30.3.2025 | 01:25
Eina leiðin til að stöðva wókið er að láta Evrópu sveigja af leið og demókrata líka
RÚV starfsmenn ætla ekki að læra af því sem þeir gerðu Ásthildi Lóu, send er út tilkynning um leiðréttingu á falsfrétt sem hafði sín áhrif, en þetta mun endurtaka sig, því pólitískar ofsóknir eru stundaðar undir yfirskini hlutleysis og aðhalds.
RÚV er ekki lengur sjónvarp allra landsmanna heldur stríðsvígi aðgerðasinna sem vilja No Borders stefnu og slíkt, í óþökk langflestra landsmanna.
RÚV leiðréttir sig, en aðeins í sambandi við þessa einu frétt, haldið verður áfram með sömu vinnubrögð, það vita allir.
Þetta mál sem hefur fengið mikla umfjöllun er aðeins inngangurinn að því sem ég vil fjalla um að þessu sinni. Ég tek bara þetta Ásthildar Lóu mál til að sýna að konur læra ekki af mistökum og halda áfram með wók stefnu sína, því hún er hluti af femínismanum sem þær hafa næstum allar undirgengizt, (því þær óttast að missa kvenréttindin annars), því miður, og það er ólíðandi, því sú stefna er ólíðandi hvar sem er.
Annars ætlaði ég ekki aðallega að fjalla um þetta.
Trump og Bandaríkin og Grænland.
Birgir hér á blogginu og Einar Björn hafa komið með merkilega punkta í sambandi við Grænland og Bandaríkin.
Einar Björn skrifaði nýlega góðan pistil um það að Trump þyrfti ekki að yfirtaka Grænland til að njóta þar aðstöðu fyrir hermenn eða skipalægi eða námuvinnslu og tek ég undir það hjá honum. Birgir skrifaði að augljóst væri að Trump væri alvara með að vilja komast yfir Grænland og finnst mér það einnig vera þannig.
Þá stendur eftir spurningin: Hvers vegna er Trump að þessi og stjórnin hans? Ekki fyrir námuvinnslu?
Ég held að þetta sé einmitt stærra atriði en svo.
Þetta minnir á stjörnustríðsáætlanir Ronald Reagan sem voru gagnrýndar, þetta minnir á stórhuga áætlanir annarra forseta Bandaríkjanna.
Sumir segja að kristilegir öfgamenn stjórni núna í Bandaríkjunum. Þar held ég að svarið við þessu finnist.
Ég skil þetta raunar eins og Trump og hans fólk.
Það eru tvö meginöfl sem eiga í stríði í heiminum í dag.
Það er fólkið sem segir:"OK", mér er sama um allt, bara ef ég tóri og hef það sæmilegt.
Svo eru það hinir sem berjast fyrir einhverju, sama hvað það kostar.
Rétt eins og Rússar réðust inní Úkraínu til að frelsa Úkraínu undan syndinni, að karlar breytist í konur, samkynhneigð og því sem stríðir gegn Biblíunni, þannig vill Donald Trump að Bandaríkin eignist eins mikið af heiminum og hægt er, því þá er allavega möguleiki á að snúa sömu löndum frá wókinu, demókratastefnunni sem Repúblikanar hata eins og pestina.
Þannig að mér finnst alveg mögulegt að Bandaríkin ráðist með hervaldi inní Grænland, eða þá að þeir komi með einhverja aðra klækjakúnst til að fá sitt fram.
Fólk sem sér Djöfulinn í öðru fólki er tilbúið að leggja allt í sölurnar til að bjarga heiminum, krossferðatímanum lýkur aldrei. Jafnvel seinni heimsstyrjöldin bar keim af krossferðatímanum, í báðum liðum.
![]() |
Baldur: Bandaríkin vilja ráða yfir Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 15
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 611
- Frá upphafi: 141209
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 456
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef RUV kemst upp með að leiðrétta aðeins fyrstu frétt, án frekar afleiðinga. Þá búum við við þann barbarisma, að í lagi sé að skjóta fyrst og spyrja svo, -þetta var jú grímulaus tilraun til mannorðsmorðs.
Ég myndi ekki alhæfa að konur hafi undirgengist femínisma á wokesterum, ég held að þetta eigi aðeins við þær sem hafa selt sig, þó vissulega sé fyrir sumum eins komið og mjúkum mönnum, -brúkaðar endurgjaldslaust.
Magnús Sigurðsson, 30.3.2025 kl. 06:47
Jú jú, eins og vinur okkar Guðjón skrifar, við virðum vændiskonurnar en ekki fólkið sem selur sig andlega.
Ég hef einmitt líka áhyggjur af því að nú sé hægt að nota þessa taktík áfram, gera eitthvað svívirðilegt og afsaka sig svo á eftir.
Ja það er nú með þetta ríkisbákn og RÚV. Embættismenn geta ýmislegt. En menningin er hrunin, svo ég vitni aftur í Guðjón. Okkur er sagt að við búum í lýðræðisríkjum, en við erum höfð að fíflum sífellt.
Þá er eiginlega skárra að hafa einræðisherra sem maður þekkir, eins og til dæmis Trump. Síður vildi ég lúta einræðisherrum eins og Selenskí eða Pútín, sem hefja styrjaldir og bakka ekki.
Beztu kveðjur.
Ingólfur Sigurðsson, 30.3.2025 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning