2.4.2025 | 00:29
Stórmennin frægð ei í falla, ljóð frá 5. febrúar 2018.
Háskólagráðurnar missa svo móðinn,
meyjarnar saurga gullið.
Steinbautar standa ekki lengur,
strandkirkjan lak.
Seld til Fjandans fagra lóðin,
fjötur mér um háls.
Fátækt því veldur, mér fremst lítt hver gengur,
farlama einstæði, lýðhylli vantar!
Sigrar Satans bullið,
situr dýr æ hæst.
Hefur hörmung ræzt!
Hæfa sárum kantar!
Eftir mér hann áður rak,
okkar dýrðir skantar!
Varnar henni villan máls,
vaknar rústaskak.
Sá er þér mætir er sálin í klæðum,
sjálf er nú höllin vikin.
Stórmennin frægð ei í falla,
forðast slíkt raus.
Helzt í ruslið hórveik blæðum,
höfum villzt af leið.
Afi, það stórmenni ennþá vill kalla,
auðmjúkur, rólegur, stillir enn skapið!
Svíða hinna svikin,
svall mitt tilgangslaust!
Sú er særð burt skauzt,
sýndi fráleitt skvapið.
Eins þótt færi í annan daus,
ekki skárra lapið.
Verður aðeins réttlát reið,
rýrnar margt við faus.
Fallandi jafnvel sá flottasti lýður,
feimur sem rændu völdum.
Cernunnos samt þarna situr,
sá er þó gaf.
Aðeins fyrir engu skríður
okkar þræll í sál.
Trosnuð er dýrðin, svo tekin og bitur.
Tilbúin skurðgoð hins mannlega, frekja.
Annað en við höldum
einatt reynist satt.
Förum á því flatt.
Fárleg sú er tekja.
Áður þekktist ástarhaf,
ertu þurs að vekja?
Takfæð skapar tröllabál,
týnist fyrra raf.
Orðaskýringar, fornyrði, nýrði, skáldamál:
Mér fremst lítt hver gengur: Það verður mér ekki til framdráttar sem aðrir gera, eða sem öðrum heppnast.
Faus: Fljótfærni, framhleypni.
Hórveikur: Áhrifagjarn, viljalaus.
Einstæði: Einsemd, vinaleysi, að vera misskilinn, vantmetinn, hunzaður, útskúfaður, slaufaður.
Tekja: Yfirgangur, það að troðast áfram á annarra kostnað, að vera sigurvegari.
Fárlegur: Hryllilegur, skelfilegur.
Takfæð: Fátækt, skortur.
Skantur: Rýr, enskusletta.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 2
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 547
- Frá upphafi: 141273
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 404
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning