Átökin um trumpisma og pútínisma eru sögulegar breytingar á menningu Vesturlanda

Sigur kristninnar var aldrei algjör. Eftir lifði þjóðtrú og hún geymdi menjar heiðinna trúarbragða, auk þess sem ýmislegt var skráð í klaustrum, sérstaklega á Íslandi og á Írlandi, en einnig af ríkum einstaklingum hér á Íslandi og víðar og þótti fínt að eiga slík fræði heiðin uppskrifuð í bókum. Á Íslandi kom Snorra Edda út sem kennslubók í skáldskap, en þá voru bækur ekki gefnar út, heldur fjölritaðar og uppskrifaðar og eign ríkustu og snobbuðustu ættanna og mannanna.

Ekki er hægt að mæla með því hvernig keisarar í Róm sem óttuðust um völd sín brenndu heiðin rit og drápu drúíða og almenning meira en þörf var til að kæfa niður alla mótspyrnu við einveldi sitt eða lýðræði svonefnt, þegar það átti að heita í gildi.

Ekki er heldur hægt að mæla með því hvernig valdamenn veraldlegir og kirkjunnar menn héldu þessu áfram eftir að kristnin varð ríkistrú.

En það er ýmislegt sem hægt er að læra af þessari sögu.

Eyðileggingin var mest á meginlandinu. Í útjöðrunum var síður hægt að ná til fólks, eins og hér á Íslandi eða á Írlandi eða á Wales, en cymbrísk (welsk) goðafræði er einnig nokkuð nákvæm og viðamikil, en engar goðsagnir eru til af því tagi í Þýzkalandi, Frakklandi, en örfáar í brotum á Bretlandi, og þá umskrifaðar sem þjóðfræði eða kristilegar dýrðlingasögur frekar en hinar upprunalegu goðafræðisögur.

Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér að Úkraína og Ísrael hafa verið í fréttunum á undanförnum árum, en bæði þessi lönd eru mjög rík af fortíð sem varðar upphaf mannkynsins, eða trúarsögu mannkynsins kannski öllu heldur.

Það má segja með sterkum rökum að Ásatrúin hafi ekki borizt frá Tyrklandi eða Asíu eins og Snorri Sturluson hélt fram í formála sínum að Snorra Eddu, en eitthvað mun þó vera hæft í því að indó-evrópskir þjóðflokkar náðu þar trúarlegri og kannski veraldlegri hámenningu og ruddust yfir aðrar þjóðir þaðan, bæði Tokk-Aríar í Asíu og svo til dæmis Lúwíar frá Lyceu þar sem nú er Tyrkland, en Anatólía var upphafssvæði indó-evrópskra trúarbragða að einhverju leyti og áður en Yamnaya-menningin blómstraði fyrir 5000 árum, þaðan komu mörg goð, í for-indó-evrópsku menningunni, hattízku, og svo hittítzku og öðrum slíkum. Þessa Anatólísku heiðni má rekja jafnvel meira en 8000 ár aftur í tímann. Nei, Ásatrúin eins og við þekkjum hana barst kannski frekar frá Úkraínu fyrst, þar sem Yamnaya stríðsmennirnir bjuggu og ruddust svo yfir Vesturlönd, og sú innrás hófst fyrir 5000 árum, jafnvel 5500 árum, eða þar um bil. Í gröfum þeirra hafa fundizt Þórshamrar, og því hefur verið gizkað á að þeir hafi verið Ásatrúar, ekki sízt vegna þess að búið er að sanna að þeir kenndu okkur á Norðurlöndum og í Evrópu almennt að drekka bjór, eða mjöð, eða breiddu út bjórdrykkju meira en tíðkaðist, sem þekkist einmitt mjög mikið í fornsögum okkar.

Hitt þekkja næstum allir, að eingyðistrúin sem sigraði Íslendinga og aðra á Vesturlöndum kom frá Palestínu, Ísrael og því fólki.

Síðan eru annað þessu tengt sem er áhugavert að skoða.

Svíþjóð mun vera síðasta landið sem sagði skilið við Ásatrúna.

Þessi frétt sem ég fjalla hér um, hún segir frá því að Mick Carney, nýr forsætisráðherra Kanada boðar til nýrra kosninga 28. apríl og samskiptin við Bandaríkin ásamt ásælni Trumps í Kanada er aðal kosningamálið.

Áreitni Trumps og þrýstingur til að innlima Kanada í Bandaríkin hefur gert deyjandi flokk vinsælan þarna, Frjálslynda flokkinn þeirra, og nýr þjóðernisbylgja rís í Kanada og það er Donald Trump að þakka.

Á yfirborðinu er reynt að fordæma Donald Trump og hans frekju í Kanada eins og á Grænlandi, en undir niðri eru margir að hugsa sinn gang og þróun á sér stað og breytingar verða sem ekki er ljóst hvernig enda. Menn eins og Donald Trump koma hlutunum á hreyfingu.

En ég hef verið að velta fyrir mér jaðarsvæðum í nútímanum, og hvort femínisminn og jafnaðarstefnan muni sigra heimsmenninguna vestrænu, eða hvort það verður trumpismi, pútínismi eða eitthvað annað fyrirbæri.

Á jaðarsvæðum vestrænnar menningar, Úkraínu og í Kanada, þar er mótspyrnan gífurleg gegn trumpisma og pútínisma. Á meginlandinu má sjá sigur rótgróinnar kristni og íhaldssemi af ýmsum tegundum. Það má sjá á lýðvinsældum Trumps, Pútíns, Kínaforseta og vinsældum þjóðernisflokka í Þýzkalandi, í Svíþjóð og víða.

Þessi átök eru áhugaverð.

Hinseginfólk og jafnaðarfólk almennt hefur næstum án undantekninga þá skoðun að trumpisminn sé bakslag í mannréttindabaráttu sem sé sjálfsögð og réttlát, ekkert neikvætt við hana.

Bakslagið er þó kannski meira en bakslag, það gæti verið vitundarvakning fjöldans, og endurnýjun kristilegra gilda, maður veit það ekki. Kannski deyr það út og fjölmenningarhyggjan gæti sigrað á ný, eða svona Samfylkingarstefna og Demókratastefna.

Og þó er merkilegt hversu margt er að breytast og hvernig eiginlega allir þurfa að endurskoða afstöðu sína. Það gerist nefnilega líka í Kína og öðrum BRICS ríkjum.

Góð kosning Trumps endurspeglaði ekki bara einhverja rasistahreyfingu þar westanhafs, heldur eiginlega uppreisn karlmennskunnar, uppreisn kristilegra og þjóðlegra gilda, kannski heiðinna í bland líka, þar sem talsvert er um þannig fólk í Bandaríkjunum líka sem dreifist bæði á Demókrata og Repúblikana.

Já, og konur eru sumar orðnar dauðþreyttar á wókisma. Ákveðnir minnihlutahópar taka þannig hyggju fagnandi, og konur hafa verið mikið á þeim Gaypridevagni og stutt hann, einmitt vegna þess að þær hafa grætt á því aukin kvenréttindi, með því að kúga feðraveldið og drepa það niður.

En þegar á hólminn er komið þá fór Kamala Harris, Joe Biden og Demókratar í heild fram úr sér og fram úr öllu meðalhófi í wókisma sem þau viðurkenna nú sjálf og kom í ljós með stórglæsilegum sigri Donalds Trump í forsetakosningunum síðast.

Sumum þykir það með ólíkindum að ræða það í alvöru að Kanada sameinist Bandaríkjunum og Grænland. Ekkert er þó alveg útilokað þegar kemur að slíku rétt eins og sagan sýnir og sannar.

Einnig er það merkilegt, að svona tilraunir eins og hjá Trumpstjórninni bera stundum árangur miklu síðar, kannski eftir 30 ár þegar allt önnur stjórn verður við völd í Bandaríkjunum.

En til skemmri tíma litið þá eflir þetta þjóðerniskennd og sjálfstæðisvitund í Kanada og á Grænlandi og víðar.

Ég hef þá skoðun á sjálfstæði að það er mikilvægt, en farsæld er þó mikilvægari, og sjálfstæði verður aðeins verðmætt þegar fólkinu fjölgar, þegar kynþátturinn vex og dafnar, þegar tungumálið blómstrar og er ekki í útrýmingarhættu.

Sjálfstæði verður heldur aldrei raunverulegt nema í tengslum við aðrar þjóðir. Það byggist á gagnkvæmri virðingu og samskiptum við aðrar þjóðir, en ekki nýlendukúgun, en hún getur birzt í mörgum myndum.


mbl.is Boðar til kosninga: Trump „vill brjóta okkur niður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.3.): 54
  • Sl. sólarhring: 209
  • Sl. viku: 1337
  • Frá upphafi: 140652

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 1045
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband