23.3.2025 | 03:59
Leifar af bjórbanninu
Hvaða áhrif hafa áfengisauglýsingar? Engin áhrif. Fyrir nokkrum áratugum höfðu auglýsingar áhrif, en ekki lengur. Mannskepna nútímans er svo mettuð af áreiti í tölvum eða snjallsímum og snjalltækjum að áfengisauglýsingar í sjónvarpi skipta engu máli. Þegar mettun skilningarvitanna verður fullkomin þá man maður hvorki né skynjar auglýsingar. Þetta bann við auglýsingum á áfengi er þannig dæmi um úrelt lög.
Þegar RÚV var allsráðandi, ekkert net, engir samfélagsmiðlar í tugatali, þá lærði maður auglýsingar utanað. Gott dæmi er auglýsing Sverris Stormsker: "Njóttu lífsins fáðu þér svala!" Ég er reyndar ekki viss um að hann hafi samið þennan lagbút, en einhverntímann auglýsti hann Svala um þetta leyti.
![]() |
Tveggja milljóna króna sekt lögð á Sýn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 6
- Sl. sólarhring: 111
- Sl. viku: 479
- Frá upphafi: 142713
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 382
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég man eftir þessum gömlu svarthvítu auglýsingum á RÚV sem maður sá í æsku, eins og til dæmis um konuna sem sagði um manninn sinn: "Hann hefur ekki verið mönnum sinnandi síðan hann fékk nýju Tandberg hljómflutningstækin!" Hann er að hlusta á fimmtu symfóníu Beethovens og þykist vera stjórnandi.
Wilhelm Emilsson, 23.3.2025 kl. 19:48
Takk fyrir þetta Wilhelm. Ég man eftir þessu og skellti uppúr. Já, í þá gömlu góðu daga þegar þjóðin velti sér yfir dagskránni á RÚV, en þá var hún líka merkilegri. Fullt af flottum heimildaþáttum frá BBC, Derrick, norrænar myndir, mikið jafnvægi í þessu. Sígildar svarthvítar bíómyndir frá 1940-1960... þetta var virkilegur metnaður.
Ein svarthvít mynd var sýnd í RÚV í vetur. Ég var mjög hissa þar til ég komst að ástæðunni: Henni var leikstýrt af konu og konur í flestum aðalhlutverkum. Undantekningin sem sannaði regluna circa 1960! Þetta sýnir RÚV til að sinna femínísku kristniboði sínu!
Takk fyrir skemmtilega og góða athugasemd. Beztu kveðjur.
Ingólfur Sigurðsson, 23.3.2025 kl. 23:35
Kærar þakkir, Ingólfur. Gaman að þú mundir líka eftir þessari auglýsingu :)
Wilhelm Emilsson, 24.3.2025 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.