Skárri ertu skepna, ljóð frá 22. október 1991.

Núna aðeins nenni að læra,

nýt svo lífsins smá.

Brosir þú og blíðu sendir,

báran hverfur grá.

Elska bara allan þokkann

er þú sendir mér.

Bara strákur stefnuvirkur,

stundum glata þér.

Skepnur særa, skaða,

skárri taldi hana þó.

Lengi manninn máttu reyna,

mun hann þola sjó?

 

Traustur ekki? - Týndi sínu?

Trylltist fyrir rest?

Samúð já, en síðan annað,

svoddan harmapest!

Fjöldinn eins og fjandaskari

fer að hræðast margt.

Sefjun múgsins sýkir skynið,

síðan bjargast vart.

Vertu skárri skepna,

skildu töluð, betri orð.

Ef ég þyrði að kyssa á kinnar,

kannski snérist borð.

 

Stundum hræðist strákur fegurð,

stelpa vertu kyrr.

Þegar höfnun leiðir lotur

lokast góðar dyr.

Er hún góð við eiginmanninn?

Ennþá leita að því.

Hlæja síðan hinar bara?

harmur enn á ný?

Skárri ertu skepna,

skaði samt að feimni er næg.

Bráðum eftir Myrkramessu

mun ég hitta sæg.

 

Hræðist ég þig meyjamissir?

Mjög var þessi æst.

Einsog þegar ljóskur leiða,

líka rosaglæst.

Særði mig og Satan glotti,

síðan bara græt.

Lærði allt, en ekkert skildi

aldrei heldur bræt.

Frá þér bara finn ég

friðinn og ég betri tel,

þig en stelpu þessa er særði,

þig ég bara vel.

 

Bráðum nálgast Myrkramessan,

mun ég koma fram.

Hún sem er svo æst og kemur

ýfir mig í djamm.

Herdís gleymist, heimskutíminn,

harmur sem var minn.

Það er gott að þekkja slíka,

þú ert vænsta skinn.

Indæl stúlka ertu,

allt í drasli heima samt.

Vil ég byrja með þér meyja?

Mér er annað tamt.

 

Smá: Smávegis.

Glæstur eða glæst: Glæsileg, flott.

Bræt: Skynsöm (enskusletta, bright).

Myrkramessan: Skemmtun með dansi og söngatriðum frá nemendunum sjálfum í Menntaskólanum í Kópavogi í lok október eða byrjun nóvember, tengd skólaballi um það leyti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Vel ort Ingólfur.

Magnús Sigurðsson, 6.4.2025 kl. 20:25

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir það Magnús. Gott að fá hrós frá öðru skáldi. Þó er þetta gamall texti þegar ég kunni minna, en í honum eru samt nokkrar línur alveg frambærilegar.

Það er svo gaman að bera það saman hvernig maður orti fyrir 40 árum og svo í dag. Sumt var betra og einlægara þá en sumt var klúðurslegt og barnalegt. Það er allt í lagi. Maður verður að reyna að vera umburðarlyndur við sjálfan sig eins og aðra hvað galla varðar og misgóðan kveðskap.

Það var vinkona mín sem vildi heyra lög um sig sem ég samdi á þessum tíma. Ég hef verið að róta í spólum og blöðum og það er ýmislegt til. Það væri áhugavert að gefa út hljómdisk með svona efni, þegar maður hugsaði mest um hitt kynið, á menntaskólaárunum, þá minnti maður á Bubba Morthens sem alltaf er að semja um konuna og fjölskylduna.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 6.4.2025 kl. 23:39

3 Smámynd: Guðni Björgólfsson

Sæll Ingólfur.

Þú ert á réttri leið

Það var gaman að lesa þetta kvæði þitt.

Með því að sjá ljóðin þín fyrir þér til útgáfu þá fleygir þér fram!

Guðni Björgólfsson, 7.4.2025 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 673
  • Frá upphafi: 143620

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 490
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband