28.2.2025 | 01:27
Kvenvæðing Sjálfstæðisflokksins var hafin í tíð Bjarna Benediktssonar
Hverju mun það breyta að kvenvæða Sjálfstæðisflokkinn algerlega?
Það breytir ekki svo miklu.
Þótt það sé ný tízka hjá sjálfstæðismönnum að ráðast á Ingu Sæland þá liggur miklu beinna við fyrir þá að ráðast á Þorgerði Katrínu og Viðreisn, því Flokkur fólksins samanstendur jú af vinstrimönnum, jafnaðarmönnum og hægrimönnum, en Viðreisn er algjörlega augljóst útibú frá Sjálfstæðisflokknum, þar eru ESB-sinnarnir sem áður voru í móðurskipinu, eins og Brynjar Níelsson kallaði Sjálfstæðisflokkinn þegar hann var spurður að því hvort hann ætlaði að flýja yfir í Miðflokkinn þegar hann fékk ekki gott embætti.
Flokkur fólksins verður ekki endilega ógn mikið lengur, því saga hans gæti endað eins og saga Vinstri grænna. Fólkið sem kaus Ingu Sæland gerði til hennar svo miklar kröfur, eins og hún væri Jesús Kristur endurfæddur, sem myndi ausa gulli og gersemum yfir fátækasta fólkið. Auðvitað gerðist það ekki og mun ekki gerast. Slíkir hlutir gerast hægt, og ganga svo til baka ef þeir gerast. Með hærri launum kennara eykst verðbólgan, og allt lendir það á öryrkjum, ellilífeyrisþegum og verkafólki sem lægst hefur launin.
Ég kaus ekki Flokk fólksins. Ég nennti ekki á kjörstað, því ég veit að ekkert breytist, sama hvern maður kýs.
Konurnar sem taka við stjórn Sjálfstæðisflokksins munu taka við góðu búi Bjarna Benediktssonar að mörgu leyti, því hann var búinn að kvenvæða eftir megni á meðan hann stjórnaði. Hann var og er jafnréttissinni en engin risaeðla sérhagsmuna eða gamalla heimsmynda, umfram það sem uppeldi hans og staða gefur til kynna og gullskeiðin í munninum.
En ég geri ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé dæmdur til að dansa í kringum 20% múrinn á meðan flokkakerfið er svona, margir flokkar og sérstaklega á meðan Viðreisn og Miðflokkurinn naga í Sjálfstæðisflokkinn frá báðum hliðum og lifa góðu lífi á því.
Til að Sjálfstæðisflokkurinn fái 40-50% atkvæða þarf margt að breytast. Þegar flokkurinn fékk slíkt atkvæðamagn voru mjög skörp skil á milli hægristefnu og vinstristefnu. Þá voru Sjálfstæðismenn kirkjuræknir, með eigin rekstur, og höfðu ákveðin gildi. Þá dreifðust vinstrimenn og jafnaðarmenn á Alþýðuflokk, Alþýðubandalag, Framsóknarflokkinn og stundum enn smærri flokka.
Nú eru engin skörp skil lengur til á milli flokka. Bjarni Benediktsson hefur sjálfur gert sitt til að gera Sjálfstæðisflokkinn líkari Samfylkingunni og öðrum jafnaðarflokkum, jafnvel Vinstri grænum, eftir þessa nýjustu svívirðustjórnarsetu, þar sem fóstureyðingareglur voru rýmkaðar og margt slíkt, sem áður hefði ekki komið til greina að hægrimenn hefðu samþykkt.
Fordómar vinstrimanna og jafnaðarmanna gagnvart Sjálfstæðisflokknum minnka ekki þótt konur taki þar við. Það er þá ekki fyrr en Kristrún eða hennar líkar skynji og skilji að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins verði hlýðnar dulur sem hlýða í einu og öllu sem stjórnarsamstarf mun gagnast með þeim.
Ég geri nú samt ráð fyrir því að Áslaug Arna eða Guðrún muni marka sér sérkenni með því að fara lengra til hægri að einhverju leyti, en það er hægt að gera á marga mismunandi vegu.
Eitt sinn þegar þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, karlkyns að sjálfsögðu, sátu við stjórn bar fólk virðingu fyrir þeim og óttaðist þá jafnvel, þeir byggðu á fortíð rómversku keisaranna og kónganna í Evrópu, þegar gríðarlega skörp skil voru á milli yfirstéttarinnar og lægri stétta.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk aukafylgi vegna hræðslunnar við yfirvaldið, sem mun víst aldrei hreinsast af okkur Íslendingum. Það er gamall arfur frá því að Danir kúguðu okkur.
Þjóðernisvakning Evrópu hefur alls ekki ratað til Íslands. Kannski ef glæpum fjölgar sem rekja má til aðkomufólks mun það breytast, eða ef fátæktin fer að bíta marga þannig að úrbót fáist ekki.
Ætli það sé ekki bara tímaspursmál hvenær það gerist.
Ennþá komast kennarar upp með frekju, og græðgi, því varla er hægt að segja að vandi skólakerfisins sé leystur þótt laun þeirra séu hækkuð.
Íslenzka þjóðin er úrkynjuð eins og Vesturlönd. Úrkynjunin eykst en minnkar ekki.
Að því sögðu, Diljá Mist er viðkunnanleg manneskja og það eru þær Áslaug Arna og Guðrún líka.
Ef Guðrún verður næsti formaður þá mun Sjálfstæðisflokkurinn kannski laða að sér talsvert marga úr Viðreisn og Miðflokki, og Flokki fólksins.
Eftir því sem flokkurinn fitnar eykst aðdráttaraflið eins og Newton sagði.
Það verður svolítið spennandi að fylgjast með þessu. En sjálfstæðisstefna án kristilegs siðferðis er hryllileg.
En fyrr eða síðar má búast við því að ungt fólk og fólk á öllum aldri fari að heimta íhald eins og Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir einusinni, fyrir nokkrum áratugum.
Ef Ísland gengur inní ESB á þessu kjörtímabili undir stjórn Viðreisnar, þá breytist valdajafnvægið enn Sjálfstæðisflokknum í óhag, samkvæmt þeirri kenningu að stór hluti Íslendinga hleypur alltaf á þann vagn sem vinsælastur er.
Samkvæmt könnunum þá fer andstaðan við ESB aðild frekar minnkandi meðal þjóðarinnar. Það er vegna þess að okkar þjóð er að drepast úr minnimáttarkennd og er áhrifagjörn.
Það er gríðarlegur fjöldi af fólki sem mun styðja atvinnuleysi ESB markaðarins og afsaka alla gallana við ESB.
Þetta er hægt að útskýra með því að sjá hversu stór fjöldi okkar Íslendinga er menntaður, og kvenréttindi mest allra á jarðarkringlunni. Það þýðir að sjálfkrafa erum við í sömu hugmyndafræði og ríkir í ESB. Þar ríkir að vissu leyti geðveik hugmyndafræði draumóra og barnalegra þráa, en svona er nú það.
Ef sjálfstæðismenn ætla ekki að þurrkast út í framtíðinni þurfa þeir að ráðast á Viðreisn og stöðva inngönguna í ESB sem er nú fyrirhuguð, undir yfirskriftinni að halda samningaviðræðum áfram og spyrja þjóðina. Það er auglýsing fyrir sjónarmiðin í Viðreisn og Samfylkingunni. Núna þegar VG og Sjálfstæðisflokkurinn eyddust upp í innbyrðis spennu síðustu ríkisstjórnar er þetta kjörinn tími fyrir Viðreisn og Samfylkinguna að auglýsa Gullna hliðið, ESB, og allt það.
![]() |
Diljá Mist býður sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Kvenvæðing Sjálfstæðisflokksins var hafin í tíð Bjarna Benedi...
- Rannsóknir mínar sýna að kannski er Esus fórnin, lífstréð eða...
- Hvers vegna gerir ekki ungt fólk á Íslandi uppreisn gegn komm...
- Ég ber hæfilegt traust til beggja kvennanna en efast líka tal...
- Leikritið heldur áfram, þar til blekkingin fellur til fulls
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.2.): 20
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 688
- Frá upphafi: 137235
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 530
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning