Það gleymist að enginn vinnur stríð með kjarnorku. Það þarf alvöru hermenn til þess og alvöru vopn. Með hræðslunni gerir þú bara aðra og sjálfan þig hræddan

Ég var að horfa á myndina Oppenheimer í sjónvarpinu. Skelfilegur sársauki og iðrun er gegnumgangandi þráður í gegnum myndina, eins og Oppenheimer hafi gengið í gegnum Helvíti á jörð fyrir að hafa fundið upp kjarnorkusprengjuna - og séð eftir öllu saman.

Í örvæntingu sinni reyna Evrópulöndin að magna upp nýtt kjarnorkuvopnakapphlaup eins og það sé svarið við uppgangi Rússa og annarra BRICS þjóða.

Ef fólk heldur að heimurinn sé svarthvítur þá er auðvelt að ýta á kjarnorkuhnappinn og enda þetta líf og valda heimsendi.

Ef fólk heldur að allir sem eru ósammála sér séu einræðisherrar, stríðsglæpamenn, hefnigjarnir og harðstjórar, þá er auðvelt að hata og ganga í herinn eða byrja stríð

Vil minna á fjölmörg Youtube myndbönd þar sem fjallað er um að heimska sé hættulegri en mannvonzka.


mbl.is Vill kanna möguleika kjarnorkuvopna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur.

Myndin um Oppenheimer var mögnuð einmitt vegna þess að hún náði að lýsa sársaukanum.

En hápunktur hennar var þegar Truman henti Oppenheimer út af skrifstofu sinni, hann gæti vælt annars staðar því Truman þyrfti að takast á við raunveruleikann.

En óttinn við kjarnorkusprengju þýðir samt ekki það sama Ingólfur að þar með eigum við að lifa í heimi þar sem sá sterkari kúgi þann veikari, megi ráðast inná heimili hans, myrða konur hans og börn.

Það er ekki skilgreiningin á friði Ingólfur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2025 kl. 11:07

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Við höfum nú deilt áður um þetta Ómar.

Viðhorf mín til Pútíns eru ekki hliðholl eingöngu vegna þess að hann er voldugur, heldur vegna þess að okkar þjóðfélag þarf að bæta og ég held að hann geti það og enginn annar, ekki Trump sem eru meira undir hælnum á auðvaldinu.

Þó er ég mjög ósammála að það eigi að berjast við ofureflið ef spilið er tapað. En þetta er að vísu flóknara og þú hefur nokkuð til þíns máls, að enginn á að komast upp með kúgun bara í krafti kjarnorku. Nei, ég hef sagt, að þá er heimsendir betri.

Friður var hér áður fyrr skilgreindur á þrennskonar hátt.

!) Friður við guðina.

2) Friður við samvizkuna.

3) Friður við samfélagið, eftir þjóðfund, eða þing.

Pútín er ekki ofurefli. Hann er kraftbirting Jahve, Guðs Biblíunnar. 

Ég veit nú ekki með styrk Pútíns. Hann stendur hálfvöltum fótum, miðað við að þung undiralda er heimafyrir, og enn þyngri hér á Vesturlöndum.

Í yfirskrift þessa pistils skrifaði ég um óttann. Það mátti skilja þannig að ég hafnaði honum. Því er ég á móti kjarnorkuvopnum og vil að þeim verði eytt.

Ég er sammála þér að óttinn má ekki stjórna fólki, en hann gerir það nú samt. Óttinn stjórnar fólki. Þessvegna eru sterkustu flokkarnir kosnir en ekki þeir beztu. Þessvegna komst ekki Arnar Þór til valda eða Jóhannes í kóvítandstöðuflokknum.

Ég vil frekar kalla það skynsemi að semja frið þegar menn eru komnir út á hálan ís, eins og Pútínog Selenskí. Sumir hafa líkt því að vera quislingur. Ég móðgast ekkert af því, en lít bara öðruvísi á.

Eins og Birgir sagnfræðingur Loftsson, ég lít þann á að þetta sé ekki til að hafa áhyggjur af. Pútín fer frá völdum og landamærin breytast aftur.

Færri konur og börn og karlmenn myndu falla í þessu stríði ef friður væri saminn.

Friður er kannski oftast kúgun, eða alltaf, í okkar heimi þar sem réttlætið ríkir ekki.

Takk samt fyrir innlitið. Hressandi eru orðin þín.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 9.3.2025 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 34
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 507
  • Frá upphafi: 142741

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 403
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband