Kvennalistinn var flokkur náttúruverndar næst á eftir jafnréttismálunum

Nú eru konur að stjórna jafnvel meira en karlmenn, á Íslandi og víða. Maður skyldi því ætla að náttúruvernd væri sinnt, en VG var notaður í að hrinda öfgamálum til framkvæmda. Ég er mjög óánægður með það að umhverfisvernd hverfur í skuggann af öðrum málum, jafnvel í Þýzkalandi þar sem vel hefur verið gætt að þessu.

Ef maður spáir í veðrið núna í vetur þá held ég að óhætt sé að segja að það sé ekki hefðbundið vetrarveður. Þessi stöðugi lægðagangur og stormar segja manni að öfgar í veðurfari eru staðreynd en ekki kenning. Ég held að haustlægðir hafi verið algengari áður af þessu tagi, en nú er miður vetur að vísu. Vissulega hafa sum ár verið eitthvað svolítið í líkingu við þetta áður, sem ég man eftir, en varla svona stöðugt og mikið.

Það er óeðlilegt að ekki sé meira stöðuglyndi í veðurfari að minnsta kosti þessa mánuði sem eiga að vera kaldastir á Íslandi. Oft hefur á árum áður verið lítill vindur vikum saman, og snjór eða slydda öðru hvoru, en þessir stormar hafa verið í sterkasta lagi og margir í röð. Maður þarf ekki að vita mikið um veðurfræði til að skilja að hér eru átök á milli heitra loftstrauma og kaldra, en á þessum árstíma og á þessari breiddargráðu er það óvenjulegt, mundi ég halda, við erum svo nálægt norðurheimsskautinu.

Sótt er að Golfstraumnum, það er alveg deginum ljósara. Hann mun ekki standast þennan ágang að eilífu ferskvatns frá Grænlandi og Norðurheimsskautinu. Að halda það er bara algjörlega órökrétt.

Ég kappkosta að vera laus undan múlbindingu flokksaga eða rótgróinna flokkslína. Að sumu leyti samsama ég mig vinstrinu, en að öðru leyti hægrinu.

Enn fremur hef ég meðfædda tilhneigingu til að vera ósammála valdinu sem ríkir hverju sinni og horfa á gagnstæðar hliðar.

Það að ég vil þjóðlega stefnu og efla sveitir landsins en ekki þéttingu byggðar og ofurtæknivæðingu fer saman við umhverfisverndaráherzlur mínar. Það vill bara þannig til að það fer þvert á hægri-vinstri línur hefðbundnar.

Þegar Hægri grænir komu fram hreifst ég, en þeir fengu ekkert fylgi.

Framsókn hefur svikið sína stefnu of oft til að ég hafi geð í mér að kjósa þann flokk.

Miðflokkurinn er of mikill kapítalismaflokkur til að ég hafi mikinn áhuga á að kjósa þann flokk.

Ég átti vini og kunningja í Vinstri grænum.

Ég kaus ekkert síðast.

Það þarf meira af hugsjónafólki á Íslandi sem fær fylgi og er ekki bara að hugsa um að græða og fá völd.

Hvað varðar að fá Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann Sjálfstæðisflokksins, það er áhugavert og hún er jafnaldri minn, fædd á sama ári, og ungleg er hún í útliti. Það mun þó aðeins koma í ljós hvernig hún reynist.


mbl.is Segir stórtjón hafa orðið vegna sjávarflóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.3.): 47
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 724
  • Frá upphafi: 137587

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 526
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband