7.4.2025 | 01:39
Að banna vinsæla stjórnmálamenn stöðvar ekki framrás hreyfinga
Að banna Marine Le Pen að bjóða sig fram mun ekki breyta því að vilji fjöldans verður að fá framrás. Frakkland þyrfti að verða framrás fyrir þjóðernishyggju með byltingu sem yrði jafn áhrifarík og franska byltingin 1789.
Sú kirkjulega og kristilega valdahyggja sem þar var brotin á bak aftur er varla verri en sú jafnaðarfasíska Elíta sem heldur vestrænni menningu í dauðagreipum sínum nú um stundir.
Þegar franska byltingin fór af stað þá var búið að undirbúa jarðveginn með landafundum, vísindauppgötvunum og almennri valdeflingu fólks, fram voru komnar kenningar um að aðallinn héldi aftur af fólki og að kirkjan væri valdatæki, að hún væri mjög spillt.
Nú er það svo á okkar tímum að hægrimenn og vinstrimenn eru sæmilega sammála um að til er Elíta og að það er ekki samsæriskenning heldur staðreynd. Við erum því komin með forríkan aðal einsog 1889.
Vinstri menn og hægri menn greinir á um annað, mannúðarmál, mannréttindamál, kynþáttamál, trúarbrögð og fleira slíkt húmanískt.
Vinstrimenn saka hægrimenn um að vera saumdauna og meðvirkir karlrembusvínum í gegnum aldirnar sem elskuðu þrælahald og misskiptingu á sem flestum sviðum.
Hægrimenn saka vinstrimenn um að vera samdauna og meðvirkir Elítu sem hefur hreiðrað um sig í háskólum, menningunni, og í ríkinu almennt, sem sýkt er orðið af öfgahyggju þeirra sem í upphafi 20. aldarinnar vildu rífa niður allar stofnanir og hefðir og búa til útópískt samfélag þar sem allir væru jafnir. Nema slíkt endar alltaf í skelfingu eins og vitað er.
Fólk kýs með buddunni. Evrópusambandið gekk upp um tíma með sinni fáránlegu útópíu vegna þess að þau byggðu á góðum grunni. En um leið og Angela Markel og fleiri marxistar höfðu höggvið á ræturnar fór fólk að líða og svíða fyrir glæpina sem framdir höfðu verið gegn mannkyninu með jafnaðarstefnunni, jafnaðarfasismanum.
Þjóðernishyggjan byggir á þeim góða grunni að hún veitir fólki sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Þegar fólk finnur að það tilheyrir hópi og þjóð og kynþætti, reglum og hefðum, þá vill það vinna og leggja eitthvað á sig og það er heilbrigt og gott.
Jafnaðarfasisminn gerir alla að sjúklingum, vesalingum. Fólk hefur ekkert að gera og það eina sem það finnur sér til dundurs er að skapa ný vandamál og flækjustig til að takast á við. Tvö kyn eru gerð þúsund. Ástin er gerð að hatri, og svona mætti halda lengi áfram.
Ef maður hefur trú á Frakklandi, Þýzkalandi og öðrum löndum í Evrópu, þá er maður sannfærður um að Evrópusambandið muni leysast upp og aldrei koma aftur!
![]() |
Bandaríkjamenn segja útilokun Le Pen áhyggjuefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 85
- Sl. sólarhring: 104
- Sl. viku: 557
- Frá upphafi: 141751
Annað
- Innlit í dag: 54
- Innlit sl. viku: 408
- Gestir í dag: 51
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi spillingarhræðsla sem umlykur ESB mun ekki gera neitt annað en að leysa sambandið upp. Nýjustu vendingar er að banna forseta Ungverjalands að kjósa í sumar (ekki formlega komið en er hugmynd á lofti) um halda áfram að frysta fé Rússa.
Frakkland gæti átt möguleika vegna þess að þeir nota kjarnorku mikið en Þýskaland á bara erfitt framundan nema þeir umturni umvherfisstefnu sinni í orkumálum.
ESB er að hrynja eins og Sovétríkin.
Rúnar Már Bragason, 7.4.2025 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning