22.3.2025 | 00:41
Hvers vegna þurfa öll þessi mál að koma fram í dagsljósið og sprengja ríkisstjórnir?
Þegar fréttamaðurinn á RÚV í gær túlkaði lýsingar Ásthildar Lóu svona á barnsföðurnum:"Ágengni, umsáturs-einelti,", þá fór ég að velta fyrir mér orðunum ást og ástsýki. Er lýsing ráðherrans rétt? Er hún að ýkja þetta honum í óhag eða hvað?
Mér finnst það merkilegt að siðferði getur stefnt í þveröfugar áttir og að ein tegund af siðferði er ekki til sem er rétt og algild. Þetta hef ég sérstaklega lært með því að skoða heiðin trúarbrögð sem geyma önnur gildi en þau kristilegu.
Ég las það á síðu Ómars Geirssonar að einn í athugasemdum segir að hann hafi enga siðferðiskennd fyrst hann fordæmir ekki Ásthildi Lóu eindregið og afdráttarlaust. Ja, þá er stór hluti þjóðarinnar án siðferðiskenndar, ef svo er, ef maður á að fordæma hana án þess að skilja neitt hennar hlið málsins.
Hvorki skil ég hatur í hennar garð án neinnar minnstu fyrirgefningar né skil ég blinda dýrkun á henni og að ekkert sé við þetta sem skaði ríkisstjórnina. Þetta skaðar ríkisstjórnina úr því að samfélagsreglurnar breyttust með Metoo, og aðeins þessvegna. Fyrir nokkrum áratugum hefði flestum þótt þetta hið bezta mál og ekkert útá þetta að setja, kannski jú vegna þess að hún var leiðbeinandi á vegum kristilegra samtaka ekki nógu heppilegt að öllu leyti.
Það er skrýtið að fólk þurfi að skipa sér í hatrammar fylkingar út af þessu máli. Manneskjan er búin að segja af sér. Það er til fyrirmyndar og þannig er þetta erlendis.
Hún ætti að eiga sér framtíð í pólitík samt þrátt fyrir þetta, varla er þetta svo slæmt fyrir hana.
Síðan eru það viðbrögð Kristrúnar og trúnaðarbresturinn sem hún er sökuð um og hennar ráðuneyti. Hér verða allir að tipla á tánum og gæta þess hvað þeir (þær) gera.
Þetta er fyrsta stórmálið sem reynir á ríkisstjórnina. Skráningarklúðrið var bara til að hita upp fyrir þessi alvöru átök. Hér er farið að saka sjálfa Kristrúnu forsætisráðherra um að koma ekki rétt fram við þegn landsins, Ólöfu Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóðir barnföður Ásthildar Lóu.
Hér hafa tilfinningar verið særðar, og það er ömurlegt. Hér er því reitt hátt til höggs og í högginu getur ríkisstjórnin öll fallið, eða komið stórsködduð útúr þessu. Viðbrögð Kristrúnar og annarra í ríkisstjórninni eru bókstaflega undir smásjá.
Við lifum í heimi þar sem fólk getur sjálft skilgreint hvenær komið er vel eða illa fram við það, hvað er móðgun, áreitni, ofbeldi eða hvaðeina annað jákvætt eða neikvætt.
Ég er sammála Ólöfu með það að úr því að hún óskaði eftir trúnaði er skrýtið hvernig þetta komst á flug í samfélaginu og sprakk út eins og blaðra, eins og í Wintrismálinu, umsátrinu um Sigmund Davíð.
Ég er sammála Ólöfu um að í okkar nútímaþjóðfélagi er ekki boðlegt að trúnaðarupplýsingar fari í fjölmiðla eða annað ef þess er óskað að það gerist ekki.
Okkar þjóðfélag byggist æ meira á upplýsingum og vitneskju, hver er ábyrgður, hver dreifir hverju og hversvegna, og hvort og hvernig hægt er að stjórna flæði upplýsinga eða hindra að fólk særist.
Hugverkaiðnaðurinn er að verða stærsta útflutningsgrein landsins, það er í samræmi við þetta.
En nú ætla ég að fara útí það sem mér finnst skipta mestu máli.
Nýleg frétt fjallaði um að fæðingum sé alltaf að fækka á Íslandi og víðast hvar annarsstaðar. Þetta er hinn mesti hryllingur sem mannkynið stendur frammi fyrir, að það er að deyja út, eða gæti farið svo.
Nýlega hef ég verið að fræðast um þrumuguðinn Taranis, hinn gaulverska. Hann er alveg eins og þrumuguðinn Júpíter með það að hann er kvensamur, og á mörg afkvæmi. Ekki nóg með það, hans framferði myndi vera túlkað sem raðnauðganir nú til dags. Sögurnar um hann lýsa því hvernig hann brá sér í allra kvikinda líki til að hafa samfarir við konur, láta þær elska dýrin, sem síðar breyttust í þennan guð sem hann er, sem gat nauðgað þeim, varla er hægt að túlka þessar frásagnir öðruvísi. Einnig er eins og hann hafi dáleitt þær með mætti sínum og valdi, en farið svona lymskulega að því, kannski til að sýna yfirburði sína og vald. Seifur var svona líka meðal Grikkja, þeirra æðsti guð, og svo Júpíter meða Rómverja, báðir líka þrumuguðir eins og Taranis, og æðstir í fjölskyldunni, að því er virðist, þótt eitthvað hafi þetta verið flóknara meðal Gaulverja, sem röktu ættir sínar til Dis Pater, sem var Plútó meðal Rómverja en Hades meðal Grikkja, undirheimaguð og guð dauðra eða dauðraríkisins.
Mér finnst það mjög flókið hvernig Taranis, Esus og Teutatis tengjast, og hvernig Cernunnos var lífstréð eða tákn þess en þeir allir þrír í heild tákn fyrir þetta ofurtré.
Ef maður spáir í það hversvegna þetta nauðgunareðli karlmanna var upphafið og dýrkað fyrr á tímum, þá var það auðvitað til að helga nauðganir og leggja blessun sína yfir þær, til að sem flest börn fæddust. Þesskonar siðferði hafði gildi og gerði gagn.
Okkar úrkynjaða siðferði hefur þann eina tilgang að útrýma okkur.
![]() |
Sakar ráðuneyti Kristrúnar um brot á trúnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.3.): 35
- Sl. sólarhring: 297
- Sl. viku: 836
- Frá upphafi: 139701
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 668
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning