Það sem Jónas frá Hriflu skrifaði um árið 1962 þegar hann fjallaði um Kola og Stálbandalagið á enn vel við eins og ekkert hafi breyzt, og viðvaranir hans til þeirra sem vildu þangað inn

Nýlega fór ég í Góða hirðinn, en gamlar bækur á góðu verði vekja hjá mér meiri áhuga en nýútkomnar bækur, sem eru 99% femínismi og annar nýhelkommúnískur áróður, en nóg er að opna tímarit eða horfa á vefmiðla eða sjónvarp til að fá nægju sína af þeim áróðri. Þó koma enn út örfáar bækur sem eru einhvers virði, en ekki nema um 1%, þar sem hægt er að finna eitthvað áhugavert og ekki femínískan bolsévisma eingöngu.

Ég fann fjórar bækur úr ritsafni rithöfundarins og stjórnmálaskörungsins Jónasar frá Hriflu, en hann má nú vissulega teljast einn af mínum eftirlætisrithöfundum. Bæði er það vegna þess að hann skrifaði á góðri íslenzku en ekki síður það að hann var einn mesti gáfumaður sem við höfum átt, og einn af okkar fremstu stjórnmálamönnum fyrr og síðar.

Sjöunda bindi ritsafns hans er bók sem kom út sama ár og hann lézt, 1968. Heitir hún "Dásvefn og vaka" og inniheldur greinar um stjórnmál og fleira. Þar er merkileg grein sem heitir:"Eigum við að hverfa inn í stórríkið?"

Áður birtist þessi grein í Mánudagsblaðinu 19. nóvember 1962. Hún virðist fjalla um skoðanir Jónasar á NATÓ. Ísland var eitt af stofnríkjum NATÓ 1949, svo ekki hefur Jónas skrifað þetta sem innlegg um hvort við ættum að fara þangað inn árið 1962, heldur sem þanka um skoðanir sínar á NATÓ og aðrar fjölþjóðastofnanir.

Ég var ekki fæddur 1962 eða 1968 svo ekki man ég hvaða utanríkismál voru efst á döfinni þá sem hann gæti hafa verið að vísa í.

Kannski muna það aðrir betur, en það skiptir ekki öllu máli. Það er bara svo margt í grein Jónasar sem á enn vel við í dag og endurómar svo að segja nákvæmlega með sama hætti.

Ég ætla að vitna hér í hann:

"Réttmætur uggur vesturþjóðanna við alræðisstefnu Rússa í stjórnmálum, hermálum, trúmálum og ekki sízt í fjármálum og verzlun hefur knúið Bandaríkin til að mynda hin miklu samtök frjálsra manna sem kennd eru við Atlantshafið."

Samkvæmt þessum orðum er eins og Jónas hafi skrifað þetta skömmu eftir að NATÓ var stofnað, 1949 eða 1950, en hann hafi ekki birt greinina strax.

Annars gæti frekar verið að Jónas sé að fjalla um Kola og Stálbandalagið, stofnað 1952, fyrirrennara ESB, og haft áhyggjur af þeirri valdasamþjöppun svona snemma, 1962.

Jónas frá Hriflu fjallar um málið frá báðum hliðum í grein sinni, en er ekki sannfærður um að Ísland eigi þarna heima. Vitna enn í pistil hans:

"Áreiðanlega væri betra að halda áfram að vera frjálsir menn og nota sjálfir með manndómi auðlindir landsins heldur en að afhenda þær stórríkismönnum."

Þetta er nákvæmlega sama staða og í dag!

Fleira á vel við:

"Og veröldin er ekki öll í stórríkinu og verður það heldur ekki."

"Gylfi Gíslason og stallbræður hans ætla að láta Ísland síga hægt og hægt inn í stórríkið. Það er lokaráð. Þeir ætla að opna landið og þegnréttinn til þess að fá lágan toll á fiski innan stórríkismarkaðanna."

Merkilegt hvað fátt hefur breyzt og hvernig þess orð eiga enn við!

Ég vil einnig minna á það að pistlar Guðjóns Hreinberg passa við allt þetta, þar sem hann hefur fjallað um samsærið gegn fólki á Vesturlöndum sem fræðasamfélagið marxíska áður en styrjaldirnar tvær byrjuðu virðist hafa skipulagt, Frankfurt skólinn, þjóðfélagsverkfræðin kommúníska og jafnaðarmannanna, að halda fólki hlýðnu og heimsku, kúguðu.

Það sem ég vissi ekki áður en ég las greinina eftir Jónas frá 1962, það var að Kola og Stálbandalagið hafi svo snemma sem þetta, 1962 sýnt ofríkistilburði, og að menn hafi gert sér grein fyrir því.

Það vita það auðvitað ALLIR sem hafa verið að fylgjast með fréttum undanfarna áratugi, að samþjöppun valds hefur stóraukizt í því bandalagi, sem nú heitir ESB en ekki Kola og Stálbandalag Evrópu. Einnig hefur reglufarganið margfaldazt. Það eru ekki nýjar fréttir, en staðreynd sem alveg má endurtaka fyrir þau sem hafa gleymt því.

Sjálfstæðistilfinning Íslendinga hefur dofnað. Það er mesta áhyggjuefnið, og því ástæða til að ætla að jafnvel meira en helmingslíkur séu á því að við göngum inní Evrópusambandið í stjórnartíð þessari sem nú er nýhafin.


mbl.is Kristrún tekur þátt í neyðarfundi Macrons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir þessa bloggfærslu Ingólfur.

Mjög fróðleg. 

"Nýlega fór ég í Góða hirðinn, en gamlar bækur á góðu verði vekja hjá mér meiri áhuga en nýútkomnar bækur, sem eru 99% femínismi og annar nýhelkommúnískur áróður, en nóg er að opna tímarit eða horfa á vefmiðla eða sjónvarp til að fá nægju sína af þeim áróðri. Þó koma enn út örfáar bækur sem eru einhvers virði, en ekki nema um 1%, þar sem hægt er að finna eitthvað áhugavert og ekki femínískan bolsévisma eingöngu."

Þetta er hins vegar snilld.

Kveðja og þakkir

Gunnar Rögnvaldsson, 20.2.2025 kl. 15:01

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir Gunnar. Já það borgar sig að kynna sér söguna. Það að Trump skyldi vinna stórsigur þegar búið var að útskúfa honum og telja hann fréttir fortíðarinnar, það breytti miklu í heiminum. Já maður þorir meira að tjá sig. Ég hafði sérstaklega Egil Helgason og Kiljuna í huga þegar ég skrifaði þetta. Eitt sinn hélt hann úti sæmilegum sjónvarpsþætti, sem var býsna góður á köflum, Silfrið, þar vildi hann láta allskonar ólíkt fólk tjá sig.

Núna er Silfrið framhald á Kastljósi, þras, ekkert nýtt, áróður. Og Kiljan sem Egill stjórnar, kvenrithöfundar í meirihluta.

Þótt Egill hafi þverneitað fyrir það í viðtölum að RÚV hafi lagt honum línurnar og ritstýrt honum og bannað honum frelsi í vinnubrögðum er það alveg augljóst að þannig var þetta.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 21.2.2025 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.2.): 112
  • Sl. sólarhring: 123
  • Sl. viku: 713
  • Frá upphafi: 136530

Annað

  • Innlit í dag: 83
  • Innlit sl. viku: 591
  • Gestir í dag: 78
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband