnáttúrulegar verur, og þessa gyðju aprílmánaðar einnig.

En allt í sambandi við páskana tengist frjósemidýrkun og sólardýrkun upphaflega. Það er verið að fagna vorinu og því að sólin hækki á lofti.

Eggin sem drúíðar lituðu rauð telja ýmsir að hafi verið lituð með blóði barna sem var fórnað nýfæddum. En þeim til stuðnings má segja að svipaðar hefðir voru ríkjandi meðal annarra þjóða einnig, að minnsta kosti fyrir langa löngu í mjög heiðnum samfélögum, bæði á Norðurlöndum og víða.

En það er ýmislegt við þetta sem tengist guðunum keltnesku sem ég hef verið að fjalla um í pistlum mínum stundum.

Sérstaklega verður hér að fjalla um guðinn Taranis.

Jupiter column heitir þetta á ensku, en talið er víst að rómverska guðaheitið hafi tekið yfir upprunalega guðaheitið, sem var Taranis og að allar þessar súlur hafi verið reistar þeim guði til heiðurs.

Maístangir er fyrirbæri sem þekkt er enn, annaðhvort tengdar hvítasunnunnu, fimmtugastakosti eða Jónsmessunni að sumri.  Fimmtugastikosturinn var alltaf uppskeruhátíð upphaflega eins og lesa má um í wikipediu. Því er heldur enginn vafi að hvítasunnan eða fimmtugastikosturinn var heiðin hátíð líka upphaflega allsstaðar, blót og uppskeruhátíð.

En Lughnasadh er sú hátíð sem ég vil fjalla um sérstaklega hér. Hún er nefnd eftir heiðna guðinum Lugh. Hún er gelísk að uppruna og haldin 1. ágúst, eða þar um bil.

Um guðinn Lugh er mest skráð í írskum heimildum en þær voru skráðar af munkum og því má segja að kristileg áhrif séu þar mikil. Hann mun hafa verið sólarguð upphaflega, en honum er ekki nákvæmlega þannig lýst í mýtunum írsku, enda voru þær skráðar af kristnum mönnum.

Hann er guð réttlætis, hernaðar, verzlunar, uppskeru og handíðna, eins og honum er lýst í ritunum.

Aðrir sólarguðir voru til meðal Kelta í forneskju, fyrir tíma kristninnar. Taranis tel ég að hafi verið einn af þeim.

Nú er það svo að Taranis er talinn hafa verið svipaður guð og Júpíter hinn rómverski og Zeus hinn gríski, en þeir eru í raun ekki sólarguðir sem slíkir, heldur ættfeður og þrumuguðir.

Þetta eru því tilgátur.

Einhverju sinni urðu miklar breytingar á heiðnum, germönskum trúarbrögðum, sem snérust um það að sólarguðir breyttust í þrumuguði. Vissulega hafa miklu fleiri breytingar orðið á trúarbrögðum, en þessa breytingu má rekja aftur með vissu.

Að vísu er það svo að eftir þessar breytingar voru áfram við lýði sólarguðir og sólargyðjur, en svo virðist sem vald þeirra hafi minnkað, og fyrri sólargoð breyzt í þrumuguði eða ættfeður, en nýir og svipminni sólarguðir tekið við.

Ásatrúin getur ekki um mörg sólargoð. Þar er helzt hægt að nefna Sól, sem dregur vagn yfir himininn, dóttir Mundilfara.

En eins og fjallað er um hana, þá er eins og hún sé gleymt goð sem ekki var tignað mikið í seinni tíð.

Apollo hinn gríski er þekktari sólarguð. Belenus hinn gaulverski er hliðstæða hans og svo Baldur okkar hinn norræni, nema búið var að steypa honum af stóli sem sólarguði þegar Snorra Edda var skrifuð, og þar er hans hlutverk annað, einungis að vera guð dauðans í Helju, eins og Ósíris

Eins er það með Esus, að talið er að fyrir langa löngu hafi hann einnig verið sólarguð. Hann var guð margra fúnksjóna, fjölmáttarguð. Kannski þessvegna var Jesús Kristur grundvallaður á honum, sennilega.

Fleygrúnir Egypta voru án sérhljóða. Því hafa sumir talið að Ósíris hafi verið borinn fram sem Asar, Ausar, Ausir, Wesir, Usir eða Usire, til dæmis. Esus er mögulegur framburður, þetta er hreinlega ekki vitað.

Ég hef lesið það að til eru fræðimenn sem telja að Ósíris hinn egypzki hafi verið innfluttur guð, mögulega frá Germaníu, eða frá Súmer eða enn eldri menningarsvæðum sem minna er vitað um.

Dionysus-Ósíris var stundum Ósíris nefndur meðal Grikkja, og því er Ósíris sá sem tengdur var honum þar, en Bakkus meðal Rómverja. Aðrir telja Hades, Dis Pater, Plútó og Cernunnos líkasta Ósíris.

Gyðjan Inanna hefur sennilega verið  það súmerska goð sem helzt er hægt að tengja við Ósiris. Hún fór til undirheimanna til að hrinda systur sinni af stalli, Ereshkigal, (drotting dauðra), en var endurlífguð af Enki.

Síðan verður elskhugi hennar Dumuzi að dvelja hluta af ári í undirheimunum í hennar stað.

Tummuz eða Dumuzi er greinilega svipaður guð og Ósíris.

En aftur að gyðjunni Austru.

Jacob Grimm, sá frægi maður fjallað um hana árið 1835 í bókinni Deutsche Mythology. Hann útskýrir að atviksorðið ostar á fornháþýzku þýði austur og lýsi hreyfingu sólarinnar hvern dag, eða hvaðan hún kemur. Það er eins og orðið austur hjá okkur.

Allt þetta bendir til fornar sólardýrkunar og dvergurinn Austri hefur verið talinn "andi ljóss" eða eitthvað slíkt.

Vegna þess hversu óljós þessi sólardýrkun er í Eddum okkar verður maður að álykta að hún sé mjög gömul, kannski 5000 ára eða meira.

Ég tel að guðinn Ósíris hafi orðið til fyrir áhrif frá Esusi, hinum keltneska guði.

Hvaða ástæðu höfðu kristnir menn og Rómverjar til að eyða þessum heimildum nema til að fela menningarnámið og fela guði og gyðjur sem gátu notið vinsælda, og dregið úr þeirra eigin völdum sem tengd voru rómverskum goðum?

En fræðimenn telja að Austra hafi verið nokkurskonar gyðja dögunarinnar, að minnsta kosti í seinni tíð, en kannski verið sólargyðja upphaflega, fyrir langa löngu.

Annars verður að fjalla meira um þrumuguðinn Taranis í þessu sambandi.

Lughnasadhhátíðin kann upphaflega að hafa verið helguð honum.

Þetta má útskýra á þennan hátt:

Fórnir voru tengdar þremur guðum í drúízku, Taranosi, Esusi og Teutatosi. Sennilegt er að þeir hafi verið nokkurskonar títanir eða jötnar, frumgoð sem fólk óttaðist og þurfti að blíðka með fórnum.

Þetta bendir til ævafornrar dýrkunar á þessi goð. Fólk var brennt til að blíðka Taranos, fólki var drekkt til að blíðka Teutates en fólk var hengt til að blíðka Esus.

Þetta segir til um eðli þessara guða mjög skýrt og greinilega.

Taranis var þar af leiðandi sólarguð mjög öflugur upphaflega og með marga hæfileika eða eiginleika eins og Esus og Teutates.

Lughnasadh er haldin 1. ágúst ár hvert.

Taranosarblótið hefur verið haldið um það leyti líka til forna.

Það eru 9 mánuðir að apríl árið á eftir.

Börnunum sem var fórnað í upphaflegu páskahátíðinni sem varð að Austrublótinu, þau hafa verið meybörn getin af drúíðum eða fyrirrennurum þeirra við Taranosstólpana á þessum Taranosarblótum um mitt sumarið. Til að forða því sem lýst er í Friggjarblótinu var séð til þess að meybörnin yrðu ekki að kvenhofgyðjum, af ótta við það sem gerist á okkar tímum, femínismann. Þetta endurspeglar svo Biblían, Eva, syndafallið og allt það.

En Austra sem gyðja morgunroðans er líka áhugavert fyrirbæri. Hún hefur væntanlega einnig verið gyðja vorkomunnar, eða fyrsti vorboðinn eða eitthvað þesslegt.

Með hliðsjón af því að Baldur fór til Heljar að vetri og Esus einnig, þá má finna hér mjög áhugaverðar tengingar. Kannski var Austra eitthvað svipað goð og Röskva, sem var mennsk telpa úr mannheimum sem hjálpaði þrumuguðinum Þór í okkar goðafræði.

En ef við tökum upp heitið Austruhátíð eða Austrublót í staðinn fyrir páskar, þá má segja að áhugi á svona heiðinni goðafræði vakni meira og aftur.

 


mbl.is Allt að 13 stiga hiti á sumardaginn fyrsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 514
  • Frá upphafi: 142851

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 430
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband