Gleðst, það gekk svo vel, ljóð frá 26. desember 1991.

Ást þig yfirbugar,

öllu breytir hún.

Fjarri var ég friði,

fór ég langt á tún.

Eins og heima allir séu,

elski, hrósi mest!

Tíminn trítlar hraður,

að temjast, það er bezt!

Leyfa þær að tengja trú,

svo tólin virki hörðu.

Þetta teymi þráir virkni,

þitt af hlýðni gjörðu.

Hún mig tekur heim,

heldur eign svo mig.

Það mig ergir ei,

elska líka þig.

 

Eins og aðrir vilja,

er nú svarið þitt.

Bara að fá að finna

fegurð, blómið mitt.

Var ég betri en Egill Ólafs?

Ekki trúi því!

Barnalánið, byrjun,

blossinn ungi á ný!

Þori varla að syngja samt,

svo ei feila geri.

Einu sinni alveg nóg,

örlög grimm á skeri.

Gleðst, það gekk svo vel,

gæfan varir ei,

lengi, það er ljóst,

ljúfa, fagra mey.

 

Ekkert annað skárra

en að sitja hér

á bekkjum skóla búrast,

bölið þannig fer.

Samt ég elska aðra meira,

engu gleymt ég fæ.

Eru kannski örlög

okkar líkt og fræ?

Blekking hún var, ber ei neitt,

bara Loka hilling.

Þú ert aftur efniskennd,

enda kýstu villing!

Særi ekki samt,

sumar þroskast nóg.

Hinar falla í fönn,

og finna dökkan snjó.

 

Nú ég sæll vil syngja,

sýnt mér hefur allt,

fagra stúlkan fína,

fannst mér áður kalt.

Samt of margar sætar hérna,

sízt ég valið get.

Herdís gleymist harða,

hinar betur met.

Stingst þá einhver stafur inn,

stefnur finnast, lautir.

Hlýðir stelpan strákum nú?

Stressið fer og þrautir.

Samstillt sæt þar tvö,

sitja, liggja glöð.

Hann vill hana fá,

hún er líka gröð.

 

Svart er hár á svanna,

svakalega fínt.

Inni í yndi hennar

alveg hef mér týnt.

Eins og traustið ekki komi,

óttinn býr í mér.

Vinskap þarf ég vænan,

vaknar návist ber.

Þegar hún er þægileg,

þörf er vart að stinga.

Gæti orðið ástfanginn,

enga megna að þvinga.

Hugur eins og einn,

aðeins búkar tveir,

lifnar lostinn þá,

og líf sem ekki deyr.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 464
  • Frá upphafi: 142265

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 361
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband