18.2.2025 | 03:29
Réttlætiskenndin, ESB og heiðin uppreisn, náttúruvernd og fleira
Í stað þess að skrifa athugasemd hjá Magnúsi Sigurðssyni ákvað ég að skrifa nýjan pistil um þær upplýsingar sem koma fram hjá Óskari Helga Helgasyni og sagnfræðilegi fróðleikurinn sem fylgir með kallar á nýjan pistil frá mér um tengslin við þann tíma sem ég er að rannsaka og svo þessar aldir í Íslandssögunni þegar drekkingar voru aftökuaðferð og refsingaraðferð.
Ég hef verið að einbeita mér að upplýsingum sem eru ævafornar og frá því áður en Ísland byggðist, vegna bókarinnar um guðinn Esus sem ég er með í smíðum. Þessvegna hef ég þurft að skoða tengd atriði, eins og menninguna sem tíðkaðist á þeim tíma í Evrópu og slíkt og svo hvaða einkenni aðrir guðir höfðu.
Einn slíkur keltneskur, gaulverskur guð, sem fæstir Íslendingar þekkja heitir Toutatis eða Teutatis, sem mun vera latneskari útgáfa af nafni hans, en betur þekkt.
Þjóði er nafn hans á íslenzku og Þjóð er nafn systur hans og eiginkonu. Þjóði var Vanaguð, þekktur á landnámsöld á Íslandi. Viljandi var ýmsum guðum sleppt þegar Eddur voru skráðar en sumt hafði þó gleymzt. Reynt var að þagga niður Vanamenninguna, Vanadýrkunina, því hún passaði ekki vel við kristilegt siðferðið, nánar tiltekið að það var kallað sifjaspell að systkini giftust eins og tíðkaðist meðal Vanaguðanna. Því voru aðeins þrír Vanir nefndir í Eddum, Freyr, Freyja og Njörður.
Þjóði var þó til og Þjóð. Þetta má sjá af því að við eigum almenna nafnorðið þjóð sem er í mikilli notkun, og það er staðreynd að guðinn Teutatis var til meðal Fornfrakka, Gaulverja og mikið tignaður, en nafn hans þýðir það sama, "verndari þjóðarinnar, ættbálksins, kynstofnsins, eða persónugervingur þjóðarinnar."
Ef menn spyrja sig að því hvað voru margir Vanir til og Vanynjur, þá er svarið þetta að Vanir voru fjölmargir. Mörg dýraheiti og jurtaheiti á íslenzku eru dregin af þeirra heitum. Einnig orð sem við eigum sem hugtök.
Þar að auki var Þór Vanaheiti að því er ég hygg. Það má sjá af samanburði.
Breytingin frá Vanatrú yfir í Ásatrú meðal heiðinna germana og norðurlandabúa var ferli sem tók mjög langan tíma, þúsundir ára. Sú breyting var enn að eiga sér stað þegar Eddurnar voru skráðar og kristni orðin lögtekin á landinu.
Vanastríðin eru í grunninn stríðin á milli aðkomumannanna af Yamnayakynstofninum og svo þeirra sem fyrir voru í Norður-Evrópu. Veiðimannasamfélögin fyrstu og safnarasamfélögin tel ég að hafi verið Vanatrúar. Þó má gera ráð fyrir að sú Vanatrú hafi verið allt önnur en sú sem skráð er í Eddurnar, og meira í ætt við frumstæðari trúarbrögð annarsstaðar á jörðinni annarra ættbálka og þjóða.
Ég nota orðið Vanastríð, til að færa ástæðurnar fyrir þessu stríði aftarlega í tímann, og átökunum. Þessi skilgreining er hentug til að greina á milli hernaðarhyggjunnar sem er hluti af Ásatrúnni, að deyja í stríði og komast til Valhallar, og svo friðsælli trúarbragða, sem sjá má af Freyju, Nirði og Frey, sem tengjast landbúnaði, sjómennsku, og daglegum störfum, en mjög lítið hernaði.
Þegar ég fór að kynna mér keltnesk og fornfrönsk trúarbrögð heiðin þá komst ég snemma á þá skoðun að líkindin á milli þeirra og Vanatrúarinnar væru mikil, og að drúíðzkan væri því sögulegur fyrirrennari Vanatrúarinnar eins og henni er lýst í okkar bókmenntum.
Það sem er áhugavert í þessu öllu, það er að aftökuaðferðir tengjast guðunum þremur sem kallast Taranis, Esus og Teutatis.
Ástæðurnar fyrir því að fólk var tekið af lífi eru ekki öllum ljósar, því Sesar og aðrir óvinir Kelta og Gaulverja voru þeir einu sem um þá skrifuðu.
Fræðimenn hafa enda efazt um þessar aftökur og mannfórnir, en þó virðist ýmislegt styðja að þær hafi farið fram. Samhengið er óljósara og fullyrðingarnar um villimennsku og grimmd drúíðanna eru ósannaðar og óstaðfestar og í mótsögn við aðrar upplýsingar um þá.
Svo mikið er þó vitað með vissu um þetta er það að þessar aftökur voru hluti af réttarkerfi Kelta í Evrópu á þessum tíma, aftökurnar héldu samfélaginu saman, til að hræða fólk gegn því að fremja afbrot. Meginlandskeltarnir höfðu ekki fangelsi, og heldur ekki "ríki kommúnískt".
Lög og reglur giltu engu að síður. Þingið okkar íslenzka var ekki eins sérstakt og margir hafa haldið. Ég held að það sé aðeins hægt að nota orðið þing yfir dómsathafnir þær sem drúíðar kölluðu þegna sína til með reglulegu millibili, þar sem fram fóru nokkurskonar réttarhöld og fólk fékk að svara fyrir sig.
Það er einföldun að segja að lýðræðið hafi komið frá Grikklandi. Drúíðamenningin keltneska hafði í sér lýðræðiseinkenni. Drúíðaþingin voru einnig notuð til að skera úr um minni mál og persónulegri, eins og nágrannaerjur, eða skort á uppskeru, sjúkdóma og fleira. Það var almenningur, fólkið innan ættbálkanna sem gat krafizt þings. Drúíðar voru þó dómarar og lögggjafar, en þeir byggðu á munnlegum lögum sem nemendur þurftu að læra í 20 ár að minnsta kosti, til að fá inngöngu í drúíðasamfélagið.
En mér leizt vel á það þegar Óskar Helgi Helgason skrifaði um það á síðu Magnúsar að honum væri alvara með því að drekkja bæri landráðamönnum eins og þeim sem nú stjórna landinu, (ef farið verður inní ESB, það er að segja, og úr því að þjóðin er í EES og NATÓ), og alþýðuherir ættu að framfylgja því réttlæti, skildist mér á samhenginu. Mér finnst þetta mjög gott, að þora að tjá sig svona og hugsa út fyrir boxið, því ekki eru allir sáttir við nútímann og ESB reglurnar.
Við látum kúga okkur, og kjarkurinn sem felst í því að alþýðan taki völdin í sínar hendur, hann er það sem er miklu frekar kjarni lýðræðisins og réttlætisins, heldur en þess staðnaða og úldna réttlætis sem búið er að rígbinda í alþjóðalög.
Ef unga fólkið samanstæði af svona kjarkmiklu fólki eins og ráða má af skrifum Óskars Helga að hann sé, þá hefði ég ekki áhyggjur af framtíð landsins og þjóðarinnar.
Ég veit að mörgum ofbýður þetta, að ræða þetta í alvöru, en úr því að ég hef verið að gramsa í fornum fræðum fannst mér ómótstæðilegt að setja þetta í það samhengi.
En drekkingarhefðin er ævaforn, og hún er tengd við guðinn Teutatis, sem nefndur er Þjóði á íslenzku og er Vanaguð. Vel má vera að hún sé enn eldri.
Eins og svo margt í okkar menningu þá er þetta rakið til Babýloníumanna. Esus er guðinn sem kenndur er við loft. Taranis var tengdur eldinum, enda þruman þess eðlis og eldingin. Teutatis var kenndur við vatn. Stjörnumerkin og stjörnuspáspekin eru hluti af öllum þessum pælingum.
En það sem hefur vakið mesta hrifningu hjá mér í þessu gramsi í fornum fræðum það er menningin fornfranska og keltneska, eða gaulverska, til að orða þetta skýrt. Keltahugtakið er óljóst og nær yfir of vítt svið.
Kærleikur og fórnfýsi, þetta einkenndi Gaulverja alveg sérstaklega mikið. Þetta finnst mér áhugavert að finna, því þetta setur kristnina alveg í nýtt ljós. Með þessu er hægt að sjá að kristnin gerði ekki Evrópumenn betri, eða kærleiksríkari eða merkilegri eða fórnfúsari, eða óeigingjarnari, ekki endilega að minnsta kosti. Þessir þættir voru til staðar í þeirra heiðnu menningu og þeirra eðli.
Þannig er fallegt hvernig þeir gengu í dauðann fyrir guði sína og fyrir náttúruna öllu heldur, því þeir trúðu því að lífsins tré fengi næringu af ösku þeirra, blóði og holdi, sem fórnað var fyrir guðina. Því miður höfum við ekki gaulverska heitið yfir lífsins tré, þessi fræði voru ekki niður skráð, en gelíska heitið Mugna er skárra en ekkert og verður hér að duga, yfir heilaga eik sem hafði svipaða eiginleika í fornírskri og heiðinni goðafræði. Hún er ein helzta uppsprettulindin þegar kemur að einhverju sem skylt er.
Þegar maður skoðar þetta af mikilli dýpt, þá finnur maður göfuga fórnfýsi þarna sem liggur til grundvallar.
Einnig verður það ljóst að sumt í kristninni er algjörlega fengið úr svona trúarbrögðum en ekki frá gyðinglegum eða babýlonskum hefðum. Þannig mun krossfestingin vera mýta frekar en staðreynd sem færð var uppá Jesúm Krist til að láta kristnina sem fyrirbæri ganga í almúgann á þeim tíma, sem þekkti svipaðar hugmyndir úr fyrirliggjandi trúarbrögðum.
Þó er það ljóst að kærleikur og umburðarlyndi var mjög ríkjandi þáttur í menningunni sem Kristur kom úr, hvort sem hægt er að segja að Jesús hafi lært meðal Essena, eins og kemur fram í bókinni "Árin þöglu í ævi Jesú", eða annarsstaðar.
Því er það ekki vísindalegt að segja að allt í kristninni sé evrópskt eða gaulverskt eða keltneskt, en blöndun hefur farið fram, það held ég að sé alveg ljóst.
Hvort sem krossfestingin var sagnfræðileg staðreynd eða ekki þá leikur hún mjög stórt hlutverk í hugmyndafræði kristninnar og er nauðsynleg fyrir trúarbrögðin sem slík eins og upprisan.
Þannig má segja að heildaruppbygging og markaðssetning kristninnar hafi KALLAÐ Á KROSSFESTINGU og upprisu. Það hins vegar rýrir rökin fyrir að þessi atriði hafi verið sagnfræðileg, og eflir rökin þess efnis að allt slíkt hafi verið mýta eða uppspuni frá rótum.
Sem umhverfisverndarsinni verð ég að lýsa hrifningu minni á fornfranskri menningu. Ég verð að lýsa hrifningu minni á þeirri hugmynd að maðurinn sé hluti af náttúrunni, og mannfórnir séu hluti af hringrás lífsins, að gefa aftur til náttúrunnar.
Ég hafna því fullkomlega að drúízka og keltneska menningin hafi verið villimannleg.
Þetta sem við lesum um, þessi fórnfýsi og samkennd með náttúrunni, öllu sem er kvikt í kringum okkur, það var falleg hugmynd og undirgefni við æðri máttarvöld.
Þegar kirkjan kenndi fólki að elska náungann, eða reyndi það í gegnum aldirnar, þá byggði hún á þessum heiðnu hefðum, þessari rótföstu trú almennings, að til að sköpunarverkið héldi áfram yrði fólk að taka þátt í hringrásinni.
Eða með öðrum orðum: Heiðna villimennskan sem birtist í mannfórnunum fyrir náttúruna felur í sér fórnfýsi sem er miklu skyldari kristilega náungakærleikanum heldur en eigingirni femínismans sem gefur skít í allt slíkt.
Þetta er það sem ég vildi tjá mig um fyrst og fremst.
Það eru fallegar og réttar hugmyndir sem birtast í þessum heiðnu trúarbrögðum, þetta er hugmyndafræði sem passar fullkomlega við margt nútímafólk sem aðhyllist náttúruvernd.
Enn fremur, Evrópumenn tóku við kristninni af þessum ástæðum, þetta var ekki eins ólíkt þeirra heiðnu trúarbrögðum og reynt var að telja fólki trú um.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.2.): 113
- Sl. sólarhring: 124
- Sl. viku: 714
- Frá upphafi: 136531
Annað
- Innlit í dag: 84
- Innlit sl. viku: 592
- Gestir í dag: 79
- IP-tölur í dag: 79
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning