24.2.2025 | 00:56
Leikritið heldur áfram, þar til blekkingin fellur til fulls
Ég tók eftir því að Friedrich Merz sagði útilokað að vinna með hægriöfgaflokkum. Í ræðu sem spiluð var þegar útgönguspáin var sýnd minntist hann á að útlendingamálin væru ein þau mikilvægustu.
Þannig að Merz er að reyna að hirða atkvæðin af afD, þeir vilja læra af þeim smávegis, en ekki leyfa þeim að njóta ávaxtanna. Svona er hræsnin.
Kjósendur eru ekki fífl alltaf. Þeir sjá hverjir eru vondir og hverjir eru góðir. Ekki fer það alltaf eftir áróðrinum í fjölmiðlunum.
Mér þótti gaman að sjá Auðunn Arnórsson, skólabróður minn úr MK tjá sig á Stöð 2 í gær, sem sérfræðing í þýzkum stjórnmálum.
Það er áhugavert það sem hann sagði að Þjóðverjar væru búnir að laga sig að samevrópskum hugsunarhætti og kosningahegðun eftir að hafa verið í Evrópusambandinu í áraraðir. Ég hafði ekki alveg litið á þetta með þeim hætti, en það er í raun önnur aðferð til að segja að þjóðerniskennd Þjóðverja sé fokin útí veður og vind, en í stað hennar sé komin samevrópsk kennd, hvernig svo sem hún nú er.
Raunveruleikinn hlýtur að móta hvaða skoðanir fólk hefur. Söguskýringar bandamannanna eru nú farnar að hljóma eins og tröllasögur fyrir börn fyrir háttinn, til að kenna þeim hverja eigi að hata og hverja ekki.
Það er skrýtið en satt að við erum að upplifa merkilega tíma. Meginstraumspólitíkin er búin að loka sig og læsa inni í skáp og heyrir bara í sinni eigin rödd en ekki í veruleikanum. Bergmálið berst og venjulegu flokkarnir telja það sannleikann og ekkert annað.
Þannig sjáum við að aðferðirnar til að sigra óvinina sigra þá sjálfa. Þannig sjáum við að einn pínulítill, ofsóttur og hataður flokkur er að verða normið og endurskilgreina stjórnmálin.
Góða fólkið er grátklökkt því það hefur ofvaxna réttlætiskennd og lætur hana þvælast fyrir sér um of.
Einfaldar staðreyndir blasa við. Innfæddum Þjóðverjum fækkar og þeir verða í minnihluta brátt ef svo fer fram sem horfir. Góða fólkið vill bjarga heiminum en heimurinn drekkir góða fólkinu sem þakklætisvott.
Þegar rökhyggjan hverfur þá hverfur mennskan líka, eftir verður skelfing og afneitun, heimska og paranoia.
Þegar ekki er einu sinni hægt að notast við heilbrigt íhald til að búa til stöðugleika þá vakna öfgarnar til lífsins og fara aftur að drottna. Þegar íhaldið er kallað glæpsamlegt, þá verður veruleikinn fyrst glæpsamlegur.
Þýzkaland var þekkt fyrir stöðugleika eftir stríð. Allt var þar stabílt og fast í skorðum, nú nálgast aftur tímarnir þegar kollsteypurnar réðu ríkjum.
Hversu óendanleg er sú heimska að halda að útilokun á flokknum sem setur allt í nýtt samhengi og fólk fattar að býður alvörulausnir muni færa allt í sama horfið og var þegar Angela Merkel gerði sín mistök, og bjó til jarðveginn fyrir þessa nútímapólitík?
Getur fólk ekki einu sinni skilið að gullöldin hennar Angelu Markel var engin gullöld, heldur blekkingatími sem bjó til þann veruleika sem við nú tilheyrum?
![]() |
Svona er staðan í Þýskalandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Leikritið heldur áfram, þar til blekkingin fellur til fulls
- Sköpunarsaga Biblíunnar, Genesis kemur frá norrænu fólki sem ...
- Fáein orð í keltnesku, gaulversku. Kennsluþáttur í útdauðu má...
- Jafnaðarfasismanum var komið á með því að neyða fólk til að f...
- Það sem Jónas frá Hriflu skrifaði um árið 1962 þegar hann fja...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 15
- Sl. sólarhring: 113
- Sl. viku: 644
- Frá upphafi: 136766
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 506
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning