17.3.2025 | 01:31
Finnið þið ei styrkinn aldamótaverks, ljóð frá 9. júlí 2005.
Höllin skal þig hylla,
hefur þú nú skilið?
Þar sem reyna borgir bakka að fylla
en bagalegt er gilið.
Okkur sagt að engin fátækt bíði,
auðlegð landsins fljótandi, komandi, skildu það!
Ei ég kemst frá ástarstríði,
eins og nagi drekinn jafnvel sígilt vað.
Hvort særði móðir syni?
Sumir fá til baka.
Það er raunar þessu í, gamla skyni,
því mun vini saka.
Bíður vélin, lokuð kona, kerfið,
kannski bara á teinunum járnbrautin, örlag þitt...
Þið sem núna áþján erfið,
eigingirnin skilar tapi, blómið mitt.
Ef ríkir friður, frelsi
hve fáránlegt að græða...
Nægjusamur forðast heimsins helsi,
þótt heimsk sé nærstödd læða.
Þú opnar rásir, félagslífið fúla
flýr á harðasprettinum, sigurinn reyndist grjót.
Oft ég vildi í einsemd púla,
ekki lengur, nóg hef gert og skil ei hót.
Þótt margt við markið stoði
er mannsins negg of kalið.
Er himnaríki hennar enn í boði?
Ég hef svo fjarri dvalið.
Þér tjáð er nú að auður eflist manna.
Allir ríkir? - Góðærið stöðuga klakalands.
Kona er vill það bezta banna
bölvís skaðar heiminn, drottning taps og grands.
Þótt oft við arin lúri
er arfafullt nú beðið.
Þær segja margar sitt í hugans búri,
Mér sýnist kólna geðið.
En furðusögur RÚV og ríkidæmið,
reyndar dansar klappstýrir, jafnaðartrúin sterk.
Þið sem burt nú fegurð flæmið,
finnið þið ei styrkinn aldamótaverks?
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 8
- Sl. sólarhring: 159
- Sl. viku: 578
- Frá upphafi: 139034
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 474
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning