Orð í gaulversku 2

Áður fyrr var nauðsynlegt að læra latínu og grísku í skóla. Gaulverskan er frá þeim tíma, en sigurinn mikli er að nú hefur tekizt að setja hana saman á ný, eins og talið er að hún hafi verið. Ókeypis er hægt að hlaða niður orðabókum, þó ekki á íslenzku, aðeins á ensku úr gaulversku.

Ég fagna þeim sigri með því að þýða þetta áfram í áföngum eftir því sem ég nenni og tel tímabært að bæta við þetta til kynningar og skilnings, skemmtunar.

 

Latínan er ekki ólík gaulverskunni. Gaulverskan er samsett mál, með hjálp gervigreindar hefur tekizt að setja hana saman á ný. Að öllum líkindum voru þó til margar mállýzkur, og vissulega mörg tungumál í Evrópu á þessum tíma sem voru fyrirrennarar þýzku, frönsku, hollensku og fleiri mála sem fólk nú talar víða.

 

Til að sýna fram á að grimmir Rómakeisarar, jafnvel verri en Stalín og Hitler hafi ekki sigrað og tekizt að útrýma fornfranskri menningu og trúarbrögðum, eða málum, held ég áfram með að þýða orð úr gaulversku.

 

acros, á, on - skarpur, kænn, göfugur, háleitur, hár.

acros, axro, axros, í - efst.

Acuitániá, íás - Aquitania. (Hérað í suðvestur Frakklandi. Aquitaine á nútímafrönsku).

ácus, u - hratt, fljótlega.

ácus, ous - ástundun, iðni, ástundunarsemi, kostgæfni, samvizkusemi, hraði, árangur, skilvirkni, ákefð, flýtir.

acussos, á, on - samvizkusamur, duglegur, hraðvirkur, verkadrjúgur.

ad - mjög, áleiðis, í áttina að, um það bil, að, til, um.

ad, at + acc - að, til, í áttina að.

as, ados, ades - fótur.

adá, aiás - þyrnir, þyrnirunni.

adassus, ous - helgiathöfn, venja, siður, hátíðleg athöfn, galdur, galdraþula, blót, fyrirmæli um siðvenjur, samkoma.

adaget, adaxt, adaxtos, adagía, adagiás - að hreyfa, setja á hreyfingu, bæra, mjaka, koma af stað, hrinda, stjaka við.

adamet, adáme, adamos, adamon - að þvo.

adarcá, adarciás, adarcos, adacion - reyr, reyrstilkur, reyrblað, reyrvökvi.

adballít, adbelt, adblítos, adbelatus, adbelatous - deya, eyðast.

adberet, adbert, adbritos, adbertá, adbertiás - að bjóða, fórna, deyða sem fórn, sóa, gefa, veita, láta í té.

adberos, adberi - ármynni, árós, vogur, vík, samrennsli, ármót, ós, mannsöfnuður, fjöldasamkoma, mannþyrping, þröng, þing, samkoma, mannfagnaður, samsöfnuður, manngrúi, troðningur, mannþröng.

adbertá, adbertiás - fórn, boð, tilraun, viðleitni, hjálp, aðstoð, fórnfæring, fórnarlamb, blót, yfirfærsla.

adbessu, adbessous - venja, hefð, gildi, vani, kækur, einkenni, fórn, trúarathöfn.

adborous, adberí - vanabundinn, þverá, skattland, skattþegn, undirkonungur, þegn, aðstuðlandi, velgjörðarmaður, þræll, undirsáti, lofandi, hrósandi, sá er greiðir skatt, er undirsettur.

addádios, assásiá, assásion, adsadyo, assadios - auðveldur, þægilegur, ljúfur, auðveldlega.

addamiet, addame, addantos, addantiú, addantinos - að játa, gangast við, viðurkenna, gangast undir, skrifta, meðtaka, játast einhverjum á vald, gefast upp.

addát, addásset, addátos, addanon, addaní - að heita, lofa, láta í té, veita, ljá.

addatus, addatous - fórnargjöf, fórnfæring, blót, fórnarathöfn, yfirfærsla, léttir, viðbót.

assedá, assediás - fereykisvagn, ferðavagn, hefðarvagn, heldri manna ökutæki.

assedái, assedásset, assedátos, assedátus, assedátous - að sitja, ríða, fara á hestbak, fara upp á, hækka, spenna vopn, boga, vera viðbúinn.

addedos, adsedos, assedos, assedá - íbúi, bekkur, sessa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Gallverska er keltneska, ekki satt?

Birgir Loftsson, 1.3.2025 kl. 21:48

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Menn deila um þetta, en því keltneska var eitt sinn notað sem sameiginlegt heiti yfir margar þjóðir, það á reyndar líka við um orðið Gallar/Gaulverja, sem er samheiti. Nafnið Keltar er komið úr grískunni og merkir að hylja, talið dregið af einhverri undirheimagyðju sem var tignuð eins og Hel. 

Já Keltar og Gallar, eða keltneska og gallverska, eru samheiti nokkurn veginn. Samt nota ég orðið gallverska eða gaulverska til að skilgreina þetta fyrr í tíma, þar sem orðið Keltar er stundum notað yfir Íra, Skota og Normandía, þar sem enn eru töluð keltnesk mál, og orðið Germanir getur líka átt við þetta sama (Keltar, Gallar), þjóðirnar í Evrópu fyrir 3000 - 1500 árum, áður en kristnin komst almennilega á og áður en núverandi ríki í Evrópu voru öll fastmótuð.

Sesar notaði orðið Gaul. Orðið keltneska finnst mér svolítið ruglandi, það er oft notað um velsku og gelísku, sem enn eru til. Gallverska eða gaulverska finnst mér skýrara, vísar beint til fortíðarinnar.

Takk fyrir innlitið og skemmtilega athugasemd.

Ingólfur Sigurðsson, 1.3.2025 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 555
  • Frá upphafi: 141240

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 409
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband