Hvernig geta kristnir menn og vestrænir almennt sætt sig við hvernig Gazabúum er slátrað miskunnarlaust? Rétt eins og í tilfelli Pútíns þá eru allar afsakanir notaðar til að halda hernaðinum áfram og slátra fólki. Þó er Ísraelsher í meiri yfirburðastöðu en Rússlandsher, sérstaklega vegna þess að Bandaríkin senda Ísraelum vopn, en fyrir eru þeir með hátæknivopn og allskonar vopn eins og Rússar.
Rétt eins og það er hægt að segja að Rússar vilji ná allri Úkraínu á sitt vald þannig vilja Ísraelsmenn ná öllu Gazasvæðinu á sitt vald. Tillaga Trumps um að búa til baðströnd á Gaza kemur því eins og himnasending til ísraelskra stjórnvalda, sem einmitt vilja hafa svæðið algerlega á sínu valdi og að Palestínumenn flytjist í burtu þaðan.
Ég held að það sé ljóst að Hamas árásin þann 7. október var ætluð til þess að fá samúð heimsbyggðarinnar, og verða nýtt dæmi um Helför, sem að þessu sinni sjálf fórnarlömb hennar fremja.
Þetta er auðvitað mikil sorgarsaga, heimska, grimmd og hvaðeina, en það verður að spila úr stöðunni á einhvern hátt sem er viðunandi.
Maður sér það í fréttunum að Gazabúar vilja ekki fara, og þarna mætast stálin stinn. Raunar er palestínsk þjóðerniskennd ekkert minni en sú ísraelska, og samtakamáttur islömsku þjóðanna er mikill í því að öll Palestína tilheyri þeim sögulega.
Nú hef ég verið að skoða ýmis Youtubemyndbönd og hef lesið ýmislegt. Sumir halda því fram að bæði Nýja testamentið og Gamla testamentið byggist á skáldskap en engum veruleika, að hvorki guð Gamla testamentisins sé til né hafi Jesús Kristur verið annað en skáldskapur Rómverja.
Ef þetta er satt þá hafa Ísraelsmenn ekkert tilkall til landsins sem þeim var úthlutað eftir seinni heimsstyrjöldina.
Þegar landakröfurnar byggjast á trúarriti eins og Biblíunni, þá er mjög hægt að efast um trúverðugleikann.
Óskar Helgi sem stundum kemur með snjallar athugasemdir kom fram með þá tillögu að Ísraelsmenn fengju annarsstaðar landsvæði.
Rétt er að standa með Ísraelsmönnum eins og hægt er. En þegar kemur að því að gera minni kröfur til þeirra um mannúð og frið, þá held ég að málin fari að vandast allverulega.
Þegar konur og börn deyja á svona litlu svæði af völdum árása, þá hlýtur samúðin að vakna með þeim.
![]() |
Yfir 300 sagðir látnir eftir árás Ísraelshers á Gasa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.3.): 9
- Sl. sólarhring: 182
- Sl. viku: 686
- Frá upphafi: 139244
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 561
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning