Flokkurinn sem boðar að Trump megi kaupa Grænland er orðinn næststærstur á Grænlandi, 24.5% Það eru stór tíðindi

Oft er eitthvað sagt í framhjáhlaupi á RÚV sem vekur áhuga minn, eins og þegar fréttaskýrandinn sagði að flokkurinn sem vildi leyfa Trump að kaupa Grænland væri orðinn næststærstur. Ég var ekki viss um að ég hefði numið þetta rétt, en engu að síður kemur þetta líka fram í fréttinni sem tengd er við bloggið, svo augljóst er þetta.

Naleraq tvöfaldaði fylgi sitt, úr 12% í 24.% prósent, en Demokraatit er stærstur, með 29.9%. Þannig að þótt Björn Bjarnason hafi skrifað að "Grænlendingar hafi ekki áhuga á að kasta sér í fangið á Trump," þá mætti samt fullyrða að mikill og vaxandi áhugi sér á einmitt því meðal Grænlendinga, og að næststærsti flokkurinn hafi það á stefnuskrá sinni, Naleraq. Það er þó rétt að hægrisveifla er í Grænlandi, því ég trúi Birni Bjarnasyni að Demokraatit sé frjálslyndur hægriflokkur.

Þegar allt kemur til alls þá hefur áhugi Trumps á að kaupa Grænland verið eins og vítamínsprauta í sjálfstæðisbaráttu þeirra, og áhuginn erlendis frá staðfestir það að Grænlendingar eru komnir vel á heimskortið með aðstoð Trumps.

Hér er því enn ein sönnunin fyrir því að óvinir og hatursmenn Trumps og hans stjórnmála fara síður en svo með rétt mál nema stundum.


mbl.is Demokraatit sigurvegari kosninganna á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Flott grein og tími til kominn að einhver "ÞORI" að mótmæla BULLINU og SJÁLFUMGLEÐINNI í Birni Bjarnasyni......

Jóhann Elíasson, 13.3.2025 kl. 11:07

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir gott hrós Jóhann. Tja, ég geri það nú ekki nema mér þykir ástæða til að leiðrétta hann. Hann er mikill fagmaður og hefur afrekað margt, en eins og margir vill hann móta söguna með því að orða hlutina á þann hátt að ekki komi í ljós að sjónarmið sem honum eru síður að skapi séu að blómstra eða eiga vinninginn.

Já, og það eru fleiri en hann, fjölmiðlafólk almennt sem grefur hausinn í sandinn og afneitar, vel að merkja, ég er ekki síður að vekja athygli á þessu sem fæstir segja frá svona, á þessu landi Trumphataranna. Þetta sýna bara tölurnar.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 13.3.2025 kl. 23:31

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get nú ekki verið sammála þér um það að Björn Bjarnason sé mikill fagmaður og hvað hefur hann afrekað?  Var það afrek að koma Íslandi inni Schengen? Eða var skýrsla hans um "KOSTI OG GALLA" AF ÞÁTTTÖKU ÍSLANDS Í EES SAMSTARFINU -  ÞAR SEM HANN (einhverra hluta vegna) FANN BARA KOSTI EN ENGA GALLA eitthvert afrek?  Að mínu mati er hann bara "PÓLITÍSK RISAEÐLA", sem "klukkan" stoppaði hjá í KALDA STRÍÐINU..... 

Jóhann Elíasson, 14.3.2025 kl. 10:23

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir þessa athugasemd Jóhann. Þér að segja er ég meira sammála þér en ég þorði að viðurkenna í svari mínu. Hann er bara einn af þessum ráðherrum sem hafa á sér goðsagnablæ fyrir að boða íslenzkan her og fleira. Ég vildi forðast að vera með óþarfa neikvæðni, það var allt og sumt.

En ég skal viðurkenna það hér í hreinskilni úr því að þú orðar þetta svona að ég er talsvert sammála um að hann sé enn fastur í kalda stríðinu. Eiginlega felst það í sumu af því sem ég hef gagnrýnt hann fyrir. 

Það versta er að hann hefur mótað Þórdísi Kolbrúnu talsvert mikið, held að hún dýrki hann, og þessvegna held ég að hann beri talsvert mikla ábyrgð á þessari and-rússnesku stefnu stjórnvalda.

Ég tel það mögulegt, að hann sé kennara-ímynd og ekki alltof holl fyrir pólitíkusa af hennar tagi.

Takk fyrir ágætt svar.

Ingólfur Sigurðsson, 14.3.2025 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 34
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 507
  • Frá upphafi: 142741

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 403
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband