31.3.2025 | 04:35
Femínistar og jafnaðarmenn mega vel við una þrátt fyrir allt, bakslögin eru ennþá lítil miðað við sigrana í þessum málum
Ég held þrátt fyrir allt, miðað við vald jafnaðarmennskunnar í okkar menningu, að hvorki Pútín né Trump muni annað en tapa þegar til lengri tíma er litið. Ég tel það ósennilegt að Trump nái Kanada og Grænlandi inní sameinuðu bandarísku ríkin, og enn síður Íslandi, nema ef Trump beitir hervaldi eins og Pútín, en þá yrði hann að ganga alla leið og segja skilið við Vesturlönd alveg og ganga til liðs við BRICS löndin. Hvernig framtíðin verður með það er erfitt að segja.
Til þess eru ýmsar ástæður, en stærsta ástæðan er stjórnkerfið bandaríska sem er flókið og sérstaklega hannað til að koma í veg fyrir einræði, en því miður kemur það ekki í veg fyrir féræði, ólígarkaræði (fámennisstjórn auðmanna) eins og víða þekkist og sem ýtir undir einræði og einræðislega stjórnarhætti.
Ég held að bakslögin séu undantekningar sem sanna regluna, og að mannkynið þokist áfram í jafnaðaráttina.
Þessvegna er talað um bakslögin því mannkynið hefur þokazt í jafnaðaráttina á 20. öldinni, og miðað við æðibunuganginn í þá átt, þá er þetta bakslag svonefnda afskaplega rýrt, þótt tvær voldugar þjóðir beri það uppi á yfirborðinu.
Það er mikið talað um bakslög á ýmsum sviðum, í málum kvenréttinda, hinseginfólks, umhverfisverndar og réttindamála almennt. Það er þó umhverfisverndin sem er veigamest og skiptir mestu máli uppá lífið á jörðinni.
Eins og ég hef áður skrifað er það mögulegt að Trump nái Grænlandi, en það myndi kosta ýmislegt.
Við lifum á spennandi tímum.
En ef maður lítur á Arabalöndin þá er jafnvel mýktin og kvenleikinn þar að aukast, sama má segja um Afríku, Asíu og Suður Ameríku. Sagan er allsstaðar sú sama, nema kannski á Vesturlöndum.
Það er sennilega vegna þess að fátækt og eymd eru að aukast á Vesturlöndum, og bleiknefjar eru að komast í minnihluta á jörðinni, og auk þess verður félagsleg minnimáttarkennd afleiðing af því, og glæpum fjölgar meðal bleiknefja.
Það er ekki hægt að bæta kjör allra sem vel fari.
![]() |
Heimsókn Vance leiddi til ýmissa viðbragða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 36
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 632
- Frá upphafi: 141230
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 476
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning