Helgi Seljan og Sunna Karen unnu að fréttinni frægu

Í Silfrinu í gær var varpað sprengju. Helgi Seljan sá frægi sjónvarpssmaður stóð á bakvið fréttina umdeildu á fimmtudaginn um Ásthildi Lóu, en einnig Sunna Karen sem sagði fréttina, og fleiri fréttamenn á RÚV.

Þetta vissi ég ekki, að Helgi Seljan kom hér að málum, og við að heyra Helga Seljan í varnarstöðu í Silfrinu í gær út af þessu verður manni ljóst, eins og hann talaði um sjálfur, að hann hefur margsinnis lent í þessari stöðu, að þurfa að afsaka og útskýra vinnubrögð sín í fréttamennsku.

Byrlunarmálið er auðvitað annað frægt dæmi um umdeilda fréttamennsku sem Helgi Seljan tók þátt í ásamt öðrum.

Þetta má orða með öðrum hætti:

Það verður strax fjör þegar Helgi Seljan fer í fréttamennsku á ný! Hann veldur fjaðrafoki og æsingi. Það var jú frétt fyrr í vetur að aftur væri búið að ráða hann á RÚV.

Helgi Seljan var næstum miður sín í gær í Silfrinu, sem stóð að fréttinni frægu ásamt Sunnu Karen og öðrum á RÚV. Hann barmaði sér yfir að mega ekki segja fréttir án þess að fá flesta á móti sér. Á honum mátti skiljast að fréttamennska væri tilgangslaus ef viðbrögðin eru svona.

Eiríkur Hjálmarsson fyrrverandi fréttastjóri Vísis var sá sem hljómaði hlutlausastur og hlynntastur Ásthildi Lóu í þessum þætti, fyrir utan Sigríði Hagalín frænku mína, sem vissulega sýndi góða takta eins og Egill Helgason forðum daga, fyrir meira en 10 árum, sem byrjaði með Silfrið, með því að reyna að draga fram fleiri hlið en eina á málunum.

Það var svolítið súrt að Ásthildur Lóa væri ekki með fleiri stuðningsmenn í Silfrinu, það var eini gallinn á þessum góða Silfursþætti í gær.

Í seinni hluta þáttarins var fjallað um varnarmál og meðal annars fjallað um hvort íslenzkur her væri nauðsynlegur. Þótt sú hafi ekki orðið niðurstaðan hefur samt færzt meiri þungi í þá umræðu og alvara, það er ekki bara fyndið að ræða slíkt lengur.

Áhugavert er að rifja þar sumt upp sem kom fram. Þegar brezki herinn hernám landið 1940 þá mætti hann ekki meiri andstöðu en frá einum íslenzkum lögregluþjóni á reiðhjóli! Sem sagt, landið var varnarlaust. Brezku hermennirnir voru hinsvegar 700 talsins! Væri því hægt að segja að Rússar þyrftu að frelsa okkur undan því brezka og ameríska hernámi sem við megum þola enn þann dag í dag, með gildum rökum! Jafnvel án þess að viðurkenna það, en slíkt helsi er það versta og ömurlegasta, þegar maður talar máli óvina sinna og böðla, yfirvaldsins, þá er sjálfstæðið nákvæmlega ekkert, en sjálfsblekkingin fullkomin.

Annað er einnig merkilegt.

Eva Önnudóttir stjórnmálafræðingur sem kemur einatt í viðtöl í fjölmiðlum hafði ekki samúð með Ásthildi Lóu, heldur studdi bæði Kristrúnu og RÚV, sem sé studdi valdið algerlega, og sagði að lögin væru á bandi þeirra aðila.

Ég vil minna á að þetta er einkenni kommúnismans eða annarskonar fasismahreyfinga, að fræðimenn tala máli valdhafanna, og eru eins og samloka í stuðningi, en almenningur verður útundan.

Þetta umdeilda mál með afsögn Ásthildar Lóu er ekki búið, heldur koma ætíð nýir og áhugaverðir fletir fram.


mbl.is Alma: „Harmleikur fyrir hana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.3.): 366
  • Sl. sólarhring: 382
  • Sl. viku: 1319
  • Frá upphafi: 140554

Annað

  • Innlit í dag: 302
  • Innlit sl. viku: 1027
  • Gestir í dag: 284
  • IP-tölur í dag: 279

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband