10.3.2025 | 00:06
Kristilegir þankar
Bæn, iðrun, vitnisburður og fyrirgefning. Já, ég vil aðeins fjalla um þessi atriði.
Ég iðrast þess að hafa farið inní þennan heim á milli lífa.
Ég vil fyrirgefa sjálfum mér og öðrum.
Vitnisburðurinn er allt sem við gerum frá upphafi til enda.
Bænin já, hún er ekki fyrir mér að biðja til eins guðs. Samkvæmt Ásgeiri Blöndal er orðið komið úr armensku, bhani, ban, í merkingunni ræða. Gríska phone, rödd. Skylt bann. Það er aftur skylt að forbæna, bölva.
Guðir heyra, jafnvel það sem sagt er í andanum. Bænin er því bæði hatur og ást eða neikvæð og jákvæð, hún leiðir okkur á milli skeiða í vitund Vila.
Þótt ég forvitni mín sé mikil þegar kemur að heiðum trúarbrögðum og allskyns kukli og femínisma, þá finnst mér það dýrmæta úr barnæskunni vera auðmýktin í kristninni sem ég upplifði í bernskunni.
Það sem maður heldur eftir af barnatrúnni er eitthvað slíkt. Maður getur þó ekki verið auðmjúkur gagnvart því sem manni finnst augljóslega rangt.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Aðeins kærleiksrík vera gat keppt við Krist um vinsældir, ekk...
- Ástandið á Gasa sem ekki er bara Hamas að kenna er undirrót s...
- Svaraverðir menn, þeir sem styðja lífstefnu en ekki helstefnu
- Sókn er bezta vörnin - það er sú stefna sem hjálpar mest ísle...
- Mestu árásirnar mæta kristninni þegar reynt er af alvöru að k...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 46
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 690
- Frá upphafi: 159873
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 542
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður Ingólfur, -að minna á mátt bænarinnar.
Og einnig fyrir að minnast þeirrar bænar sem stundum er kölluð á ensku; -be careful what you wish for.
Bestu kveður.
Magnús Sigurðsson, 10.3.2025 kl. 05:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.