17.4.2025 | 15:07
Valdið á bak við orðin, réttmætt eða ekki?
Heimspekilegan efa vantar í flesta Íslendinga, að sjá margar merkingar á töfraorðum og tízkuorðum
Fjölbreytileiki er tízkuorð sem kastar ryki í augu viðmælandans. Það hefur verið notað til að valdefla ýmsa hópa og er því áfram notað eins og töfraorð.
Hinir gömlu heimsspekingar eins og Sókrates og þessir þýzku vissu að ekkert er svo einfalt eins og því er kastað fram. Að fjalla um hugtök var þeirra iðja oft. Á bakvið öll orð og hugtök býr margþættur veruleiki, neikvæður og jákvæður.
Neikvæðar hliðar á fjölbreytileika eru sundrung, klofningur og upplausn. Við Íslendingar þekkjum þessar skítahliðar á fjölbreytileikanum, þar sem hér er oft hver höndin upp á móti annarri og allir þykjast vera vitrari og betri en náunginn.
Japanir eru andstæðan. Þeir eru samstilltir og hlýðnir, trygglyndir gagnvart fyrirtækjum og yfirmönnum, þeir gætu kennt öllum þjóðum þessar dyggðir sem þeir hafa í ríkara mæli en aðrir.
Einnig það sem ekki má gleymast, fáir útlendingar eða aðilar frá framandi löndum eru í Japan miðað við villimennskuna hér á Vesturlöndum þar sem hrærigrautur fjölmenningar er, þeirra þjóðfélag er eitt það einsleitnasta í heimi. Þeir tækla fækkandi fæðingar og minni mannfjölda með aukinni tæknivæðingu.
Jón Magnússon er einn af fáum Íslendingum sem með traustum hætti hafa gagnrýnt villimennsku okkar Íslendinga, að vilja hrærigraut fjölmenningar.
Sú villimennska er ekkert til að hrósa sér af með orðum eins og fjölbreytileiki. Margt býr á bakvið það hugtak.
![]() |
Segir alla þurfa að taka ábyrgð á fjölbreytileika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 10
- Sl. sólarhring: 109
- Sl. viku: 483
- Frá upphafi: 142717
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 382
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning