Af hverju er Ísland orðið meðal þeirra landa sem fyrst fær þessar eiturpillur?

Vímuefnin taka skelfilega mörg mannslíf og fólk á bezta aldri sem hefði átt allt lífið framundan. Mjög sorgleg eru þessi mál og ég man eftir slagorðinu:"Vímuefnalaust Ísland árið 2000", sem ekki gekk eftir. Það ætti að vera brýning til allra að standa sig betur.

Aðeins brot af þessum pillum drepa manneskju. Þessi fíkniefnamarkaður er orðinn alveg geðveikur í heiminum, og hreint út sagt eru þessi vímuefni DRÁPSTÓL og ekkert annað!!!

Nú er svo komið að Ísland er meðal fyrstu landa í heiminum sem fá þessar eiturpillur!!! Það segir að hér er bæði öflugt dreifikerfi fyrir eitrið og mikill markaður!!! Hvað segir það um okkar þjóð? Það segir að hér er subkúltúr, sem þýðir menningarkimi, sem er telur þetta sjálfsagt, að neyta og dreifa þessu eitri.

Mér finnst fréttirnar orðnar lélegar fréttir meira og meira, en þessar fréttir eiga rétt á sér og eiga erindi við fólk.

Hér á landi er Bubbi Morthens með frægari tónlistarmönnum landsins. Hann hefur hæfileika pilturinn, en tvennt hefur hann á móti sér sem telja má skaðvænleg áhrif á ungdóminn og hvern sem er. Hann er þekktur fyrir tvennt í fortíð sinni: Eiturlyf og að vera með fyrstu Íslendingunum með húðflúr. Húðflúrin eru bönnuð í Biblíunni og eiturlyfin eru bönnuð með lögum landsins og heimsins, flestum.

Ég tel að sumt frægt fólk, og þar á meðal Bubbi, hafi ómeðvitað gert vímuefni léttvæg í augum unglinga, því á þessu litla landi veit fólk öll smáatriði, neikvæð og jákvæð, um fræga fólkið, og jafnvel illræmda fólkið og útskúfaða.

Bubbi má þó eiga það að hann hefur barizt gegn dópi í seinni tíð. "Það skiptir máli að velja rétt", söng hann um árið.

Biblían með því að banna húðflúr er í raun að segja fólki að það eigi ekki að láta hópþrýsting stjórna lífi sínu og að það eigi að bera virðingu fyrir líkama sinni og sál.

Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að okkar íslenzka þjóð hefur komizt á villigötur, að ekki er bann við húðflúrum og slíku í gildi.

Miskunnarlaus gróðavæðing ríkir meðal þeirra sem framleiða og dreifa þessum banvæna dópi. Það er farið yfir öll mörk, dópið er gert sífellt öflugra, eitraðara og banvænna. Það eina sem skiptir þetta fólk máli er peningar, gróði.

Ég fullyrði það að ef samfélag okkar væri sannkristilegt, eins og var um miðja 20. öldina, þá væri miklu minna um svona hræðileg vandamál. Þá virtu unglingar og börn foreldra sína, en sú virðing er þverrandi, og það er stór ástæða fyrir mörgum vandamálum í nútímanum.

Það skiptir jafnvel ekki mestu máli hvaða trúarbrögð maður aðhyllist, ef trúarbragðamenningin snýst um reglur og virðingu en ekki sundrungu eins og er í nútímanum.


mbl.is Stöðvuðu smygl á 20 þúsund Oxycontin-töflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 648
  • Frá upphafi: 141545

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 479
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband