19.2.2025 | 03:40
Þróun er ekki tilviljanakennd, óhöpp og heppni, þetta má útskýra
Sumir og kannski margir halda að þróun eigi að vera tilviljanakennd. Þó eru þeir til, og fjölmennir eru þeir meðal kristinna og í öðrum trúfélögum sem finna og skynja að Guð vill það bezta fyrir okkur mennina og sköpunina í heild. Það þýðir að það vonda sem hendir okkur er ekki Guðs vilji.
Þetta lærði ég ungur og hef ekki sleppt þessari heimssýn.
Þegar ástin fangar mann þá verður þetta skýrara en nokkru sinni fyrr, að Guð hefur áætlun fyrir mann og framtíð gæfuríka, en oft fer ekki allt að Hans vilja.
Ætti ég að útskýra það þegar ég fékk taugaáfall þegar mér gekk ekki að kynnast Herdísi, á sama aldri og ég? Það gerðist 1991. Ég hef aldrei verið eins vitlaus í nokkra manneskju. Ofbeldi getur verið afleiðing af slíku, en ég hélt aftur af mér, nema í listinni, þar fékk ég útrás fyrir reiðina það ár og síðar.
Það er löng saga og mig langar til að segja hana í smáatriðum, mér finnst ágætt að létta á sál minni og segja frá því dapurlega sem ég er ekki sáttur við í lífinu. En ég nenni því ekki núna, nema koma með þennan formála.
Svona sögur eru merkilegar, en finnst manni að aðrir hafi áhuga á manns persónulega lífi? Ég efast um það. En úr því að aðrir segja frá sér persónulega geri ég það stundum líka. Ætli ég fari ekki nánar útí þessa sögu seinna og eitthvað fleira áhugavert af þessu tagi.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.2.): 111
- Sl. sólarhring: 122
- Sl. viku: 712
- Frá upphafi: 136529
Annað
- Innlit í dag: 82
- Innlit sl. viku: 590
- Gestir í dag: 78
- IP-tölur í dag: 78
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning