Blása í kaun, ljóð frá 9. maí 2018.

Þegar lít á fjarlæga fold,

fjasandi sjálfhyggjan upphefur tóm.

Birta siðar bögglast fram

bakvið þau grafhvelfdu andlit.

Heljar handrit

hinsvegar, forbruggað djamm...

og menguð mold

megnar ekki að bæta lífið, snertir sóm.

 

Studdi mann sinn, hélt sig til hlés,

hefur ein virðingu starfandi þar?

Hraðinn meiri, stressið, starf,

stórkostleg sjálfsblekking kvenna.

Nei, ei nenna

neinu að þá sinna ef þú skarf

beimar Bes,

bara gröfin forna, síðan horfið skar.

 

Minning fögur, mennskunnar sól,

margskonar speki og vizkan sem hvarf...

Heiðið þekkti huglit bjart.

Heimilið vígið sem bjargar.

Urðu argar

ýmsar sem hefðu þó margt

gert við gól,

getur nokkur skilið þig og bætt svo tarf?

 

Vildi rembu, framhleypinn fant,

fannst þessi ekki svo djarfur í raun.

Gömul andlit geyma frið,

gæzkuna, skilninginn víða.

Klettar quíða

komast þó milli og ryð

pínir pant,

perlur þínar smáar aðeins blása í kaun.

 

 

 

 

Skýringar: Sóm: Sómadrykkur, öndvegisdrykkur uppljómunar, sanskrítsletta. Beima: Gera mennska. Bes: Forn kind, tegund, Bestla, móðir Óðins mögulega. Huglit: Andlegt andlit, innri ásjóna, sálrænt eða andlit útlit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Björgólfsson

Sæll Ingólfur

Mér finnsr þtta kvæði þitt hreinasta bull

Vona að þér takist að lesa þetta til lífsins.

Margblessaður og kannski birtir þú svar þitt á hljóðbandi eða kvikmyndarbroti.

Kært kvaddur?!

Guðni Björgólfsson, 29.3.2025 kl. 23:10

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sæll Guðni.

Veiztu að þegar ég miða við fræga tónlistarmenn eða skáld sem kunna ekki að yrkja rétt en fá samt vinsældir, sölu og hrós, þá finnst mér bara hressandi að fá svona hreinskilni frá þér.

Það má vel vera að þetta sé hreinasta bull því við sem setjum þetta saman erum ekki alltaf dómbærir á það. Ég skal alveg sætta mig við það að skoðun annarra sker úr um það hvort maður fær vinsældir eða ekki.

En samt kann ég að yrkja. Þetta er rétt kveðið samkvæmt kveðskaparreglum. 

Fyrir mér er þetta eins og andleg íhugun, að yrkja, að draga sig útúr glaumi hversdagsins, þurfa ekki að taka afstöðu til málanna í kringum mig.

Ég get ekki krafizt að fólk skilji þetta eða fíli sem ég er að gera.

En kannski, ef einhver kann að meta þetta þá er þetta ekki til einskis. Magnús Sigurðsson bloggari hefur hrósað mér og hann er skáld sjálfur.

En takk fyrir að hvetja mig til að lesa þetta eða syngja til lífsins.

Ég skal íhuga það.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 29.3.2025 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.3.): 30
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 998
  • Frá upphafi: 140927

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 749
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband