19.2.2025 | 03:43
Upplausnin er framundan
Ef menn velta fyrir sér hversvegna almenningur hefur ekki gert uppreisn í Evrópu gegn afdönkuðum jafnaðarfasistum sem þar stjórna þá held ég að svarið sé nokkuð augljóst við því. Sigur nazismans í Þýzkalandi 1933 kalla ég byltingu, nazíska hægribyltingu, en það sem gerðist í Rússlandi upp úr 1917 var kommúnísk bylting, ekki það sama.
Það verður ekki bylting fyrr en fólk verður talsvert svangara og verr sett. Þá gerist eitthvað eins og áður í sögunni, alvöru byltingar.
Þjóðverjar sultu unnvörpum og kusu því Hitler og félaga 1933, og það sama gerðist í aðdraganda rússnesku byltingarinnar 1917. Það er ekki hægt að bera saman örlítið hökt í ofgnóttarvél nútímans við það.
Sigur Trumps 2016 og núna í fyrra er hinsvegar frekar kristileg bylting, afturhvarf til meiri stöðugleika fyrir wók-ruglið, eða tilraun til þess.
Jafnvel þótt aFD og Franska þjóðfylkingin hafi í sér nazísk element eða þjóðrembueiginleika, þá er það einnig augljóst að þessir flokkar eins og Svíþjóðardemókratar eru allt saman kristilegir íhaldsflokkar, með rasískar deildir innanborðs sem eru í minnihluta, en þjóðernisíhald kristilegt ber þó keim af rasisma en einnig þó menningarsérgæðingshætti.
Vinstrimenn og jafnaðarmenn eru hinsvegar orðnir svo geðveikir af hræðslu við að missa völd sín að þeir hafa misst allt vit. Wókið er þvílík öfgastefna að dæmin eru varla til í mannkynssögunni sem líkjast slíku.
Það að almenningur er orðinn miklu ofdekraðri og heimtufrekari á okkar tímum en áður í mannkynssögunni gerir ástandið óstöðugra.
Framtíðin getur því orðið skrautleg af mörgum ástæðum.
![]() |
Of margir drukkið Trump-eitrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.2.): 108
- Sl. sólarhring: 129
- Sl. viku: 709
- Frá upphafi: 136526
Annað
- Innlit í dag: 79
- Innlit sl. viku: 587
- Gestir í dag: 75
- IP-tölur í dag: 75
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning