6.4.2025 | 01:06
Skárri ertu skepna, ljóð frá 22. október 1991.
Núna aðeins nenni að læra,
nýt svo lífsins smá.
Brosir þú og blíðu sendir,
báran hverfur grá.
Elska bara allan þokkann
er þú sendir mér.
Bara strákur stefnuvirkur,
stundum glata þér.
Skepnur særa, skaða,
skárri taldi hana þó.
Lengi manninn máttu reyna,
mun hann þola sjó?
Traustur ekki? - Týndi sínu?
Trylltist fyrir rest?
Samúð já, en síðan annað,
svoddan harmapest!
Fjöldinn eins og fjandaskari
fer að hræðast margt.
Sefjun múgsins sýkir skynið,
síðan bjargast vart.
Vertu skárri skepna,
skildu töluð, betri orð.
Ef ég þyrði að kyssa á kinnar,
kannski snérist borð.
Stundum hræðist strákur fegurð,
stelpa vertu kyrr.
Þegar höfnun leiðir lotur
lokast góðar dyr.
Er hún góð við eiginmanninn?
Ennþá leita að því.
Hlæja síðan hinar bara?
harmur enn á ný?
Skárri ertu skepna,
skaði samt að feimni er næg.
Bráðum eftir Myrkramessu
mun ég hitta sæg.
Hræðist ég þig meyjamissir?
Mjög var þessi æst.
Einsog þegar ljóskur leiða,
líka rosaglæst.
Særði mig og Satan glotti,
síðan bara græt.
Lærði allt, en ekkert skildi
aldrei heldur bræt.
Frá þér bara finn ég
friðinn og ég betri tel,
þig en stelpu þessa er særði,
þig ég bara vel.
Bráðum nálgast Myrkramessan,
mun ég koma fram.
Hún sem er svo æst og kemur
ýfir mig í djamm.
Herdís gleymist, heimskutíminn,
harmur sem var minn.
Það er gott að þekkja slíka,
þú ert vænsta skinn.
Indæl stúlka ertu,
allt í drasli heima samt.
Vil ég byrja með þér meyja?
Mér er annað tamt.
Smá: Smávegis.
Glæstur eða glæst: Glæsileg, flott.
Bræt: Skynsöm (enskusletta, bright).
Myrkramessan: Skemmtun með dansi og söngatriðum frá nemendunum sjálfum í Menntaskólanum í Kópavogi í lok október eða byrjun nóvember, tengd skólaballi um það leyti.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 27
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 531
- Frá upphafi: 141654
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 407
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning