7.3.2025 | 06:38
Maður getur fyrirgefið öðrum sem eru ósammála manni ef maður skilur að fólki er fjarstýrt frá öðrum hnöttum
Einstaklingum okkar jarðar er fjarstýrt frá öðrum hnöttum og ég er enn á þeirri skoðun. Það er ein helzta ástæðan fyrir því að tilgangslaust er fyrir smámenni eins og mig að fjalla um eitthvað, það breytir eiginlega engu. Það eru eigendur einstaklinganna sem koma inn hugmyndum þeirra, stjórna þeim.
Þetta getur hjálpað manni til að skilja annað fólk og fyrirgefa því jafnvel framkomu sem er særandi.
Reyndar er það svo að fólk tilheyrir hjörðum og innrætingin fer fram í gegnum samfélagsmiðla, vinahópa, skóla, bækur og fjölskyldumeðlimi, en á bakvið hjarðirnar standa eigendur, djöflar eða guðir eða mannkyn sem standa ofar okkar mannkyni, stundum samt ekki svo mjög.
Það er tilgangslaust að reyna að kenna fólki. Það er einnig tilgangslaust að halda að með listinni sé hægt að verða andlegur leiðtogi. Slíkir tímar eru liðnir. Allt listafólk í dag fellur í grófum dráttum - með undantekningum auðvitað - undir það að vera egóistar. Þannig egóistar vilja fá hrós og klapp eða smá fjárstuðning í formi sölu, en það er ekki að fara að breyta heiminum, nema þá sem meðlimir hjarðar.
Ef einhver kemur fram með sannleika sem þá hefur það ekki áhrif. Sundrungin er of mikil til að það hafi áhrif.
Til að heimsspekingur verði þekktur þarf hann viðurkenningu. Áður fyrr, þegar samfélagsmiðlar voru ekki til, aðeins bækur, þá voru auðvitað líka til heimsspekingar sem ekki urðu frægir, en margir urðu þó frægir vegna þess að fjöldann þyrsti í sannleika og speki. Nú er offramboðið á svo mörgum sviðum þannig að við daufheyrumst við flestu.
Til að skilja þróun veraldarinnar þarf maður að sjá hvert við erum á leiðinni, til Vítis, og hvers vegna.
Trúarbrögðin kenna mörg að það sé vegna synda okkar. Auðvitað er það rétt. En það er bara ein skýring af mörgum.
Mannkyn koma af öllum stærðum og gerðum eins og við mennirnir. Í fjölheimunum má búast við því.
Þótt það geti verið að við séum í sýndarveruleika eins og sumir vísindamenn halda fram, þá er það svolítið önnur pæling að segja að alheimurinn sé ekki til, eins og heimsspekingur sagði við mig í svari í athugasemd. "Allt lygi sem í alheiminum er þar af leiðandi?" Það er pæling sem er allrar athygli verð.
"Myndbirting
meginguðs.
Esus, Ljósi,
Önd ok Niflur.
Ljóseindir
es Loki ok hvaðeina.
Heimsfellir
ok Haftaloka".
Þetta vissu landnámsmennirnir og skráðu. Varðveittist ekki til okkar daga nema í brotum og sumt af þessu.
Nei, það sem ég vildi bæta hér við á skýrari íslenzku, að við lifum í sýndarveruleika þýðir ekki það sama og að heimurinn sé ekki til. Núna fyrst á okkar tímum eru vísindamenn farnir að komast þar sem drúíðar höfðu hælana. Ekki skrýtið að maður leiti til þeirra.
Þessu skylt er að skammtaeilífð getur líka verið refsing og er það oft og einatt, en stundum þó ekki.
"Haftaloka" er heimsblekking.
Loka er orð úr sanskrít og merkir reikistjarna. Við lifum á einni slíkri reikistjörnu. Ýmis heiti er hægt að skilja á mörgum plönum.
"Haftaloka" er þannig tilvera eða mannfélag eins og okkar þar sem höftin eru til staðar að óþörfu. Þar er heimsblekkingin.
En við þurfum meira af kærleika og fyrirgefningu. Ef fólk notar ekki gömlu aðferðirnar, kristni eða önnur eldri trúarbrögð, þá þarf að finna nýjar.
Mig langar til að venja mig af þeim ósið að fjalla um eitthvað og koma með það sem mér finnst.
En nýlega setti ég færslu á Fésbókina þar sem ég lýsti því yfir að ég væri enn femínisti - að nokkru leyti, úr því ég styddi hina nýju ríkisstjórn kvennanna.
Nú er það ljóst að Inga Sæland er ekki eins lýtalaus og haldið var. En ég kaus hana ekki, ég sá það fyrir að þar yrði bara annað stjörnuhrap og vonbrigði. Allt þetta stjórnmálafólk er fast á hjóli eigingirninnar og sjálfhverfunnar. Það hefur jú hugsjónir oft og einatt, en síðar tekur bara dýrðin við, glysið og sjálfsánægjan að vera kominn með ráðherralaun og allt það.
En fólki er stjórnað. Ég mun því aldrei verða vinsæll tónlistarmaður á þessari jörð, eins og mig dreymdi um. Nema ef eigendur þessa mannkyns sjá sér hag í því, og aldrei að segja aldrei í þeim efnum.
Að hafa rétt fyrir sér, það er ekki mitt keppikefli. Aðrir mega alveg hafa rétt fyrir sér, eða vera vinsælli en ég í tónlist.
Það eru eigendurnir sem ráða, og tala í gegnum fólk.
Það situr fyrir framan tölvur, og fólk talar það sem það vill að það tali.
Ef við hugsum um allar sálirnar sem hafa dáið og farið frá jörðinni.
Hvað á allt þetta fólk að gera?
Það fær stöðuhækkun stundum. Eða stöðulækkun. Aftur í sama bekkinn, eða miklu verri bekki.
Þeir sem fá stöðuhækkun fá að stjórna svona fíflum eins og okkur.
Eins og ég segi, ég hef óbeit á því að hafa rétt fyrir mér eða að ef ég skyldi geta orðið vinsæll tónlistarmaður. Þó hef ég stundum sózt eftir vinsældum og öðrum sem ég hef óbeit á stundum.
Rökræður við bjána á þessari jörð eru hræðilega tilgangslausar. Fólk þarf að þóknast eigenda sínum. Fólki er skítsama um sannleikann. Tilhvers eru þá samræður? Til einskis.
Það er miklu áhugaverðara að skilja hvaða lögmál búa þar að baki.
Málið er þetta, sama hvernig fólk tjáir sig, hvort maður er ósammála því eða sammála, það skiptir ekki máli. Sem sé, heimurinn ferst ef það er vilji eigendanna.
Það sem sumir vita ekki er að þótt ýmsir telji að við lifum í sýndarveruleika þá er hann öðruvísi en fólk heldur, því hann hefur afleiðingar og veruleikatengingu. Ákvarðanir okkar skipta því máli og þetta líf allt í heild sinni hjá hverjum og einum.
Kærleikurinn, friðurinn, hamingjan, þetta eru atriði sem skipta máli.
Þú lesandi góður getur snúið á eiganda þinn með því að vera meðvitaður um tilvist hans, sem er að pikka á sína tölvu og stjórna þér, eða reyna það, því stundum mistekst það líka.
Dr. Helgi fjallaði um draumgjafana. Það er eitt orð, en lýsir þessu ekki til hlítar. En lucid dreaming er hugtak á ensku sem er merkilegt, og það þýðir meðvitaður draumur eða gegnsær draumur, þegar fólk veit að það er að dreyma, í svefninum.
Yfirleitt gerist þetta þegar fólk er að vakna, þegar tengslin við draumgjafann eru að rofna. Það er einnig þetta tímabil þegar hægt er að muna draumana, en oftast aðeins stutta stund á meðan maður er að vakna.
Ég hef stundum snúið á eigendur mína með því að kjósa það sem ég vil EKKI kjósa. Það er ákveðinn brandari í vítum af okkar tegund til að rugla eigendur okkar.
Þetta veldur ákveðinni endurstillingu í stutta stund. Ég mæli með þessu, sérstaklega á okkar tímum þegar kosningar eru yfirleitt marklausar og brandarar eigenda okkar, á okkar kostnað.
Maður er að sóa sannleikanum á fólk sem ekki kann að meta hann. Það á maður ekki að gera. Eins og Bubbi Morthens sem kann að smjaðra og ljúga stöðugt, þannig á maður að vera. "Einatt flaggandi smælinu góða við fjandann í sátt". (Megas:"Ef þú smælar framaní heiminn").
Ef maður er hræsnari og samvizkulaus, þá gengur manni vel, annars ekki.
En ég ætlaði að fjalla um fyrirgefningu og kærleika af því að það er hagnýtt.
Stundum þarf maður að fara í útúrdúra til að fólk fatti og viti að maður hafi einhverja þekkingu.
Ef maður kemur með einföld ráð þá hljómar það stundum eins og hroki. Ef maður birtir ráðin í löngu máli eins og hér, þá fatta sumir sem er snjallir að maður er búinn að fá þekkinguna með þjáningu og með því að hanga á tré eins og Óðinn.
Já, friðsemd og það, fyrirgefning.
Það er gott að hafa það í huga að fólk sem þú ert ósammála það hefur ekki þær skoðanir sem það þykist hafa, heldur eigendur þessa fólks. Það er samt ekki alveg afsökun að vera andsetinn og huglaus, nema að hluta til.
Þegar búið er að eyðileggja fólk viljandi þýðir lítið að biðja fyrir því, nema að margir biðji kannski.
Þetta er allt mjög sorglegt.
En það sem ég vildi sagt hafa er þetta:
Það skiptir ekki máli hvort Trumpistar sigra eða Bidenistar. Á endanum erum við leikmenn og eigendur okkar ráða og bera ábyrgð, en ekki við. Sem er þó að vísu einföldun, því við berum smá ábyrgð. Við getum fríað okkur undan dáleiðslunni og eigendum okkar, en þorum það sjaldnast.
En hvað fyrirgefninguna varðar þá þarf að segja þetta, að við erum tröllabeita. Ég hef skrifað um það oft áður en enginn hefur skilið það, jafnvel ekki þeir snjöllustu.
Ég vil ekki útskýra þetta í smáatriðum vegna þess að veruleikinn er í andstöðu við pólitískan rétttrúnað og froðumenningu nútímans.
Eða sem sagt: Sannleikurinn er ekki í samræmi við pólitískan rétttrúnað.
Ef maður lætur það ekki eftir sér að hafa skoðanir þá endar maður eins og gamla fólkið sem er orðið svo lokað inni í sínu bergmáli að það heyrir hvorki í sjálfum sér né öðrum. Nóterið vel að margt ungt fólk í okkar nútíma er jafnvel eldra og huglausara en margt fólk sem er aldrað í árum talið.
Þannig að aldur er afstæður og þeir yngstu oft þeir elztu. En nóg er til af fólki á mömmu aldri og pabba aldri sem tekur við engum nýjungum, hlustar á ekkert sem maður segir, skilur ekkert sem maður segir. Það er það sem ég á við. Það er óháð líffræðilegum aldri, en þó er það náttúrulögmál að ungt fólk er frekar móttækilegt, þótt það sé ekki alltaf þannig.
En fyrirgefning og skilningur og að umbera leiðinlegt fólk sem við erum ósammála. Hvernig gerum við það?
Í alvöru, þetta er rétt hjá mér, eigendur okkar stjórna okkur. Þessvegna er fólk mjög oft ekki marktækt.
Minnimáttarkenndin stjórnar fólki. Það rígheldur sér í lygina sem það lærði í hópnum, hlustar ekki á sannleikann, skilur ekki, fattar ekki, vill ekki skilja, vill ekki fatta, til að missa ekki tengslin við hópinn sem er uppfullur af einhverjum þvættingi.
Fréttirnar í dag eru beita fyrir okkur, tilgangur þeirra er að láta okkur rífast og haga okkur eins og fífl, því þá hlæja eigendur okkar sem horfa á raunveruleikasjónvarpið, okkur.
Ég er hættur að birta ljóð eftir mig, ég fæ hvorki hrós né lestur né peninga fyrir þau, ekki frekar en tónlistina.
Þannig endar þetta kannski að lokum að maður hættir alveg að nenna að tjá sig.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 29
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 502
- Frá upphafi: 142736
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 398
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.