Ég ber hæfilegt traust til beggja kvennanna en efast líka talsvert um báðar

Ég horfði á Silfrið þar sem Áslaug og Guðrún voru í kappræðum. Ég tók eftir því að mismunur var á framboðsræðum þeirra. Áslaug var með allskonar lítil loforð og frasa sem hún rökstuddi ekki af innlifun, en Guðrún var með færri mál sem hún virtist sannfærðari fyrir og því meira traustvekjandi sem þroskuð manneskja.

Áslaug Arna talaði mjög almennt í Silfrinu. Hún talaði um gildi þeirra sem eldri eru og líka þeirra sem yngri eru. Hún gerir sér grein fyrir því að í Sjálfstæðisflokknum rúmast margar skoðanir. Hún útskýrði samt ekki nákvæmlega hvernig hún vill koma til móts við alla, og hún var heldur ekki sannfærandi um að hún gæti það.

Bara ef maður túlkar hvaða fylgi hún hefur þá sér maður að hún er að tala inní hóp femínista, vinstrisinna, jafnaðarmanna, Evrópukrata og unglinga frekar en til allra. Enda var grein um það í DV nýlega að vélmenni - sem er hlutlaust - gervigreind - sem hefur ekki tilfinningar en kemur með niðurstöðu byggða á upplýsingum eingöngu, kom með þá niðurstaða að hún væri að tala inní lítinn hóp femínista en Guðrún væri með breiðari málflutning.

Ég er nokkuð viss um að íhaldsfylgið muni endanlega hrynja af Sjálfstæðisflokknum ef hún verður kosin formaður eftir tæplega viku. Það er nokkuð sem er ekki hollt fyrir flokkinn á þessum krísutímum, því það er grunnfylgið og kjarnafylgið.

Ég tel að Guðrún gæti kannski orðið skárri, en ég á erfitt með að ímynda mér að hún geti híft flokkinn uppí 40% fylgi frekar en Áslaug.

En alveg eins og skoðanakannanir sýna þá hefur Guðrún ívið meira fylgi og auk þess breiðara fylgi þvert á flokka og aldursbil.

Því má telja líklegt að hún verði næsti formaður.

En hvor þeirra sem verður fyrir valinu, það verður ekki auðvelt að gera flokkinn aftur að þeirri breiðfylkingu sem hann var.


mbl.is Fullt út úr dyrum hjá Áslaugu Örnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var mikil gagnrýni á það tvö "gamalmenni" væru i kjöri til forseta Bandaríkjanna og mikil umræða um hversu LÍTIÐ ÚRVAL VÆRI AF HÆFUM MÖNNUM TIL STARFANS.  En ég get ekki betur séð en að við Íslendingar ættum nú bara að fara að lýta okkur nær.  Mér finnst alveg með ólíkindum ð innan Sjálfstæðisflokksins skuli EKKI finnast SKÁRRI kostir en þessa tvær.  Ég myndi hvorug þeirra kjósa, ef ég væri í þeirri aðstöðu....

Jóhann Elíasson, 25.2.2025 kl. 10:30

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir innlitið Jóhann. Ég er sammála að þannig er það. En þótt Biden og Trump geti kallazt gamalmenni, þá er annar þeirra hrumur, Biden, en hinn, Trump hefur sýnt meiri forystuhæfileika en auðvelt er að finna þótt um yngri mann væri að ræða. 

Ég held að hvorki Áslaug né Guðrún séu með slíka forystuhæfileika og Trump. Það á ekki að velja eftir útliti heldur hæfileikum.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 25.2.2025 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 573
  • Frá upphafi: 141258

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 422
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband